Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Qupperneq 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur
H ann fæddist fullorðinn, sagði Sig-
ríður Ögmundsdóttir um son sinn
Grím Karlsson sem leit fyrst dags-
ins ljós á Siglufirði hinn 30. september
1935. Þetta var ekki alveg út í hött. Að
minnsta kosti var hann bráðger svo af
bar, vinnufús, handlaginn og gjör-
hugull. Athugulum barnsaugum
fylgdist hann með bátunum fara og
koma og þekkti þá brátt flesta á
hljóðinu einu. Fjölskyldan bjó hátt
í Hvanneyrarhlíðinni við Siglufjörð
– í samnefndu húsi – þaðan sem
strákpjakkurinn gat fylgst með öllu
lífi á firðinum.
Og Grímur var ekki gamall þegar
hann tók að róa og færa björg í bú.
Faðir hans, Karl Grímur Dúason,
hafði komið að máli við norska
síldveiðisjómenn og keypt af þeim
lítinn árabát sem strákurinn fékk.
Fjórtán ára gamall réði Grímur sig
til móðurbræðra sinna sem áttu bát-
inn Vögg GK 204. Aðeins tveimur
árum síðar tók hann við skipstjórn á
hinnum 20 tonna Mars GK 374 sem
þeir áttu saman Karl Grímur og syn-
ir hans, Dúi og Grímur. Sextán ára
og skipstjóri. Til þess þurfti undan-
þágu frá valdhöfum.
Bjargaði þrívegis
mannslífum
Grímur Karlsson ætlaði sér þó aldrei
að ganga lífsveginn á undanþágu.
Slíkt var ekki að hans skapi. Hann
fór í Sjómannaskólann og náði sér í
30 tonna réttindi og 1956 í Stýri-
mannaskólann og tók skipstjórnar-
réttindin. Eftir það varð ekki aftur
snúið enda snemma ljóst að Grímur
yrði ekki landkrabbi.
Eftir áratugi á sjónum var það
loks hjartað sem hrakti Grím skip-
stjóra úr brúnni. Þetta var árið 1980.
Hann hélt þó áfram að fara einn og einn
afleysingatúr og hljóp undir bagga á ver-
tíðum þegar þurfti en 1984 sagði Grímur
- eða öllu heldur hjartað – nú er komið
nóg, sjómennsku minni er lokið.
Það er ekki ofsögum sagt að það var
mikið lán yfir skipstjóranum Grími
Karlssyni. Hann aflaði vel, missti aldrei
mann fyrir borð og þrívegis varð áhöfn
hans þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga
mannslífum. Árið 1959 var Grímur með
Heimi KE 77 þegar gerði vestan-
storm. Nálægt þeim var nótabátur af
Fram AK og skipti engum togum að
bátnum hvolfdi og tveir menn fóru í
sjóinn. Öðrum var bjargað um borð í
Fram. Hinum náðu karlarnir á
Heimi. Í apríl veðrinu mikla 1963
kom Grímur heldur betur við sögu
og enn þegar hann var skipstjóri á
Bergvík KE 55 en þá tókst honum
og áhöfn hans að bjarga barni sem
hafði fallið í Keflavíkurhöfn. Stöldr-
um ögn við apríl 1963.
Súlan EA ferst
„Hann er einhleypur maður, en býr
hjá foreldrum sínum í Njarðvíkum“,
hljóðaði lýsingin sem Alþýðublaðið
gaf í apríl 1963 á skipstjóranum á
Sigurkarfa GK 480. Kvöldið áður –
hinn 10. apríl – hafði skipið flutt að
landi óvenju verðmætan farm. Skip-
stjórinn var Grímur Karlsson. Blaða-
maður ræddi við Grím um hinn vo-
veiflega atburð þegar Súlan, hið
sögufræga aflaskip frá Akureyri.
fórst:
„Við vorum á leið til Reykjavíkur
með 400 tunnur af síld, sem við
höfðum fengið út af Vestmannaeyj-
um. Við höfðum farið frekar seint út
og vorum þess vegna of seinir á mið-
in til að fá góðan afla, þar sem tölu-
verð bræla var komin þar um hádeg-
isbilið.
Fengu flestir hinna bátanna góð-
an afla, þar á meðal Súlan, sem lagði
á stað til hafnar í Reykjavík með afla
sinn nokkru á undan okkur.
Jón Hjaltason
Hvernig geturðu
smíðað með svona
stórar hendur?
– Grímur Karlsson 30. september 1935 – 7. júní 2017 –
Grímur Karlsson andaðist 7. júní síðastliðinn. Hann fæddist á
Siglufirði 1935. Fimmtán árum síðar, eða 1950, gerði mikið
atvinnuleysi á Siglufirði og fluttist þá fjölskyldan til Njarðvík-
ur og þar bjó Grímur upp frá því