Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Page 9
Við vorum ennþá á Önundarfirði um hádegið á föstudaginn langa þegar Óðinn kom þar við á suð- urleið. Veður hafði þá gengið niður. Þórarinn heitinn Björnsson skipherra sagði að þeir hefðu lent í aftakaveðri með biskupinn á norður leið og hefðu orðið að berja af sé­r klaka í vari undir Látrabjargi því Óðinn hefði verið orðinn svagur. „Er biskupinn enn um borð hjá þé­r?“ spurði é­g. „Nei góði,“ sagði Þórarinn, „það var mikil Guðs blessun að losna við hann.“ Það var hjátrú margra á þessum árum að prestar um borð í skipum orsökuðu fárviðri. Í þessu páskahreti fórust 16 íslenskir sjómenn á svæðinu frá mynni Eyjafjarðar að Garðskaga.Um borð í Óðni III. Tryggvi Bjarnarson háseti á brúarvæng. Ljósmynd: Valdimar Jónsson Hé­r kemur svo lýsing Einars Guðnasonar skipstjóra á ferðinni frá Ísafirði í fyrrnefndu Páskahreti. Upptakan fór fram í ágúst 2007. Einar er fæddur 6. nóvember 1926. Vildi komast í páskafrí – en Botnsheiðin var ófær Aðdragandinn að þessari ferð okkar má segja að sé er ég var heima hjá mér að morgni Skírdags 1963. Þá kom til mín Ísfirðingur sem reri með mér þennan vetur og langaði til að vera heima hjá sér yfir Páskahátíðina, en við vorum komn- ir í páskafrí. Ég vildi nú gjarnan leyfa honum það og skutla honum norður, en Botnsheiðin var ófær eins og reyndar oft var á þessum árum. Veður var jú þannig að hann var nokkuð brælulegur og ég man að barómetið heima stóð mjög illa, eða 972 mm. Nú jæja, við fórum svo af stað til Ísafjarðar um tíuleytið um morguninn. Radarinn var í einhverju ólagi eins og oft var á þeim tíma og ég hugðist nota ferðina og reyna að fá einhverja hressingu fyrir hann hjá við- gerðarmanninum á Ísafirði. Hann kom strax um borð og var að snudda í honum fram eftir degi. Ég man ekki nákvæmlega hvað klukkan gæti hafa verið þegar við fórum frá Ísafirði, get ímyndað mér að það hafi verið á milli kl. 5 og 6. Mér er það minnisstætt líka að þegar við vorum á leið út djúpið þá mættum við varðskipi þarna undir Óshlíðinni, sem ég held að hafi verið Óðinn og ég vissi að varðskip var væntanlegt til Ísafjarðar með bisk- upinn því hann átti að fara að vígja kirkju inn í Súðavík. Svo held ég nú áfram út með land- inu eins og leið liggur og það var svona kafalds-hraglandi og bara tiltölulega hægur en þegar við vorum komnir svona útundir Bolunga-víkina þá er hann far- inn að leiða asskoti þykkan sjó inn og ég finn að það muni kominn haugasjór útifyrir. En hann var svona hæglátur og ég hafði landkenningu þarna út með, og radarinn líka þangað til vorum komnir út fyrir Deild og út á siglingaleið vestur með. En þá er nú bara eins og hendi veif- að að það er kominn svoleiðis þreifandi Í þreifandi byl Þórarinn Björnsson skipherra um borð í Óðni III 1966. Ljósmynd: Helgi Hallvarðsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.