Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Side 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur Hér á eftir verður fjallað um veik- indalaunarétt þeirra skipverja, sem eru að fara í fyrirfram ákveðið frí eða frítúr eða eru í sinni síðustu veiðiferð, þegar þeir veikjast eða slasast. Hafa á undanförnum árum gengið margir dómar Hæstaréttar Íslands varðandi veikindarétt skipverja í slíkum tilvikum og skulu hér nefndir eftirfarandi dómar því til skýringa. H. 1985 – 1360. Réttur til veikinda- launa helst, þótt skipverjinn hafi sannan- lega átt að fara í launalaust frí í næstu veiðiferð. Byggist dómurinn á því, að hinum óvinnufæra skipverja nýtist ekki fríið vegna óvinnufærninnar, en verður í staðinn að taka sér launalaust frí síðar. Af hálfu útgerðar hefur verið á það bent, að hinn óvinnufæri skipverji fá laun, sem hann hefði sjálfur heill heilsu ekki fengið og græði þar með á forföllum sínum. H. 1985 – 43 og H. 2006 – 211. Rétt- ur til veikindalauna helst, þótt fyrir liggi, að skipverjinn var að hætta eftir veiði- ferðina, sem hann varð óvinnufær í. Í báðum tilvikum var skipverjinn að fara í nám. Lengra en þetta er ekki hægt að ganga, en að ráðningu ljúki eftir túrinn. Sá sem ráðinn er í staðinn, ef einhver, er ekki staðgengill, þess sem hættir. Sé skylt að greiða full staðgengilslaun, þótt maður sé ekki lengur í ráðningarsam- bandi, þá segir það sig sjálft, að greiða skuli staðgengilslaun, þótt skipverjinn sé að fara í kjarasamningsbundið frí. Skal hér áréttað, það sem um þetta segir orðrétt í umburðarbréf L.Í.Ú nr. 8/1993. „Slasist eða veikist skipverji og verði óvinnufær á ráðningartímanum fær hann forfallakaup, jafnvel þótt hann hefði verið að hætta störfum. Sama gildir, ef skipverjinn hefur verið búinn að biðja um frí, enda ekki talið að hann sé í fríi, ef hann getur ekki notið frísins vegna veikinda eða meiðsla“. H. 2001 – 3484. Í þessum dómi kem- ur fram, að 36. gr. sjómannalaganna er sérregla. Af þeim ástæðum gildi ekki ákvæði skaðabótalaga, sem byggja á því, að aðeins skuli greiða beint fjárhagstjón hins slasaða, þ.e eingöngu laun vegna þeirra veiðiferða, sem viðkomandi sjó- maður hefði sjálfur farið, þegar reikna skal út tímabundið tekjutap, slysa- laun. Vilji útgerðarmanna hefur verið sá, að 36. gr. sjómannalag- anna verði túlkuð í samræmi við þessa reglu skaðabótalaga og hafa margir undanfarið verið að greiða veikindalaun í samræmi við það. H. 2005 – 4121. Skipverji fékk greidd veikindalaun allan forfalla- tímann, enda þótt hann sannanlega hefði verið í launalausu fríi þriðju hverju veiðiferð. Var róðrarfyrir- komulagið á togaranum tveir túrar á sjó og einn í frí. Kjarninn í þessum dómum Hæstaréttar er sá, að verði skipverji óvinnufær á ráðningartíma, þá skuli hann í öllum tilvikum fá greidd stað- gengilslaun (stöðugildislaun) alla næstu 60 daga óvinnufærninnar, án nokkurs tillits til þess hvað hann hefði undir venjulegum kringumstæðum verið að gera þetta tímabil, hvort heldur verið að vinna, fara í frí, hætta. Spurningin í dag er þó sú, hvort Hæstiréttur sé nú með þeim dómi, sem nú verður rakinn, búinn að kasta þessu öllu fyrir róða eða lagt línuna um það að svo verði. Snorra Sturlusonarmálið Í marsmánuði 2008 féll dómur í Hæstarétti varðandi veikindalaunarétt matsveins á frystitogaranum Snorra Sturlusyni VE, en róðrafyrirkomulagið hjá honum var með hefðbundnum hætti á frystitogurum, þ.e.a.s einn túr á sjó og einn í frí. Þá var hann í innbyrðis- greiðslumiðlun með hinum matsveinin- um, sem hann treysti til þess að starfa með sér í slíku greiðslumiðlunarkerfi, en sá hafði ráðið sig á skipið 5 árum síðar en hinn óvinnufæri. Báðir voru ráðnir á skipið hvor á sínum tíma með tíðkan- legum hætti, þ.e til óákveðins tíma í fullt starf, en hvorki í ráðnir í hlutastarf eða tveir saman um eina matsveinastöðu, þótt þeir yrðu að leysa hvorn annan af vegna greiðslumiðlunarinnar. Ekki gerði útgerðin við þá skriflegan ráðningar- samning, eins og kjarasamningar og lög áskilja. Hefði það verið sérstaklega þýðingarmikið, hefði síðar tilkomin full- yrðing útgerðar átt við rök að styðjast, sem matsveinninn mótmælti sem rangri og ósannaðri, þ.e að tveir menn, sem höfðu verið mislengi á skipinu, svo munaði árum, hefðu verið ráðnir saman í hlutastarf, tveir um eina stöðu, og þá með allt öðrum hætti, en þekktist í flot- anum. Varðandi rétt þessa skipverja til stað- gengilslauna í veikindum, þá töldu menn að sjálfsögðu það liggja í hlutarins eðli miðað við fyrri dómafordæmi Hæstarétt- ar að sama grundvallarsjónarmiðið gilti, hvort heldur vinnuhlutfallið væri tveir túrar á sjó og einn í frí eða einn túr á sjó og einn í frí, að öðru leyti en því, að sjó- maðurinn teldist þá „græða“ meira á for- föllum sínum, eins og útgerðirnar hafa kosið að orða það. Hvernig róðrafyrir- komulag skipverjans væri, þ.e. hvernig hann kysi að taka sér frítúra, gæti ekki haft nein áhrif á veikindalaunarétt hans, frekar en að útgerðin gæti losað sig und- an greiðsluskyldu veikindalauna. Mátti ætla að hér yrði ekki lengra gengið, en tilvikið einn túr á sjó og einn í frí, og þetta yrði síðasta tilvikið, sem gæti komið upp, og sem yrði afgreitt með venjulegum hætti í samræmi við fyrir- liggjandi dóma undanfarinna áratuga. Jónas Haraldsson lögmaður Veikindaréttur sjómanna, sem eru að hætta störfum eða fara í frí Jónas Þór Jónasson.Jónas Haraldsson. „Kjarninn í þessum dómum Hæstaréttar er sá, að verði skipverji óvinnufær á ráðningartíma, þá skuli hann í öllum tilvikum fá greidd stað- gengilslaun (stöðugildislaun) alla næstu 60 daga óvinnufærninnar, án nokkurs tillits til þess hvað hann hefði undir venjulegum kringum- stæðum verið að gera þetta tímabil, hvort heldur verið að vinna, fara í frí, hætta.“

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.