Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 17
að kasta og flauta niður í vél og bið um
að sett sé á „góða ferð“ þar sem vind-
ur var nokkur og við toguðum á móti.
Smyrjarinn, sem var að fara sinn fyrsta
túr á togara, varð fyrir svörum og skildi
ekki hvað átt var við með því að setja á
„góða ferð“ og svaraði að bragði í fullri
alvöru: „Takk fyrir, sömuleiðis.“
Það varð líka að áhrínsorðum. Við
fengu ágætis afla í fjórum hölum í kjöl-
farið, að mestu ágætis graðýsa.
Á Langabar var stundum leitað fanga til
að fá áhafnarmeðlimi. Þar sátu menn á
ýmsum aldri, sem blönduðu sterkt í gosið
og voru stundum shanghæjaðir um borð
án þess að vita almennilega af sér fyrr en
komið var út á rúmsjó. Einn var þar oft
og jafnan fínn í tauinu en hafði ekki hafið
sinn togaraferil að ráði enn sem komið
var. Var nokkuð hvatvís til orðs og æðis
en þekking á fiskverkun var kannski í
lágmarki í byrjun, svo að hann var hafð-
ur í pontinu, er hann rankaði við sér í
sinum fyrsta túr. Eitthvað þótti skipstjóra
vinnubrögðin við fiskvaskið vera óbeysin,
svo að hann kallar ofan úr brúarglugga:
„Þú verður að vaska fiskinn betur upp,
strákur.“
Strákur svarar að bragði: „Á ég ekki að
bursta í honum tennurnar líka?“
Hundurinn þoldi ekki menn í
einkennisbúningi
Og svo var það trillukarlinn, sem taldi
sig þekkja þriggja nátta fisk frá tveggja
nátta og einnar nætur fiski af því að hann
vissi hvenær netin voru lögð. Hann var
gjarnan spurður, hvað hann héldi að
fiskurinn í pokanum á vörpunni væri
gamall ...
Að öðru leyti get ég tæplega sagt, að
einn maður hafi verið öðrum minn-
isstæðari á Agli. Hins vegar var hundur
einn munstraður á Egil um tíma. Var það
Schäferhundur frá Þýskalandi. Það þurfti
að hafa hann munstraðan á skipið því að
honum var óheimilt að hafa heimilisfang
í landi. Hann varð ágætis vinur minn,
mjög hændur að mér, grimmur vel, ef því
var að skipta en hlýddi mér út í hörgul
og lét sig jafnvel hafa það að baða sig
með mér. Eitt fyrirbæri þoldi hann alls
ekki en það voru menn í einkennisbún-
ingi. Þá fór hann alveg á taugina, urraði
og lét illum látum.
Einhverju sinni var mállaus maður í
áhöfn okkar og lágum við við Ægisgarð
og vorum að dytta að einhverju. Skip
var á milli okkar og bryggju en amerískt
skip lá utan á okkur. Sá mállausi fékk eitt
sinn leyfi til að fara í óleyfilega gönguferð
með hundinn út í Örfirisey meðal ann-
ars til að viðra hann, en þar var þá eins
konar afréttur og engar byggingar þar. Á
vegi þeirra var rolluhópur og taldi hund-
urinn sig nú hafa fundið sér verkefni við
hæfi, rífur sig af þeim mállausa og ræðst
á rolluhópinn. Sá mállausi getur ekkert
talað eða skipað fyrir ellegar komið upp
neinni stunu yfirleitt til að koma stjórn
á hundinn, sem fær tækifæri til að sýna
innsta eðli sitt í rolluhópnum. Gengur
hann svo frá einni rollunni að aflífa þurfti
hana og endaði þetta mál í einhverjum
skaðabótum.
Það þurfti alltaf að hafa hundinn tjóðr-
aðan og undir eftirliti, þegar hafsögu-
menn komu um borð. Einhverju sinni
í Þýskalandi slapp einn lóðsinn rétt inn
fyrir hurð og gat lokað á eftir sér áður en
hundurinn réðist á hann, en náði þó að
glefsa í hælinn á þeim einkennisklædda
áður. Ég tala nú ekki um ósköpin, þegar
uppábúnir amerískir liðsforingjar gengu
um garða. Þá ætlaði allt vitlaust að verða.
– Hann hefur lítið verið fyrir hermont-
ara, sá góði hundur?
– Hreint ekki en mér afar vinsamleg-
ur. Einhverju sinni vorum við í höfn og
bjuggum við hjónin þá í Eskihlíð og hafði
ég stolist til að taka hundinn með mér
heim. Einhverju sinni vorum við að fara á
ball og gat ég auðvitað ekki haft hundinn
með enda sækja ekki aðrir hundar dans-
leiki en mannhundar. Varð ég því að loka
hann inni heima en skildi eftir skó af
mér hjá honum til að halda honum frek-
ar rólegum. Þegar ég kem aftur er hann
búinn að naga skóinn minn í tætlur
Hundur þessi var hins vegar hinn mest
kattavinur. Við höfðum eitt sinn skipskött
og var samkomulag hunds og kattar jafn-
an hið bezta og léku þeir sér oft saman
og voru hinir mestu mátar enda á ungum
aldri, þegar þeir kynntust.. Ekki varð séð
að dýrin væru nokkurn tíman sjóveik
og undu að öllu leyti hag sínum vel um
borð, einkum þó hundurinn, sem var
flestra vinur og sérlega hændur að mál-
leysingjanum. Hann virtist hafa einhverja
skynjun, sem mannfólkið hefur ekki.
Kötturinn stóð styttra við enda hafa kettir
ólíkt skapferli og háttalag, vilja fara eigin
leiðir og hentar ekki að lúta skipsaga.
Englendingarnir stálu
– Þar með hefur lokið þínum togara-
ferli í sátt við hunda, ketti og menn. En
gætum við ekki lokið þessu með því að
þú segðir frá skipulagi veiðanna á þessum
tíma, sölum og löndunum erlendis eins
og þetta kom þér fyrir sjónir?
– Á þessum tíma var iðulega siglt með
aflann og var hreint ekki sama fyrir hvaða
markað var verið að fiska. Það þurfti því
Sjómannablaðið Víkingur - 17