Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 15
Miðjarðarhaf sem þeir voru vanastir. Kannski var það af því þeir höfðu ávæn- ing af mörgu skuggalegu sem gerst hafði á ókunnum bökkum þessa hafs: Akkilles var grafinn á eyju í mynni Dónár, á suð- urbakkanum var inngangur Heljar þar sem Herkúles barðist við varghundinn Cerberus, bæði norðan hafsins og sunnan þess bjuggu hinar mannskæðu amazónur, í Sæviðarsundi voru Skellibjörg lífshættu- leg öllum sæfarendum, yfir haffletinum sveimuðu hinar viðurstyggilegu harpýjur, á norðurbökkunum bjó fólk sem í hvoru auga hafði tvo augasteina, menn sem lifðu mestmegnis á lúsum og aðrir sem breyttust með reglulegu millibili í úlfa. Svo breyttist nafnið allt í einu, án þess að sagan geymi á því neinar marktækar skýringar, úr Pontos Axeinos í Pontos Euxinus sem þýðir gestrisna eða jafnvel góðlynda hafið. Hvað hafði gerst? Var þetta ritvilla sem festist í sessi? Var þetta hluti ímyndarherferðar líkt og þegar Eiríkur rauði nefndi jökuleyju Grænland? Í Miklagarði töluðu menn bara um Pontos, hafið, þar þurfti enga einkunn að gefa því öllum var augljóst hvað átt var við. Í arabískum textum var bætt um betur og hafið kallað bahr Buntus, sem eiginlega þýðir Hafshaf og minn- ir á Miðhálsstaðaháls. Eftir þetta tók við lausungartími í nafnsögunni, þegar hafið var kennt við þá sem bjuggu á hafsbökkunum og mönnum voru efstir í huga í það og það sinnið: Skýþahaf, Rússahaf, Khasarahaf, Trabzonsjór eða Konstantínópelsjór, svo fátt eitt sé til tínt. Á miðöldum fóru ítölsku kaupmenn- irnir frá Genúa og Feneyjum að tala um Stórasjó, Mare Maius eða Mare Maggiore og kannski vakti fyrir þeim að und- irstrika sjódáðir sínar. Svo hvarf nafnsag- an aftur til upphafsins; frá sautjándu öld hafa flestir kallað Svarta hafið svart, án þess að hafa fyrir því haldgóð litfræðileg rök; Kara Deniz (Tyrkir), Chernoe More (Rússar.), Maure Thalassa (Grikkir), Marea Neagra (Rúmenar) . Þennan apr- íldag virtist það vera ýkjur og ofsögur að kalla þennan dauflita vökva svartan. 5. Skammt frá bænum Hopa, þeim síðasta áður en kemur að landamærum Georgíu, renndi ég inn á útskot, settist á bekk, teygði úr löppunum og fékk mér safa úr fernu. Vörubíll stansaði og hleypti út stúlku á dálítið óræðum aldri í svo stuttu og þröngu pilsi að það var eins og strikað hefði verið með breiðum tússpenna yfir rass hennar og lendar. Netsokkabuxur og hælahá leðurstígvél. Hún settist á bekkinn hjá mér, fékk sér að reykja og brosti heimasætulega til mín. Ég átti aukafernu af safa og bauð henni, því ég veit hvað mann getur þyrst eftir erfiði og hún þakkaði fyrir sig á rússnesku. Þessar stúlkur að norðan eru kallaðar natössj- ur og þær voru fjölmennari á þessum slóðum fyrst eftir að Ráðstjórnarríkin liðuðust í sundur heldur en núorðið. Hún reyndist tala ofurlítið hrafl í ensku, en kunni einkum þau orð sem tengdust faginu. Hún vildi vita hvaða ég kæmi. Ég sagði það. Þó svarið lægi nokkurn veginn í augum uppi spurði ég á móti: „What are you doing here?“ Fyrst kváði hún en svo kviknaði ljós: „Í fuck“ sagði hún blátt áfram og benti feimnislaust milli fóta sér, „for money“, bætti hún við, „good money.“ „What you do here?“ vildi hún síðan vita. Sameiginlegur orðaforði okkar hefði aldrei dugað til að útskýra Silkileiðina, bókarskrif sem engan veginn bera sig né rökin fyrir ferðalögum mínum, sem ég skil ekki einu sinni sjálfur. „I fuck a bicycle,“ sagði ég, „for not- hing.“ Hún leit á mig. Það var ekki beinlínis hluttekning í svipunum, heldur ekkert yfirlæti, en einhver svipur sem mér sýnd- ist segja: „Já, við getum ekki öll orðið ofan á í lífinu.“ Skömmu síðar vorum við aftur farin að sinna okkar; hún snaraðist upp í langt að kominn vörubíl með tengivagni og ég hjólaði af stað í áttina að landamærunum. Þvottavél Þurrkari Íslenskt stjórnborð Vinnuþjarkar frá Miele
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.