Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Síða 20
Í slenskum farmönnum er eiginlega
blætt út. Þá meina ég sem stétt.
Hverjum er um að kenna hvorki get
ég eða vil dæma um. En eitt er víst,
hverjum sem það er að kenna þá er
virkilega illa komið fyrir þessari stétt.
Þeirri stétt sem sigldi einhverjum
fallegustu skipum sem prýddu höfin
á þeim tíma. Þeirri stétt sem ekki síður
flutti björg í bú Íslendinga, en fiski-
mennirnir, með fullri virðingu fyrir
þeim.
Starf farmannsins misskilið
Mér hefur oft fundist að farmenn fengju
ekki þann sess í sögunni sem þeim ber.
Ég minnist þess að við fiskimenn töluð-
um stundum um „tuskubelli“ (þið fyrir-
gefið orðbragðið), innfjarðarsjóara og
svo framvegis. En farmennska krafðist
ekki síður mikillar sjómennsku en fiski-
mennska. Allra versta ísing sem ég lenti í
var til dæmis um borð í farskipi. Mátt-
arvöldin greina ekki farmenn frá fiski-
mönnum. Þessi misskilningur stafaði ef
til vill af því að farmenn sáust helst við
að þvo og mála í höfnum, stundum
hangandi í stillönsum einhvers staðar á
skipinu. Þetta var misskilningur af sama
toga og sagt var að við togarakallarnir
værum alltaf fullir því að margir af okk-
ur sáust ekki öðruvísi. Fólk sá ekki til
okkar á sjó. Eins sá fólk ekki til far-
manna að koma böndum á farm sem
losnað hafði eða moka til í lestum og
kolaboxum þegar á þurfti að halda.
Misskilningur er oft út af vankunn-
áttu um staðreyndir. Það gæti líka hafa
örlað á einhverskonar öfund. Það fengu
færri en vildu pláss á þessum skipum. Ég
komst nokkrum sinnum í farmannspláss
en komst fljótlega að raun um að við
félagarnir, ég og „Bakkus“ áttum þangað
lítið erindi.
En maður verður hugsi yfir framtíð
íslenskra siglinga Hvar endar þetta? Ný
og fullkomin skip fást ekki mönnuð
Íslendingum. Það getur varla verið langt
í að útlendir hafnsögumenn verði ráðnir
við hafnir landsins. Þó veit ég um eitt
dæmi þar sem ekki skipstjórnarlærður
hafnsögumaður sinnti því starfi og með
svo miklum sóma að frægt varð út um
heim. Þá meina ég hinn mikla atorku-
mann Jón Sigurðsson, kenndan við
Látra í Vestmannaeyjum.
Hinir glæstu tvíburar
Ég skrifaði einu sinni um Reykjavíkur-
höfn í kring um 1953. Og lífið við hana
og talaði um að hugur margs ungs
manns hefði mögulega beinst að sjó-
mennsku við að koma þangað. Kannski
við að veiða kola við Verðbúðar- eða
Loftsbryggju. Hvar sjá unglingar nútím-
ans eitthvað í líkingu við það sem við
sáum. Hvergi. Bryggjur, sem allavega
flutningaskip liggja við, eru lokaðar al-
menningi út ef einhverri hryðuverka-
hræðslu lands sem fremur flest hryðju-
verkin sjálft. En ekki út í þá sálma.
En gullaldarskeið íslenskrar far-
mennsku var ekki runnið upp 1953. Það
áttu glæsileg stór og falleg íslensk farskip
eftir að prýða þessa höfn. Skip eins og
„tvíburarnir“, Selfoss og Brúarfoss, sem
komu 1958 og 1960. Skip sem að mínu
mati eru fallegustu farskip sem prýtt hafa
úthöfin. Ef mig brestur ekki minnið þá
var Esja 4 byggð 1983 fyrir Íslendinga,
svo Brúarfoss V sem byggður var 1996.
Þrettán árum seinna.
Svo líða 18 ár þá er það Lagarfoss VII
2014. Að mínu minni er það síðasta
íslenska (ef svo mætti kalla með íslensk-
an fána sem gestafána) sem hefur verið
hefur hleypt af stokkunum Ég vil meina
að Brúarfoss V sé síðasta flutninga-
skipið sem hleypt var af stokkunum með
íslenska fánann í skut. Sem sagt 21 ár
síðan. Ég tel ekki ferjurnar Baldur og
Herjólf eða hafrannsóknaskip. Eða eld-
gamalt dýpkunarskip sem sett var undir
íslenskan fána fyrir nokkrum árum.
Kannski er mér að yfirsjást einhver skip.
Ekkert gert!
Ég tel fánamálið gersamlega tapað. Mikið
mega forráðamenn skipafélaganna og
stjórnvöld þessa lands nú til margra
ára skammast sín fyrir það. Þetta er Ís-
land í dag. Hér á árum árum áttu sumir
ráðamenn stóra drauma, allavega á Sjó-
mannadag um að gera Ísland að stórveldi
í siglingum. Já, það er sælt að láta sig
dreyma en sú von hefur nú misst vængi.
Ekkert hefur verið gert til hagræðis ís-
lenskri farmennsku að mínu viti.
Í þjóðvísu frá Álandseyjum segir
meðal annars, „vem kan ro utan årar.“
Já, hver getur róið án ára. Íslensk stjórn-
völd hafa ekki vilja í dag til að leggja til
árarnar. Því miður.
Ráðamönnum er oft tíðrætt um sjálf-
stæðið og siglingarnar á hátíðardegi sjó-
manna. Um hve þarft það sé sjálfstæðri
eyþjóð að sjá um sínar siglingar. En þeir
láta farmannastéttinni blæða út hægt og
bítandi. Þá er eins og blóðið sé frosið í
þeirra eigin æðum. Það er aldrei of seint
í rassinn gripið að reyna að hvetja menn
til dáða. Ég hvet íslenska sjómenn, hvaða
flokki sjómennsku þeir standa til, að
standa vörð um íslenskar siglingar
hverju nafni þær nefnast. Látið ekki
gamlan ríg standa í vegi fyrir því.
Hvassafell við Torfunefsbryggju á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri
Ís lensk farmennska
á hverfanda hvel i
Ólafur Ragnarsson
20 – Sjómannablaðið Víkingur