Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Síða 14
14 - Sjómannablaðið Víkingur
elskusemi. Hann tók því ekki illa, skaut
inn eins atkvæðis orði á stangli, yfir-
bótavilji hans var auðfundinn. Ég bjóst við
að konan hefði brugðið sér fram einmitt
þegar ég kom inn og fór að svipast um
eftir henni en þó að hún væri nærstödd
sá ég hana hvergi. Var hún dvergur og í
hvarfi við manninn? Ég hallaði mér til
hliðar, kíkti undir stólinn hans en þar
var engin kona. Kraup hún bak við lágt
afgreiðsluborð innst í herberginu? Var hún
í öðru herbergi og talaði gegnum lúgu?
Töluðu þau við í innanhúskallkerfi? Ég
hvarflaði augum um allt herbergið, kann-
aði alla felustaði fullvaxinna jafnt sem
dverga, áður en rann upp fyrir mér að
þetta var tveggja manna tal flutt af einum.
Maðurinn hafði búið sér til konu til að tala
við, til að leiðbeina sér og hafa á sig betr-
Í fglda þegar hann var að pæla akurinn sinn árið
1975. Silkileiðin lá svo frá Xian vestur
eftir Kína, sunnanvert við múrinn mikla,
og þegar úlfaldalestirnar höfðu farið út
um Jaðihliðið í borginni Dunhuang tók
við eyðimörkin óttalega sem heitir Takla
Makan. Sumir kræktu suður fyrir hana,
aðrir norður fyrir undir hlíðum Tien
Shan, sem þýðir „himnesku fjöll“, en þeir
djörfustu fóru þvert yfir hana og voru
á sandi í meira en mánuð. Þeir voru þá
komnir í lönd Úigúra, sem er tyrknesk
þjóð, þar sem heitir Sinkíang og er vestasti
hluti Kína. Þá tóku við firnahá skörð og
vandrötuð yfir til landanna sem nú heita
Kýrgístan og Úzbekistan og eru fyrrver-
andi Sovétlýðveldi. Kaupmennirnir gistu
og hvíldust í sæluhúsum
sem voru byggð kringum
opinn garð; karavanserai
hétu þau eða han. Uppi
voru íveruherbergi, niðri
básar handa úlföldunum og
í garðinum var bænahús og
samkomustaður þar sem
langferðamennirnir skiptust
á vörum og sögðu tíðindi;
hvernig verð væru á mörk-
uðunum, hvar væru viðsjár,
hvar stigamenn. Silkileiðin
lá um borgirnar Samarkand
og Búkhara, vestur eyði-
merkurnar að ströndum
Kaspíahafs, eða sunnan við
það til Persíu. Og eftir ferð sem aldrei tók
minna en ár, barst loks varningurinn á
basarana miklu í Antíokkíu, Damaskus,
Bursa eða Istanbúl og hann var nógu
verðmætur til að borga allt erfiðið og
hættunar; pund af silki kostaði pund af
gulli. Núna var ég á þessari leið; ætlaði að
Kaspíahafinu 2007 og vorið 2008 austur
til Kína. Vonandi.
3.
Annan daginn á Svartahafsströndinni,
upp úr hádeginu renndi ég inn á afskekkta
bensínstöð. Ég lagði hjólið upp að veggn-
um á kytru þar sem seldar voru veitingar
og tók af mér hjálminn. Út úr húsinu
bárust hrókasamræður; karlrödd og áber-
andi mjóróma kvenrödd. Ég gekk inn og
tjaldaði þeirri tyrknesku sem ég kunni,
Merhaba, góðan daginn, og bað um te;
cay. Talið féll niður meðan miðaldra
afgreiðslumaðurinn, dökkleitu, þunn-
hærður, grannur, næstum horaður, hellti
teinu í glasið. Á undirskálinni var einn
sykurmoli. Í fyrra voru þeir ævinlega tveir,
stundum þrír. Lýðheilsuátak? Ég settist
yfir teið og fór að glugga í landakort en
maðurinn settist að hrísgrjónadiski sem
hann hafði verið að borða af og sneri í
mig baki. Þá hófst samtalið á ný og konan
setti á langar ræður í mildilegum útásetn-
ingartón. Það þurfti ekki að skilja orðin
til þess að skynja að hún var að leiðbeina
manninum og setja út á hann en af stakri
andi áhrif. Notalegur nöld-
urtónninn í konunni og art-
arlegt hnussið í manninum
bentu til að tilhugalífið væri
að baki, ástarbríminn hefði
nú þokað fyrir vana og vin-
áttu, þau hefðu búið saman
lengi, og yrðu saman til ævi-
loka. Hvað sagði ekki séra
Hallgrímur?
Huggun er manni mönn-
um að,
miskunn Guðs hefur svo
tilskikkað.
4.
Aftur rann hjólið eftir götunni með ein-
sleitar teplöntur á aðra hönd, flæðarmálið
á hina og landamæri Georgíu fram undan.
Vatnið var daufblátt og samlitt himninum
svo úti í fjarskanum rann vatn og loft
saman í eitt. Svartahafið stóð ekki undir
nafni þennan dag. En nöfn eru tilvist-
arsönnun og þurfa ekki endilega að vera
réttnefni. Baskar eiga málsháttinn „Það
sem á nafn, er til“, og það er engan veginn
nóg fyrir landslag að vera til í raunheimi.
Til þess að eignast stað í hugheimi, sem
er bæði mikilvægari og ábyggilegri, þarf
það að hafa heiti. Ekki endilega merkilegt
heiti, því Miðnes og Háabrekka duga alveg
eins vel og Feigðarboði eða Helgrindur,
en sé landslag á annað borð komið á skrá
undir nafni í hugheimi held-
ur það velli glettilega lengi,
og það eins þótt hin hægfara
sjálfseyðing náttúrunnar geri
út af við það. Steinboginn
við Barðsnes austur heldur
áfram að vera til í hugheimi
þótt hann hafi nýlega hrun-
ið í raunheimi og eins lifði
Karlinn norðan við Drangey
það af að hverfa í sjó fyrir
meira en tveimur öldum.
Svartahafið á sér ann-
ars langa og margbrotna
nafnsögu. Þegar Forn-Grikkir hófu að
sigla þangað á öðru árþúsundinu fyrir
Krist voru þeir komnir út undir heims-
enda. Kjarni heimsins sem þeir þekktu
var Miðjarðarhafið vestan frá Súlum
Herkúlesar, sem við köllum Gíbraltar,
og allt til austurstrandar þessa nýja hafs.
Umhverfis þessi innhöf lágu meginlöndin
en utan um þau ómælissjór eða úthaf,
sem átti sér engin takmörk því á þessum
tímum var jörðin ennþá flöt. Þvert yfir
meginlöndin runnu nokkur stórfljót úr
úthafinu í innhöfin. Fræðilega var hægt
að sigla upp eitthvert þessara fljóta, til
dæmis Níl og koma til baka eftir Dóná eða
Don, en enginn hafði gert það, til hvers
hefði það svo sem átt að vera? Nýja hafið
kölluðu Grikkir Pontos Axeinos; dökka
eða skuggalega hafið. Kannski var það af
því það virtist dekkra á lit en hið grunna
Nálægt Hopa, vestan landamæranna.
Landamærastöðin í Sarpi, séð úr Georgíu.
Terunnar í brekku.