Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 18
18 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ að samræma veiðiskap, afla og sölustað. Bezt var að fara með ýsu, þorsk og flatfisk til Englands, einkum Fleetwood, Grimsby eða Hull. Þar fékkst bezt verð fyrir þess- ar tegundir. Lítið þýddi að bjóða upp á annað og var öðrum afla gjarnan hent, ef selja átti í Englandi. Fyrir Þýskaland var hirtur allur fiskur enda lítill verðmunur á til dæmis karfa, ufsa og þorski. Þar var ýmist landað í Cuxhaven, Bremerhaven eða Hamborg. Ég var oft 1. stýrimaður eða skipstjóri í lok togaraferilsins. Í söluferðum erlend- is var það hlutverk 1. stýrimanns að fylgjast með á markaðnum og hafa auga með löndunarteymunum, svo að þau stælu ekki mjög miklu af fiskinum. Ekki mátti maður heldur vera og strangur eða smámunasamur, því að þá gat allt farið í hnút. Englendingarnir voru bíræfnari og áttu til að taka flatfisk og setja hann inn á bert holdið, áður en þeir fóru í land. Einhverju sinni blöskraði 1. stýrimanni bíræfnin og bannaði löndunarteyminu að taka með sér fisk í land. Teymið var ekk- ert að orðlengja það og sem einn maður gengu þeir upp úr lestinni og neituðu að landa svo að þá þurfti að fara að semja og gerðu menn það. Ekki var um annað að ræða. Mikið var í húfi. Síðan þótti okkur það skásti kosturinn að horfa í gegnum fingur sér með þennan stuld. Þetta hefur verið eins konar aðstöðugjald, sem þurfti að greiða. En svo var veitt í salt og landað hér heima. Á veiðum í salt var aðeins hirtur þorskur og ufsi, sem sagt botnfiskur. Öllu öðru var sópað í sjóinn aftur og eins því, sem ekki náði máli og þótti ekkert tiltökumál. Saltfiskmarkaðir vildu hafa þetta svona. Einstaka menn hirtu ef til vill smælkið, ef færi gafst, gerðu að og hengdu upp til þurrkunar eða til að hafa í soðið. Væri hins vegar veitt í ís fyrir heimamarkað var allt hirt. Skammaðist sín fyrir að ná í kaupið – Svo var það karfinn? – Karfaveiðarnar voru sérstakur kafli veiðisögunnar. Karfi var mikið veiddur í bræðslu. Það voru gríðar stór köst á meðan var verið að klára miðin og var karfanum mokað í lestina með haus og hala ásamt öllu innvolsinu og sett í ís. Karfaslóðir við Ísland voru aðallega vest- ast á Jökultungunni, á hryggnum djúpt vestur af Breiðafirði og í Víkurálnum úr af Barðanum. Einnig voru fengsæl mið um hríð við austur- og vestur Grænland og síðan við Nýfundnaland, þar sem veiddist afar vel um tíma. Siglingar þangað voru þó við- sjárverðar einkum á heimleið með fulla lest og afla á þilfari, og hörmuleg slys nokkur, en muna má, að togarinn Júlí fórst þar 1959 með allri áhöfn í ofsaveðri líklega af völdum ísingar. Í síðasta veiðitúr á karfa, sem ég fór, tók það okkur 62 tíma að fylla lestar og setja á dekk um 270 tonn. Það var á togar- anum Fylki. – Vistin á vélbátnum Ásbirni hefur verið ólík togaravistinni? – Við síldveiðar á Ásbirni gekk ég í öll störf og leysti alla af eftir þörfum. Við lögðum upp á Seyðisfirði og fengum einhverja síld. Ég minnist þess, að ég skammaðist mín fyrir að ná í kaupið, sem mér þótti hátt miðað við þá vinnu, sem lögð var fram. Miðað við vistina á togurunum var þetta munaðarlíf á síld- veiðibátnum. Engan þátt tók ég í löndun en dútlaði þess í stað við lagfæringar á nótinni. Það voru engar erfiðar bætingar á nótinni miðað við á viðgerðir á netum togaranna. Þetta var sældarlíf. Fóturinn ekki enn af – Sældarlíf var það svo sannarlega ekki alltaf hjá honum frænda mínum, þegar ég lít yfir þá vegferð hans sem hann hefur sagt frá í þessu ágripi af sjóferðasögu Rafn verðlaunahafi og fráfarandi formaður Briddsfélagsins ásamt makker sínum, Júlíusi Guðmundssyni, Helga Hallgrímssyni við- takandi formanni, Helga Seljan fyrrum alþingismanni og frú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.