Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 19
sinni. Fleira hefur á daga drifið svo sem umsjón með endurbótum er borð voru hækkuð á lunningu togara þannig að auðveldara væri að vinna á dekki. Hann fór í land skömmu áður en trollin voru fyrir alvöru tekin inn að aftan og þá breyttist margt, ekki sízt vinnuaðstaða og vistarverur skipverja. Hvort tveggja mátti líka batna. Ég skynja það í þessu spjalli, að oft hefur glaðværðin ráðið ríkjum um borð en einnig hefur harmur verið kveðinn að mönnum af völdum slysfara eða af öðrum orsökum. Eitt sinn mátti hann sigla tog- ara frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur með alla áhöfnina óstarfhæfa vegna áfengisdrykkju um borð og tveir félagar hans létu sig hverfa í hafið að hans dómi eftir að örvæntingin hafði borið þá ofur- lið og einkalífið komið í rúst. Þeir höfðu ekki lengur áhuga á þessari jarðvist. Ég skynja líka, að honum finnst þessi saga, sem hér hefur verið sögð, vera léttvæg samanborið við þá sjúkdóma, sem hann hefur sjálfur átt við að stríða um ævina. Nú er af annar fóturinn við hné, hinn er hálf lélegur, þrálátar lungnabólgur hafa gert honum lífið erfitt, krabbamein í lungum og raddböndum sömuleiðis. Það er býsna grunnt á kald- hæðninni og hann segir að bragði: – Það var þegar þeir voru að saga af mér löppina uppi á Landspítala, að ég vaknaði við sagarhljóðið. Hafði verið létt- svæfður og mænustunginn þannig að ég var tilfinningalaus en engu að síður var heldur ónotalegt að vakna upp við þetta sargandi hljóð áður en af var fóturinn að fullu, svo að ég segi við læknateymið, sem stóð yfir mér: „Nú hver andskotinn er þetta, eruð þið ekki búnir að þessu enn?“ Þessi ótímabæra athugasemd mun eitt- hvað hafa truflað athöfnina í bili, ég fékk annað létt skot og verkinu tókst að ljúka eins og upphaflega stóð til. Botnvarpan skaðræðisverkfæri Kannski er þetta táknrænt um hvernig hann hefur sigrast á þessum meinsemd- um öllum eins og háskanum á sjónum. Lífeyririnn er heldur ekki ríkulegur en þó nægjanlegur til að lifa sæmilega. Annar aðal lífeyrissjóður hans varð gjald- þrota eftir að hann hafði greitt í hann í áraraðir. Úr honum fékk hann í lokin eingreiðslu sem nam hálfum öðrum mán- aðarlaunum. Eins konar þakklætisvottur fyrir ósérhlífið strit á áranna rás. En lífið heldur áfram sem betur fer. Það var fróðlegt fyrir mig, landkrabb- ann að upplifa með honum frænda mínum þetta líf og þessa sögu, sem að vissu leyti var líka saga þúsundanna á fyrri helmingi síðustu aldar. Þeir tímar eru nú liðnir og koma að líkindum ekki aftur. Ég spyr undir lokin hvor hann telji að við höfum farið vel með auðlindina okkar, fiskimiðin og hafsbotninn. Hann segir botnvörpuna skaðræð- isverkfæri, sem plægi og slípi botninn. Umturni öllu, sem fyrir er. Festur, sem þekktar voru, hafi horfið og slípast niður eftir að oft var búið að trolla yfir þær. Uppvaxtarstöðvar þurfi skilyrðislaust að friða og hann telur, að hvali þurfi að drepa til að halda jafnvægi í lífríkinu. Græðgin má þó ekki bera okkur ofurliði. Hún er hins vegar að gera það. Sjómenn hafa tilhneigingu til að reyna að ná í sem mestan afla með öllum tiltækum ráðum. Það er eðli fiski- mannsins. En meðalhófið er að sjálfsögðu bezt, þegar frá líður og ekki gengur að kalla yfir sig fordæmingu alþjóðasamfélagsins, sem nú hefur gert athugasemdir við notkun botnvörpunnar vegna þess skaða, sem hún veldur á lífríkinu. Niðurlag Með þessari athugasemd frænda míns um meðalhóf- ið vil ég ljúka þessari fróð- legu samantekt. Saga síðu- togaranna er mikilvægur kafli í atvinnusögu Íslands. Full ástæða er til að halda til haga vitneskju um hvergi staðið var að verki um borð í þeim. Er veldi síðutogaranna var sem mest stóð fiskfang undir framþróun og velmegun í landinu og sjávarfang var um 90% útflutningstekna þjóðarinnar. Saga mannanna um borð er ekki síður áhrifamikil og athyglisverð. Þótt tímarnir breytast og og nú haf aðrar greinar leyst sjávarútveg að hluta til af hólmi breytist saga þessara manna ekki. Þeir voru á margan hátt kjölfestan í atvinnulífinu, sem stóð undir þeirri framþróun, sem síðar varð. Hann frændi minn er hluti af þessari sögu. Þetta var skemmtileg upplifun og ég þakka honum fyrir að hafa veitt mér hlutdeild í henni.. Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.