Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Page 24
24 - Sjómannablaðið Víkingur
gamlar eru þær flestar og tæknilega börn
síns tíma, segja þær einnig mikla sögu.
I. bindi
Fyrsta bindið fjallar, auk dálítils
sögulegs inngangs, um upphaf síldveiða
við Ísland á síðari hluta 19. aldar, þegar
frændur okkar, Norðmenn, tóku sér sum-
arbólfestu á Austfjörðum og Norðurlandi
og veiddu síld, söltuðu og fluttu út. Sum
árin var afli lítill, önnur mikill, eins og
1880, þegar 113 þúsund tunnur voru
fluttar til Noregs og fjöldi Norðmanna,
sem veiðarnar stundaði, komst hæst í
rúmlega 1800 manns árið 1883. Tengsl
frændanna urðu fljótt mikil og þekk-
ing barst frá einni þjóð til annarrar. Þá
er kafli um síldina sem beitu, varðveislu
hennar í klakakældum geymslum, íshús-
um eða frosthúsum. Enn er sagt frá gerð
og búnaði í frosthúsunum, en þau munu
flest hafa verið á Austurlandi. Næsti kafli
fjallar um skip, veiðar, vinnslu og útflutn-
ing. Hver er munurinn á skonnortu, jakt
og galías? Þetta var auðvitað á tímum
seglskipa og árabáta og munurinn á þess-
um skipum er ágætlega skýrður í máli
og myndum á bls. 86-87 og þar er sjón
sögu ríkari. Þá er frásögn af veiðarfærum,
lagnetum, kastnetum, reknetum, fyr-
irdráttarnótum, landnótum, snurpunót og
stauranót, sem nær öll heyra nú sögunni
til er tekur til síldveiða. Þá er síldarsölt-
unin tekin til umfjöllunar, vandkvæði við
vinnslu og vöruvöndun eins það heitir nú
til dags, vinnuaðstæður söltunarstúlkna
Í síld á Siglufirði. Mynd: Síldarsaga Íslendinga
Bernharð Haraldsson
Silfur hafsins –
gull ÍslandsRitverkið SILFUR HAFSINS-GULL
ÍSLANDS, síldarsaga Íslendinga
kom út fyrir síðustu jól. Merkt rit, þarft
og fræðandi. Var reyndar kominn tími
til að þessum hluta atvinnu- og menn-
ingarsögu okkar væru gerð heildarskil.
Ritið er í þrem bindum, alls 991 bls. og
eru höfundarnir átta, sagnfræðingar, vís-
indamenn og rithöfundar, allir kunnir á
sínu sviði.
Að baki ritinu liggur óhemjumikil
vinna. Ekki er unnt að segja til hvenær
hugmyndin fæddist. Hreinn Ragnarsson,
kennari og sagnfræðingur, skrifaði loka-
ritgerð sína við Háskóla Íslands um veið-
ar og vinnslu síldar á árunum 1930-1935.
Árið 1984 var hann ráðinn til að afla
heimilda og með góðri hjálp frá frænd-
um okkar, Norðmönnum, varð til mikill
heimildabrunnur, sem ausið var drjúgum
úr við gerð verksins. Þá er í ritinu urmull
mynda, sem margar hverjar hafa ekki sést
áður á prenti og er að þeim mikill fengur,
því þó margar þeirra séu tækifærismyndir,
fólkið á þeim óþekkt erfiðisfólk, áratuga