Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 8
8 - Sjómannablaðið Víkingur
Súganda í þessu veðri radarlaus og spurði
hvort við gætum leiðbeint honum þangað
inn. Ég sagði honum strax að ég treysti
mér ekki til þess en skyldi reyna að lóðsa
hann inná Önundarfjörð sem hann þáði
með þökkum. Akkeri var létt í skyndi og
haldið út. Gyro kompás var ekki í Maríu
Júlíu og miðanir voru framkvæmdar
þannig að þegar miðun tókst á radar eða
miðunarstöð var kallað NÚ til mannsins
við stýrið er las þá stefnuna af stýrikomp-
ásnum. Hornið um bakborð eða stjórn-
borð var svo heimfært uppá stefnuna.
Þegar við vorum komnir á stefnuna
út fjörðinn byrjuðum við strax að miða
þá á „radiomiðunarstöðina“ og fljótlega
þóttumst við þá nokkuð vissir um að
þeir voru þá ca. NV af Sauðanesinu og
gáfum þeim fyrstu stefnu inn fjörðinn
og gerðum ráð fyrir 25 gráðum í drift.
Radarar voru á þessum tíma mjög ófull-
komnir miðað við slík tæki í dag og
að mér setti nokkurn ugg hvort okkur
myndi takast að sjá þá í radarnum okkar
við þessar aðstæður, haugasjór, stormur
og mikil snjókoma. Til þess að hægt sé að
sjá endurvarp frá bát við þessar aðstæður
þurfa nokkur atriði að smella saman. Þau
helstu eru að: a) sendigeislinn geti hitt
bátinn (fari ekki upp í loftið eða niður
vegna veltings), b) báturinn sé ofarlega
í öldu (í sjónmáli radars) þegar geislinn
fer yfir stað bátsins og c) báturinn halli
ekki mikið þegar geislinn hittir hann. Ég
ákvað því að að reyna að halda snúnings-
fleti radarloftnetsins eins mikið láréttum
og mögulegt væri með því að sigla fram
og aftur (upp í og undan öldunni er lagði
inn fjörðinn) á hægustu ferð, nokkru
innan við Sauðanesið. Þannig taldi ég
mestar líkur á að ná þeim á radarinn því
mér hugnaðist ekki að treysta eingöngu á
miðunarstöðina.
Hér fylgja þær miðanir sem bókaðar
voru: kl 2230 mv. 343° , kl 2255 mv.
325°,
Kl 2310 mv. 315°, kl 2320 mv. 311°og
kl 2350 mv. 316°.
Hvar er bryggjan?
Og viti menn. Eftir heila eilífð að mér
fannst – um kl 2300 held ég - sást lít-
ill punktur innan um endurvörpin frá
brotsjóunum sem sást svo aftur – og
aftur – nei og aftur og við gátum gefið
þeim nýja stefnu inn fjörðinn. Við vorum
þá 3,6 sml utan við Flateyri, 1 sml frá N-
strönd fjarðarins og F.G. var 3,2 sml utan
við okkur. (Þeir voru á hægustu ferð og
mig minnir að við höfum dregið 20° frá
stefnunni til viðbótar fyrir drift sem þá
var orðin 45°. Þegar þeir breyttu stefn-
unni inn fjörðinn snerist endurvarps-
flötur bátsins og hann sást mun verr. Já,
ég missti hann alveg út af radarnum um
stund og það hvarflaði að mér að eitthvert
brotið hefði gleypt hann, en þeir svöruðu
strax kalli frá okkur).
Ég lét þá sigla norðan við miðjan fjörð
til að hafa meiri tíma til viðbragða ef vélin
bilaði hjá þeim. Við misstum þá alltaf út
af radarnum á snúningnum og eftir einn
snúninginn út um þegar þeir voru komn-
ir inn á móts við Sauðanesgrynningar,
fann ég þá ekki þar sem þeir áttu að vera.
Ég spurði þá hvort þeir hefðu nokkuð
breytt um stefnu eða ferð. Skipstjórinn
sagðist vera á sömu stefnu en hafa farið
að keyra meira þegar sléttaði sjóinn. Þá
sá ég bátinn sem var þá kominn all nærri
landi rétt innan við Sauðanesið, bað þá
beygja hart í stjór og gaf þeim nýja stefnu
inn fjörðinn.
Við fylgdumst svo með þeim í rad-
arnum og biðum eftir þeim rétt utan við
Flateyrar-oddann. Þar var logn en mikil
snjókoma. Ég leiðbeindi honum að skutn-
um svo hann sá skutljósið okkar og svo
héldum við á hægustu ferð að bryggju. Ég
lagði svo bakborðsbóg að bryggjukant-
inum rétt innan við ytra bryggjuhornið og
beið svo eftir að Friðbert Guðmundson
kæmi fram með stjórnborðssíðunni og
að bryggju. En það dróst. Ég sá ljósið í
frammastrinu hjá honum og stefnið um
2-3m frá skut Maríu Júlíu þar sem hann
var stopp og spurði því í talstöðinni hvort
hann ætlaði ekki upp að bryggjunni.
„Jú, jú,“ sagði skipstjórinn, „en hvar er
hún?“
Hann hefur í stýrishúsinu ekki verið
meira en 50-55 m frá ysta bryggjuljós-
inu en sá það ekki. Svona þétt var nú
snjókoman. Þetta var kl 0107 föstudaginn
langa 12. apríl 1963.
Við lögðumst svo aftur fyrir akkeri á
sama stað.
Spáin rættist ekki – sem betur fer
Áhlaup eins og þetta, sem var spáð í
hálf fimm veðrinu, verða þegar lægð vest-
an Grænlands leiðist allt í einu veran þar,
skeiðar yfir jökulinn og eflist verulega á
niður-leiðinni. Svona sinnaskiptum lægða
er mjög erfitt að spá. Ég minnist þess að
eitt sinn seinni part vetrar (1968 eða 9)
vorum við á v/s Þór búnir að vera marga
klukkutíma að mjakast í gegnum hafís frá
Óðinsboða á leið fyrir Horn. Vorum að
koma frá að flytja
séra Pétur Sigurgeirsson frá Dalvík
til Grímseyjar. Leikurinn hafði borist
eftir lænum upp undir land austur af
Hornbjargsvita og sóttst seint. Oft þurfti
að stjaka við jökum. Ljóskastara var ekki
hægt að nota vegna ísþoku og lænur sem
sáust í radarnum reyndust stundum bara
vera skuggar af ísröst eða ruðningi nær
okkur. Þarna var logn og ládautt, klukkan
að verða eitt eftir miðnætti og mér datt
í hug að kasta akkeri í blíðunni og bíða
birtu. Beið samt eftir spánni kl. eitt sem
ég gleymi ekki: „Gengur skyndilega í NA
ofsaveður með snjókomu.“
Akkerunum var auðvitað haldið inn-
anborðs og við mjökuðumst áfram og
vorum komnir út úr ísnum út af Horni
í sama logninu um kl. 0330. Ofsaveðrið
kom aldrei.
Mér fannst ólíklegt þá að Þór myndi
þola þá miklu pressu og þrýsting sem yrði
á síður hans ef við værum enn í ísnum
þegar óveðrið skylli á. Sú skoðun hefur
ekki breyst.
Ég spurði Borgþór Jónsson veðurfræð-
ing seinna af hverju hann hefði spáð
þessu ofsaveðri sem aldrei kom. Hann
sagði að fall loftvogar í Angmagsalik og
Scoresbysundi hefðu gefið svo ákveðnar
vísbendingar um að lægðin væri á leið
yfir jökulinn og að ef svo hefði orðið þá
hefði spáin kl. 0430 komið of seint.
Gúmmíbátur kemur að síðu Maríu Júlíu. Ljósmynd: Helgi Hallvarðsson