Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Side 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
Stýri, hugsanavilla
Kristján S. Guðmundsson skrifar: „Það
er ekki skemmtilegt að gera athugasemd-
ir. En sem Íslendingur hef ég mikinn
áhuga á íslenskri tungu.
Í síðasta tölublaði Víkings er leiðinleg
enskusletta sem læðst hefur í grein sem
hefst á bls. 4. auk þess má gera athuga-
semd við fyrirsögnina, „Stýrið af Ingólfi
er fundið“.
Þessi fyrirsögn orkar tvímælis ef ekki
beint hugsanavilla því ekki er átt við
stýri skipsins heldur stýrishjólið sem
sumir kalla „ratt“. Yfirleitt er stýri skips
á nútíma skipi skutstýri nema þar sem
nýjustu tækni er beitt og stýrt með
sjóstraumi sem myndaður er með dæl-
um.
Alvarlegri athugasemd er við sömu
grein á blaðsíðu 10 þar sem stendur,
„Ankerið af Ingólfi Arnarsyni“. Þetta
ankeri (vínkútur) getur verið að hafi
verið til um borð í skipinu en getur
enganveginn verið það sem myndin er
af á sömu blaðsíðu. Er það slæmt þegar
stuðlað er að afbökun á íslenskri tungu
með birtingu slíkrar enskuslettu í ís-
lensku máli.
Orðið ANKER merkir á íslensku vín-
kútur (lítil tunna 1/4 eða 1/8 úr tunnu).
Með bestu kveðjum og þökk fyrir 2.
tbl. Víkings 2017.“
*
Ritstjóri vor reyndi að klóra í bakk-
ann. Hann viðurkenndi þó algera fáfræði
sína varðandi stýrið en benti á að í orða-
bókum eru hugtökin ankeri og akkeri
sögð sömu merkingar.
*
Kristján svaraði um hæl og þá fyrst
spurningu ritstjóra um hvers konar
akkeri væri á myndinni: „Varðandi
akkerið sem myndin er af þá er þar um
að ræða svokallað stokkakkeri sem er
forveri nútíma akkeris sem kallað hefur
verið á ljótu mál „patentakkeri“. Þetta
stokkakkeri úr Ingólfi Arnarsyni var
varaakkeri ef hin akkerin slitnuðu frá við
notkun. Var skylda að hafa slíkt vara
akkeri þótt þyngd þeirra væri slík að erf-
iðleikar urðu við að koma þeim útbyrðis
með handafli en talið öryggisatriði. Hlut-
verk akkeris var að hægt væri að festa
skip við sjávarbotn með akkeri og akker-
isfesti þannig að skipið færi ekki lengra
frá botnfestu akkeris en lengd akkeris-
festar leyfði.
Því miður hefur rithátturinn anker
náð inn í málið vegna hljóðvillu hjá
sumum. Enskuslettan „anchor“ – anker
á íslensku – er vegna hljóðvillu. Ég vísa
bara á frábæran íslenskufræðing, kennara
við Stýrimannaskólann í Reykjavík,
Helga J. Halldórsson, og þættina hans
um íslenskt sjómannamál.
Það er svipað með þessa afbökun á
málinu og hljóðvillan sem fram kemur í
orðunum „smule“ og „spule“ sem bæði
eiga uppruna sinn í dönsku og eru marg-
ar slæmar afbakanir til um þau orð. Ann-
að orðið „smule“ merkir að smygla en
hitt orðið „spule“ merkir að þvo sér-
staklega þilför (yfirbyggingu skips) og
lestarrými með rennandi sjó og kústum.
Þú vitnar í Árnastofnun varðandi
skýringar. Málið er það að allt bull í ís-
lensku sem komið er inn í orðabækur er
vegna þess að fræðingarnir hafa atvinnu
við að skoða þróun málsins. Því taka
þeir allt bull upp og segja það þróun
málsins en á sama tíma telja þeir sig vera
að kenna íslensku og fella börn á ís-
lenskuprófi fyrir mistök og hljóðvillu
sem þeir samþykkja síðan þegar þeir
telja að um þróun málsins sé að ræða.
Þættir Helga J. H. um íslensku eru
mjög fróðlegir og taka á svona hljóðvillt-
um íslenskufræðingum Árnastofnunar.“
Á Siglufirði – eða hvað?
Ýmsir hafa orðið til að gera athugasemd-
ir við stórkostlega ljósmynd er birtist á
síðu 34. í síðasta tölublaði Víkings. Þar
stóð í myndatexta að myndin sýndi
verkafólk í síldarvinnu á Siglufirði. Til
dæmis skrifaði Jón Páll á Ísafirði: Ég hefi
verið að rýna í mynd í seinasta Víkingi
með yfirskriftinni: Síld á Siglufirði. Mér
finnst heldur ólíklegt, að þessi mynd sé
frá Siglufirði. Engar tunnur eru sjáan-
legar, svo að það er áreiðanlega ekki ver-
ið að salta síld.
Árið 1936 voru starfandi karfaverk-
smiðjur á Patreksfirði og Sólbakka við
Flateyri. Karfinn var bræddur og fram-
leitt karfamjöl og lýsi, sem mun hafa ver-
ið selt til Þýzkalands. Áður en karfinn
var bræddur var hann skorinn og lifrin
unnin sérstaklega. Þetta var mikil vinna,
sem krafðist mikils mannafla og skapaði
mikla vinnu fyrir fátæka námsmenn og
varð þess valdandi, að ótrúlegur fjöldi
ungmenna frá Önundarfirði fór til náms
í M.A. á þessum árum. Meðal þeirra sem
unnu á Sólbakka var Steinn Steinarr.
Getur ekki verið að myndin sé tekin
af karfaskurði á Patreksfirði eða Sól-
bakka? Þú kannar málið.“
Hið títtnefnda stokkakkeri. Mynd: Jón Hjaltason
Karfavinnsla á Sólbakka við Önundarfjörð. Mynd: Jón og Vigfús. Minjasafnið á Akureyri