Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Page 21
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 21 þróunina. Framþróunin á Íslandi hefur verið of hæg og því verður varla um stóriðnað að ræða á næstu árum. Úr þor- skeldi komu um 1400 tonn árið 2007, sem er samdráttur frá árinu á undan, en megin uppistaðan var fiskur úr áfram- eldi. Nýlegar spár gera ráð fyrir því að þorskeldi verði ekki stóriðnaður á næstu árum, framleiðslan verði ríflega 4000 tonn árið 2010. Nokkur stór sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi eru stærstu framleiðendur að eld- isþorski og þó eldið sem slíkt hafi ekki enn verið arðsamt hefur það jákvæð sam- legðaráhrif meðfram vinnslu og óstöðugu framboði á villtum fiski. Mikil þekking hefur orðið til á eldinu og mörg eld- istæknileg vandamál verið leyst. Söfnun á hrygningarfiski er lokið og kynbætur hafnar. Þekking og geta í þorskeldi er fyrir hendi en tilfinnanlega vantar fjár- magn til uppbyggingar. Að sumu leyti má segja þorskeldið nú í ákveðinni patt- stöðu því framboð af lífvænlegum seið- um á viðunandi verði er ekki nægjanlegt á meðan seiðaframleiðsla er lítil vegna óvissu um sölu seiða. Þennan vítahring þarf að rjúfa svo árangur náist og þor- skeldið öðlist tiltrú. Seiðaeldið lykilatriði Lengi býr að fyrstu gerð, ekki síst í fiskeldi þar sem góð seiði eru lykillinn að árangri. Á margan hátt eru aðstæður hér mjög góðar fyrir eldi á hverskonar ungviði eldisdýra sem þarf að fara fram á landi. Það á einnig við um eldi þorsk- seiða sem framkvæma þarf við stýrðar aðstæður. Að mörgu leyti eru skilyrðin betri hér en víða í nágrannalöndunum því hér má víða finna umtalsverða varmaorku í vatni. Á jarðsögulega yngri strandsvæðum hefur einnig verið borað eftir volgum jarðsjó, þar sem selta og hiti fara að verulegu leyti eftir hversu djúpt er sótt. Þessi aðgengilega og oft ódýra orka ætti að geta skapað okkur sam- keppnisstöðu í seiðaframleiðslu á mörg- um eldistegundum. Við okkar umhverfisskilyrði í kvíaeldi á þorski (og laxi) er gríðarlega mikilvægt að seiðin sem sett eru út séu burðug, heilbrigð og fljót að vaxa svo stytta megi eldistímann í sjó fram að sláturstærð og minnka jafnframt áhættuna í framleiðsl- unni. Hingað til höfum við hvergi nærri nýtt þau tækifæri sem vatnsbúskap- urinn hér býður upp á né þær aðstæður sem eru til staðar í mörgum íslenskum seiðaeldisstöðvum. Aðferðir við eldi á laxfiskum og mörgum öðrum ferskvatns- fiskategundum eru vel þekktar. Lirfu- og seiðaeldi margra sjávarfiskategunda er oft nokkuð snúnara og nálgast að vera hátækniiðnaður sem bæði krefst þekk- ingar og þjálfunar. Við Íslendingar erum miklir eftirbátar nágranna okkar í seiðaeldi almennt þó gleðileg undantekning sé í lúðuseiðaeldi hjá Fiskey hf á Hjalteyri. Árangur þeirra byggist á margra ára rannsóknum, þróun búnaðar og þjálfun starfsfólks. Sama skýring er á árangri Norðmanna í þorsk- seiðaeldi, þar sem margir hafa lagt saman krafta sína en einnig prófað sig áfram hver á sínum stað. Uppbygging íslensks þorskseiðaeldis þarf að feta sömu braut og byggja á þekkingu og þjálfun þar sem keppikeflið er hagkvæm framleiðsla og eðlileg verðmyndun á seiðum. Kjörhiti og framleiðslutími Eitt megin vandamál fiskeldis er lang- ur framleiðslutími og mikil fjárbinding sem felst í uppbyggingu lífmassa í fisk- eldisstöð. Framleiðslutíminn er háður vaxtarhraðanum, þar sem vatnshitinn og fiskstærðin hefur afgerandi áhrif. Hver fisktegund hefur sitt kjörhitasvið, sem merkir að við tiltekið hitastig er vaxtarhraðinn í hámarki. Alla jafna er kjörhiti tegundarinnar hæstur fyrir smáseiðið, en fer síðan lækkandi eftir því sem fiskurinn stækkar. Fisklirfur og smáseiði hafa mestan vaxtarhraða allra hryggdýra og því felst gríðarlegur ávinningur í að skapa þær aðstæður að vaxtargetan nýtist til fulln- ustu. Það getur verið snúið og kostnaðar- samt við breytilegar umhverfisaðstæður eins og eru á okkar norðlægu slóðum. Þegar fiskurinn stækkar og lífmassinn vex verður sífellt kostnaðarsamara að halda kjöraðstæðum í tönkum á landi ef aðgengilegt vatn er utan við kjörhita. Vaxandi lífmassi þarf sífellt meira vatn, dæling vatns í landtanka kostar orku og eldisrýmið er dýrt. Það er því samspil hagfræði (framleiðslukostnaðar) og líf- fræði sem ræður mestu um hver stærð fisks er ef flytja þarf hann úr kjörhita í kaldara vatn í sjókvíum. Sjávarhitinn fyrir kvíaeldi á þorski hér við land knýr okkur til að setja stærri seiði í sjó en nágrannar okkar þurfa að gera, sem hafa hærri sjávarhita. Hliðrun klaktíma með ljóslotustýringu og meiri möguleikar á hámörkun eldisaðstæðna í seiðaeldi á landi með jarðvarmaorku gefur okkur hins vegar möguleika á sambærilegum framleiðslutíma fyrir þorsk af matfisk- stærð. Stærð fisksins á fyrsta hausti í sjó, þegar sjávarhiti fer að lækka, hefur afger- andi áhrif á vöxt fisksins í framhaldinu, enda kjörhitinn lægri hjá stærri fiski. Framtíðin er okkar Það er augljóst að tækifæri til fiskeldis hérlendis eru mýmörg. Bleikjueldi hefur burði til að vaxa ennfrekar og dafna auk þess sem möguleikar á eldi verðmætra hlýsjávartegunda verða að teljast góðir. Þótt hér við land séu ekki á allan hátt kjörskilyrði til matfiskeldis á þorski eða laxi er knýjandi þörf á að við reynum að nýta þær aðstæður og auðlindir sem við höfum. Aukinn kraftur í seiðaeldið er nauðsynlegur fyrir uppbyggingu mat- fiskeldis á þorski en ekki má gleyma að seiði eru einnig söluvara. Orka og hreint vatn eru nauðsynleg í seiðaeldi flestra eldistegunda. Hreint vatn er víða af skornum skammti og orka verður sífellt verðmætari. Aðgangur að hagkvæmri varmaorku og hreinu vatni af góðum gæðum veitir Íslendingum ótvírætt for- skot í seiðaeldi almennt. Framtíð fiskeld- is á Íslandi liggur því ekki síst í seiðaeldi verðmætra tegunda. Möguleikar á slíkri framleiðslu eru fyrir hendi víða um landið, þar sem varma og gott vatn er að finna. Sem dæmi má nefna að Fiskey hf. á Hjalteyri við Eyjafjörð hefur selt megn- ið af sínum lúðuseiðum til útlanda, að hluta á fjarlæga markaði. Því skyldu ekki vera sambærileg tækifæri til útflutnings á öðrum eldistegundum, t.d. þorsk- og laxaseiðum?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.