Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Ljósmyndakeppni sjómanna 2009 Ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Víkings hefur notið mikilla vinsælda meðal sjómanna og enn á ný leggjum við af stað með landskeppni. Það er að miklu að stefna því þrjár myndir munu hljóta verðlaun sem Sjómannablaðið Víkingur veitir en síðan munu þær ásamt 12 öðrum, sem dómnefnd velur, keppa til úrslita í norrænni ljósmyndakeppni sjómanna. Norræna keppnin verður að þessu sinni haldin í Reykjavík í byrjun febrúar n.k. Reglur keppninnar eru einfaldar. Ljósmyndarinn þarf að hafa verið til sjós en myndefnið þarf ekki að vera tengt skipum. Þar hefur ljósmyndarinn frjálst val. Engin skilyrði eru fyrir á hvaða formi myndirnar eru teknar, svart/hvítar, lit, skyggnur eða stafrænar né að þær hafi verið teknar á líðandi ári. Því er hægt að fara í gamla safnið sitt. Frestur til að skila inn myndum er til 30. nóvember n.k. og má senda þær rafrænt á iceship@heimsnet.is eða á Sjómanna- blaðið Víkingur, Grensásvegi 13, 108 Reykjavík, merktar Ljós- myndakeppni 2009. Myndirnar eiga að hafa heiti og æskilegt væri að smálýsing á myndefninu fylgdi með. Þegar hafa myndir borist í keppnina og því er ykkur ekkert að vanbúnaði að senda ykkar myndir inn. Skoðum að lokum fáeinar myndir úr fyrri keppnum, svona rétt til að hita ykkur upp. Í sundi, nefndi Sigvaldi Torfason þessa mynd sína.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.