Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Page 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45 skipafélaginu þar sem fjögur þeirra eru einnig af Pegusus gerð en þau eru MSC Eloane, MSC Mirjam, MSC Rifaya og MSC Leanne. Tíunda stærsta gámaskipið er svo MSC Jade en það skip getur flutt 19224 TEU. Einkavæðing heldur áfram Í byrjun ágúst hófu rússnesk stjórnvöld viðræður við fjárfesta í Asíu um einka- væðingu á ríkisskipafélaginu Sovcomflot. Skipafélagið samanstendur af 149 skip- um upp á 13,123,594 tonn og er það jafnframt það stærsta þar í landi. Nýtt bann Það hefur ekki farið framhjá mörgum vaxandi vinsældir væpunnar eða rafsíga- rettunnar hér á landi en mikil umræða hefur verið um ágæti hennar. Í banda- ríska sjóhernum segja menn einfaldlega að menn geti kallað þær hvað sem er bara ekki koma með þær um borð í nokkurt herskip, kafbát eða flugvél bandaríska flotans. Þetta var tilkynnt að hverskonar rafrænar sígarettur væru bannaðar með öllu og væri það óháð starfi eða stöðu innan flotans. Ástæða bannsins er sprengjuhætta sem stafar frá rafhlöðum í rettunum. Þetta bann næði einnig til borgaralegra sjómanna, starfs- manna og gesta. Reglurnar voru settar í kjölfar fjölda slysa þar sem rafhlöðurnar höfðu ofhitnað og hefur fjöldi sjóliða orðið fyrir alvarlegum slysum af þeim sökum, að ótöldum fyrsta og annars- stigs bruna í andliti. Sjóliðar sem vinna í landi mega þó áfram nota rafsí- garettur en þá á sérstökum reykingar- svæðum. Stöðvuðu för Í apríl síðastliðnum þurfti stjórnstöð danska sjóhersins, í samvinnu við lög- reglu, að stöðva kaupskip á leið í gegn- um Eyrarsund. Ástæðan var sú að megin þorri áhafnarinnar að skipstjóra með- töldum voru drukknir. Eftir að skipið hafði verið í talstöðvarsambandi við land mátti greina að þeir skipverjar sem rætt var við voru undir áhrifum, vægt til orða tekið, enda dröfuðu þeir illilega í sam- tölunum. Lögreglan var fengin til að fara um borð í skipið og kallaði hún þegar í stað á aðstoð læknis til að taka blóðpruf- ur af skipverjunum. Skipið, Wilson Bergen, fékk að halda för áfram sólar- hring síðar eftir að læknirinn hafði geng- ið úr skugga um að allir skipverjar skips- ins væru orðnir edrú. Reiði í Álaborg Mikill titringur er nú hjá hafnaryfirvöld- um í Álaborgarhöfn eftir að Royal Arctic Line (RAL) tilkynnti að þeir ætluðu að færa starfsemi sína yfir til Árósa árið 2019 en útgerðin hefur hafið samstarf með Eimskip. Það er einmitt þegar nýju skipin fara að verða tilbúin sem verið er að byggja fyrir þessar tvær útgerðir. Samningur RAL er um að útgerðin hafi starfsemi sýna í Álaborg alla vega til ársins 2022 og hafa hafnaryfirvöld sagt að þessi breyting eigi eftir að kosta út- gerðina ekki undir 200 milljónum Dkr. Samningur útgerðarinnar og hafnaryfir- valda var gerður árið 2010 og fól í sér verulegar fjárfestingar fyrir Álaborgar- höfn sem reisti vöruhús auk þess að stækka gámahöfnina. Fjárfesting sem kostaði hundruð milljóna og nú sjá þeir fram á að endurgjaldstímabilið verði stytt um 3-4 ár. Því má búast við vaxandi hörku í málinu nema ef vera skyldi að samningar takist um aðra lausn. Skipað til hafnar Það er víða sem vandræði hafa skapast sökum ölvunar um borð í skipum. Flutningaskipið SALIX var nýlega skipað að halda til hafnar í Bozcaada á Marm- arahafi undir stjórn yfirstýrimanns skips- ins og bíða þar. Ástæðan var sú að skip- stjóri skipsins var í sambandi við vakt- stöð siglinga þar í landi og hellti úr skálum reiði sinnar um Erdogan forseta landsins en það sættu vaktmennirnir sig ekki við. Höfðu þeir þegar samband við strandgæsluna sem fyrirskipaði að siglt skyldi til hafnar. Skipt var um skipstjóra á skipinu þegar til hafnar kom en skip- stjórinn var tyrkneskur. Skipið var á leið frá Berdyansk í Úkraníu á leið til Mersin í Tyrklandi og var að fara í gegnum Dardanellasundið þegar skipstjórinn lét Erdogan heyra það. Átök milli skipverja Hnífaárás átti sér stað um borð í skipinu Leah sem statt var í Atlantshafinu norður af Skotlandi í byrjun maí. Deilur komu upp á milli tveggja skipverja sem enduðu með því að 32 ára Rússi var stunginn tvisvar sinnum. Var hann sóttur af þyrlu sem fór með hann á sjúkrahús í Storn- oway. Leah var á leið frá Rotterdam til Straumsvíkur og tóku hollenskir lög- reglumenn á móti skipinu en þeir fóru með rannsókn málsins. Leah hefur verið í áætlunarsiglingum til Straumsvíkur frá Rotterdam til nokkurra ára en skipið siglir undir hollenskum fána. Kyrrsetning Yfirvöld í Sómalíu kyrrsettu nýlega gámaskipið MSC Alice eftir að skipið hafði dregið akkeri á legu fyrir utan höfnina í Mogadishu. Það er ekki svo að skip megi ekki draga akkeri heldur eru grunsemdir um að akkeri skipsins hafi slitið mjög mikilvægan streng sem lá neðansjávar. Þann 24. júní sl. rofnaði allt internet samband við landið og beindust augu yfirvalda strax að gámaskipinu. Sérfræðingar útgerðarinnar fóru þegar á staðinn til að skoða, ásamt sérfræðingum landsins, hvort mögulegt væri að skipið hefði valdið þessum skemmdum. Áætlað er að tjónið geti numið um 10 milljón- um dollara á dag í töpuðum viðskiptum meðan landið er netlaust en búist var við að viðgerð myndi ljúka á vikutíma. Lokadagar Costa Concordia Niðurrif og endurvinnslu á óheillafleyt- unni Costa Concordia er loksins lokið á Ítalíu sem setur endapunktinn á það sem talið er stærsta björgunarstarf siglinga- sögunnar. Þeir aðilar sem önnuðust niðurrif skipsins tilkynntu um miðjan MSC Alice er talið hafa svipt Sómalíu netsambandi í heila viku.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.