Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Page 10
10 - Sjómannablaðið Víkingur
sorta bylur og öskrandi rok, og sjólagið
eftir því. Það var alveg foráttu brim.
Svo þegar við erum búnir að dóla þarna
vestur með landinu, ja við keyrðum nú
fulla ferð þarna fyrst þá fer ég að hugsa
að við gætum verið komnir nokkuð vest-
arlega, því það muni hafa gengið nokkuð
vel undan þessum ósköpum og ég var að
giska á að við myndum vera komnir á
móts við Galtarvitann að ég minnka við
ferðina og reyni að sjá eitthvað, en það
sást bara ekki nokkur skapaður hlutur,
það sást bara ekki út úr augunum í orð-
sins fyllstu merkingu og radarinn þá far-
inn út líka, svo ég hafði enga landkenn-
ingu. Og við þessar aðstæður var
alveg vonlaust að ætla sér að fara þarna
inn á fjörðinn, það var algjört glapræði,
því ef maður hitti ekki rétt á þá var það
bara beint í fjöruna því það sást ekki
neitt.
Helvítis loftnetið slitnaði
Við vorum ekki vel mannaðir, við
vorum þrír um borð, bróðir minn sem
Guðmundur hét, ég gat látið hann vera
við stýrið, hann var vanur sjómaður og
var búinn að vera skipstjóri og var ágæt-
is stjórnandi. En einn var alveg óvirkur
hann var bara í koju. Ég var svo að velta
fyrir mér hvað við gætum eiginlega gert,
var helst að hugsa um að setja út bauju,
og andæfa við hana en sá fljótt að það
væri vita vonlaust því það sást ekkert
og ég var farinn að velta fyrir mér hvern
fjandann við gætum eiginlega gert í stöð-
unni þegar Guðmundur stakk upp á að
kalla í varðskip, hvort það gæti verið
hérna einhversstaðar nálægt og þá vissi
ég náttúrlega að ég hafði mætt varðskipi
í Djúpinu og það hlaut að vera á Ísafirði.
En það var nú sama, ég kalla í varðskip
og fæ undireins svar. Og þá er það María
Júlía sem var þá inná Önundarfirði. Ég
spurði þá hvort þeir gætu leiðbeint okkur
til lands og skipherrann tók vel í það,
hann skyldi gera það sem hann gæti og
reyna að miða okkur inn og mér fannst
það bara ágætis lausn en mér fannst eftir
stefnunni sem hann gaf okkur þarna fyrst
að við hefðum verið komnir alveg á móts
við Sauðanesið og svo var farið að færa
sig nær landinu sem ekki gekk nú of vel
því það var ekki hægt að keyra nokk-
urn skapaðan hlut og við höfðum nóg
að gera við að verja bátinn áföllum og ég
var látinn vita hvað við áttum að stýra,
(loftskeytamaðurinn á varðskipinu) en
Guðmundur var við stýrið og gerði það
sem hann gat og gerði það vel að forða
vandræðum, en þá vill ekki betur til en
svo að ég sé að það sendir ekkert út hjá
mér. Þá hafði helvítis loftnetið slitnað. Og
ég var nú ágætlega kunnugur þarna upp á
þakinu á stýrishúsinu og mér fannst lík-
legt að það hefði slitnað við inntakið sem
reyndist svo rétt vera er ég hafði brotist
upp á þakið í þessum andskotans látum.
Og einhvern veginn æxlaðist það þannig
að ég náði í loftnetið og gat tengt það
aftur. Gat losað róna á inntakinu, komið
endanum undir og hert. Þegar ég var svo
búinn að klúðra þessu svona saman þá er
ég búinn að redda sambandinu við varð-
skipið og þá gat hann farið að miða mig
aftur. En hann sagði mér seinna að hann
hefði haft alltaf signalið frá okkur þó
hann hafi ekki heyrt í mér.
Lunningafullur af klaka
Svo erum við að dóla þarna inn og
djöfullinn hafi það, það sást ekki nokk-
ur skapaður hlutur og hörkufrost, það
var eins og frysi hver einasti dropi sem
kom inn á bátinn. Ég sá það í hendi mér
að hefðum við ekki fengið þessa aðstoð
við að komast þarna inn að þá var ekk-
ert annað að gera en að lensa, bara eins
rólega og maður gæti, halda bara undan
þessum ósköpum. En þá hefði ég þurft
að færa mig aftur frá landinu til að vera
nógu djúpt til að fara fyrir Barðann. En
allt gekk þetta vel fyrir sig og endaði með
því að skipherrann á varðskipinu sagði
mér að við værum komnir alveg til sín.
En það var alveg sama, ég sá ekki neitt,
og ég man nú ekki alveg hvort hann sagði
að það væru bara nokkrir metrar á milli
okkar, mig minnir það nú og þá fer ég
að grína og grína og þá loksins sé ég aft-
urljósið á varðskipinu en þá voru bara
2-3 metrar á milli. Og svona gátum við
elt þá innfyrir Flateyraroddann eins og
hundur í bandi. Og svo segir skipherrann
að hann sé kominn hérna að bryggjunni,
hvort ég sjái ekki ljósin á henni?
Neei, nei, ég sá ekki neitt og þá segir
hann: „Renndu hérna fram með stjórn-
borðs síðunni á okkur, ég ætla að legg-
jast fyrir akkeri útá.“
Og það stóð heima. Ég var kominn
á móts við bóginn á þeim þegar ég sá
bryggjuljósin. Og þá var náttúrlega hægur
vandi að komast það sem eftir var.
Og þá var ég svo heppinn að bróðir
minn sem bjó á Flateyri hafði haft fregn-
ir af því sem var að gerast og hann var
kominn þarna fram á bryggju til þess að
taka á móti okkur og hjálpa okkur að
binda, en það var vandamálið þá, það var
að ná endunum því báturinn var lunn-
ingafullur af klaka. Alveg hörmung að ná
upp endunum. En það tókst nú fyrir rest
og þar með var þetta búið.
Við fórum heim til bróður míns og
fengum þar góðar viðtökur. En kl 7 um
morguninn þá er bara komið allt annað
veður, frostlaust og svona einhver mygl-
ingur en alveg frostlaust og við beina leið
heim aftur.
Og mig langar að segja það að ég verð
áhöfninni á Maríu Júlíu ævinlega þakk-
látur og hef alltaf haft mikið álit á varð-
skipsmönnum okkar. Þetta eru hörkusjó-
menn sem kunna sitt fag og eru alls góðs
maklegir. Ég tek alltaf þeirra málstað ef
ég heyri á þá hallað.
Friðbert Guðmundsson við bryggju fyrir vestan.