Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Side 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Side 49
Sjómannablaðið Víkingur – 49 Grundvallarsjónarmiðið væri alltaf það sama, þótt fjárhæðin væri hærri. Þá gerist það, að Hæstarétt brestur úthaldið og kúvendir, eins og með brot á skyldu útgerðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum til að gera skriflega ráðningarsamninga og þær afleiðingar, sem það hefur haft á réttarstöðu skip- verja. Mun ég fjalla sérstaklega um það í annarri grein. Eins og alltaf þegar dóm- stóll fer að rökstyðja fyrirfram ákveðna niðurstöðu, þá vill rökstuðningurinn verða ósannfærandi, eins og í þessu máli hér og nú verður rakið. Viðurkenna verður þó þrautseigju útgerðarmanna að gefast aldrei upp og halda áfram að ströggla dóm eftir dóm, ár eftir ár, unz Hæstiréttur sjálfur gefst upp á endanum, eins og hér gerðist og ég nefndi með skriflegu ráðningarsamningana. Enginn staðgengill, engin staðgengilslaun?! Niðurstaða dómsins í máli matsveins- ins á Snorra Sturlusyni VE var sú, að ákvarða, að hinn óvinnufæri skipverji hefði ráðið sig á móti öðrum manni í hálft starf, þ.e.a.s. ráðið sig til að fara aðra hvora veiðiferð skipsins, eins og segir í dómnum. „Það starf sem áfrýjandi var ráðinn til að gegna, fólst í því að fara aðra hvora veiðiferð á fi skiskipinu Snorra Sturlusyni. Annar maður gegndi starfi nu á móti honum og saman voru þeir í einni stöðu. Samkvæmt ráðningu áfrýj- anda var þannig fyrirfram ljóst að hann var í fríi meðan á veiðiferð stóð 2. janúar til 3. febrúar 2005. Hann veiktist 30. desember 2004, en veikindin hindruðu hann ekki í að gegna starfsskyldum sínum fyrr en 8. febrúar 2005 þegar kom að því að hann skyldi hefja störf. Með sama hætti er ljóst, að Karl Günter var ekki staðgengill áfrýjanda vegna veikinda þess síðarnefnda í fyrstu veiðiferð á árinu 2005.“ Eftir að dómurinn er búinn að gefa sér, að hinn óvinnufæri matsveinn hafi að- eins ráðið sig í eina stöðu á móti öðr- um nafngreindum matsveini, þótt annar þeirra hafi verið búinn að vera á skip- inu í 5 ár, þegar hinn réði sig, þá vísar Hæstiréttur í dóm, sem lögmaður út- gerðar hafði í fyrri málum vísað í án árangurs, en nú varð annað uppi á ten- ingnum. Var þessi dómur enn eitt málið og það síðasta, þar sem deilt var um það, hvað teldist vera staðgengilslaun, þ.e. full laun, á kaupskipum. Hvaða launa- liðir væru innifaldir í þessu hugtaki þar, en kaup farmanna samanstóð á þeim tíma af lágu fastakaupi og allra handa launapóstum. Ágreiningurinn snérist um það, hvort greiðslur, sem skipverjarnir fengu greiddar fyrir bakvaktir, frídaga, kallvaktir og frystiálag, væru innifaldar í hugtakinu staðgengilslaun vegna óvinnu- færni á kaupskipum. Á hinn bóginn hefur aldrei verið ágreiningur um það, hvaða laun á fiskiskipum teljist til stað- gengilslauna, en staðgengilslaun eru þau laun, sem viðkomandi staða gefur, burt- séð frá því hvort einhver gegnir þeirri stöðu það og það skiptið. Sagði í þessum tilvitnaða kaupskipadómi m.a. að skip- verjinn „eigi rétt til þeirra launa, sem hann hefði fengið greidd fyrir að gegna starfi sínu áfram, ef veikindin hefðu ekki gert hann ófæran til þess.“ Dómsmál þetta fjallaði því eingöngu um innihald staðgengilslauna, en ekki á nokkurn hátt um það, hver teldist vera staðgengill og hver ekki og hvað það hugtak þýddi yfirhöfuð í þeim skilningi. Með því að vísa í þennan dóm er Hæstiréttur þarna ranglega að búa sér til þá forsendu, að skilyrði greiðslu veik- indalauna sé, að staðgengill komi í staðinn fyrir hinn óvinnufæra, sem er algerlega andstætt fyrri dómum Hæsta- réttar. Enginn staðgengill, engin stað- gengilslaun. Þetta er alrangt vegna þess, að staðgengilslaun greiðast hinum veika, þótt fækki í áhöfn um hann og enginn staðgengill komi í staðinn fyrir hann, eins og allir eiga að vita, sbr. áður nefnt umburðarbréf L.Í.Ú. og t.d 1.03 gr. í kjarasamningi vélstjóra, „Útreikningur hlutar í veikindaforföllum“. Um þetta hefur hingað til aldrei verið ágreiningur milli hagsmunaaðila. Þá segir það sig líka sjálft og öllum ætti að vera ljóst, að útgerðin losar sig ekki undan skyldu til greiðslu veikinda- launa með því einu að láta engan taka við stöðu hins óvinnufæra meðan hann er óvinnufær. Heldur ekki, þótt útgerðin réði tvær áhafnir á skip, þar sem skip- verjar annarrar áhafnarinnar teljast tæp- lega vera staðgenglar hinnar, sem þýddi þá væntanlega, að sú útgerð þyrfti aldrei að borga svonefnd staðgengilslaun vegna óvinnufærni skipverja. Staðreyndin er sú, að í öllum tilvikum óvinnufærni þarf út- gerðin að borga viðbótarhlut eftir stöðu hins óvinnufæra, staðgengilslaun. Skiptir alls engu, hvort heldur einhver kemur í stað hins óvinnufæra eða sá sem það gerir er utanaðkomandi ráðinn í afleys- ingatúr eða sá skipsfélagi hans, sem er með honum í innbyrðisgreiðslumiðlun, sem bætir við sig túr, eins og var í tilviki skipverjans á Snorra Sturlusyni VE. Greiðsluskylda útgerðarinnar er algild í öllum tilvikum að óbreyttum lögum og dómum Hæstaréttar. Eftir að hafa ákvarðað að forsenda staðgengilslauna sé, að einhver komi í stað hins óvinnufæra, þá býr Hæstirétt- ur sér það til, að hinn óvinnufæri mat- sveinn hafi verið ráðinn í annan hvern túr, hálft starf og þar af leiðandi væri hinn matsveinninn ekki staðgengill hans í forföllum. Af því leiðir að útgerðin þarf ekki að greiða honum nein staðgengils- laun, nema það gerist að utanaðkomandi afleysingamaður sé ráðinn sérstaklega vegna forfallanna. Er Hæstiréttur með þessu að segja að ráði maður sig í fast- ákveðin frí á móti öðrum ákveðnum aðila (t.d innbyrðisgreiðslumiðlun), þá eigi maður ekki rétt á staðgengilslaunum vegna óvinnufærni þá túra, sem maður hefði ekki sjálfur gegnt heill heilsu, nema afleysingamaður sé ráðinn. Innbyrðisgreiðslumiðlun Framkvæmdin hefur verið sú varð- andi skipverja, sem starfa í innbyrðis- greiðslumiðlun, að einu veikindalaunin sem hinn óvinnufæri hefur fengið er að venju helmingurinn af aflahlut félaga „Með því að vísa í þennan dóm er Hæstiréttur þarna ranglega að búa sér til þá forsendu, að skilyrði greiðslu veikindalauna sé, að staðgengill komi í staðinn fyrir hinn óvinnufæra, sem er algerlega andstætt fyrri dómum Hæstaréttar.“ Mynd: Brian Lønberg/2008

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.