Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Síða 47
Þ róunarverkefni Hampiðjunnar og HB Granda hafa leitt
af sér nýja trollhönnun, þar sem unnið var út frá því
að fá sem mesta trollbreidd með sömu eða minni tog-
mótstöðu.
HAMPIÐJAN WIDE var hannað af Vernharði Hafliðasyni
netagerðarmeistara og Einari Skaftasyni veiðarfærahönnuði hjá
Hampiðjunni. Yfir- og undirvængir eru skornir með fjórum
mismunandi skurðum sem gefur bogalögun á vængina í kring-
um rokkhopperlengjuna. Við það opnast möskvarnir mun betur
og falla vel að T90 möskvum í aftari belgbyrðunum og auka
þar með breidd í trollið. Þrátt fyrir þessa nýja hönnun er breið-
trollið einnig hugsað sem notendavænt í notkun.
Megnið af trollefninu er úr grænu venjulegu Magnet neti,
þar á meðal er fyrsta spólan í belgnum en þar fyrir aftan tekur
við T90 þvernet. Reynslan af T90 neti hefur leitt í ljós að það
hentar ekki öllum, sérstaklega í viðhaldi og viðgerðum en að
öðru leyti frábært til að minnka viðnám og auka útflæði úr
trollinu.
5 stærðir
Hampiðjan býður upp á fimm stærðir í HAMPIÐJAN WIDE.
Það stærsta er með 125 metra strekkt ummál. Við prófuðum
67 metra trollstærðina í tilraunatanknum í Hirsthals í fyrravetur
sem er minnsta trollstærðin og hentar vel fyrir skip með 20 til
30 tonna toggetu. Skipstjórar á Höfrungi III, frystitogara HB
Granda, voru fyrstir til að taka hið nýja 94 metra troll í notkun
um síðustu áramót. Það mælist með 6 metra höfuðlínuhæð á
3,5 mílna toghraða og við gerum ráð fyrir að 125 metra trollið
nái að minnsta kosti 7 metra höfuðlínuhæð á sama toghraða.
Samkvæmt mælingum á Höfrungi III eru þeir að fá um 20%
meiri breidd á þverveginn „en þeir hafa séð áður á svipuðum
trollgerðum áður, “ segir Einar Skaftason.
Með því að nota T90 þvernet í belgnum hefur tekist að
minnka verulega efnismagnið sem þar af leiðandi léttir troll-
dráttinn til mikilla muna á togi. Haraldur Árnason og Arnar
Haukur Ævarsson, skipstjórar á Höfrungi III, hafa eins og áður
sagði notað HAMPIÐJAN WIDE frá ársbyrjun „og eru mjög
ánægðir með þær niðurstöður sem þeir fengið,“ sagði Einar.
„Þeir hafa hingað til notað Hemmer trollið og segja að
HAMPIÐJAN WIDE sé með svipað átak á togvírum, þrátt fyrir
að þetta sé töluvert stærra troll sem þeir eru að draga með
sömu Thyborön hlerunum,“ sagði hann og bætti við að nýja
Engey muni einnig byrja með HAMPIÐJAN WIDE þegar þegar
hún fer til veiða.
„Niðurstöður hingað til hafa verið mjög uppörvandi,“ sagði
hann og bætti við að trollið hafi verið hannað fyrir botnfisk-
tegundir sem veiðast á Íslandsmiðum en gæti einnig hentað
ýmsum öðrum tegundum.
Nýja breiðtrol l ið
HAMPIÐJAN WIDE
frá Hampiðjunni
Sjómannablaðið Víkingur – 47