Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 30
komin til sögunnar. Ljóslega var síldarleit
úr lofti til mikils gagns fyrir sjómennina
og hefur klárlega oft á tíðum orðið til að
auka aflabrögðin, auk þess sem flugrek-
endur höfðu af henni miklar og árvissar
tekjur og nefnt er, hve miklu hún skipti
Loftleiðir, þegar þeir voru að koma undir
sig fótunum.
Níunda kaflanna skrifar Steinar J.
Lúðvíksson og fjallar um aflaskip og
aflakónga. Sá kafli er augnayndi, sagt er
frá aflahæstu skipunum á árunum 1936-
1967, ár af ári, myndir af fjölmörgum
skipum, oftast drekkhlöðnum og helstu
aflaskipstjórunum. Lesturinn vakti upp
gamlar minningar og ekki þótti grein-
arhöfundi verra að sjá myndir af aflaskip-
unum Snæfellinu og Jörundi, stolti
Akureyringa á sínum tíma.
Hreinn Ragnarsson og Steinar J.
Lúðvíksson skrifa lokakaflann, sem er
annáll íslenskrar síldarsögu, frá árinu
1867, er fáein norsk skip hófu síldveiðar
við Eyjafjörð og fyrir austan, en það ár
var fyrsta skipið sektað fyrir ólöglegar
veiðar, og allt til ársins 1998. Fróðleg og
aðgengilegt yfirlit, sem gefur lesandanum
glögga heildarmynd..
Þá eru í lokin myndir af þeim mönn-
um, sem voru í forystu fyrir síldarútvegs-
nefnd og síldarsaltendur auk ítarlegra
heimildaskráa.
Niðurlag
Þegar lestrinum var lokið rifjaði
greinarhöfundur upp sögu föðurættar
sinnar til að sýna afkomendum sínum
hversu mikinn þátt síldin átti í lífi þeirra.
Föðurafi hans var Ólafur Jakobsson, sem
fæddur var í Efra-Skálateigi í Norðfirði
fyrir réttum 130 árum og missti móður
sína fárra mánaða gamall og var alinn
upp á hreppsins kostnað, lengstum hjá
góðu fólki niðri á Eskifirði. Ólafur fór
ungur í siglingar, sigldi um flest heimsins
höf, komst meira að segja til Kína, fyrstur
síns fólks, en ekki síðastur, því sonarson-
arsonur hans hefur nú búið þar í meir
en áratug, hlaut af flakki sínu viðurnefn-
ið Ólafur ellefu-landa og settist að við
Eyjafjörð, þar sem hann kynntist henni
Kristbjörgu Jónsdóttur frá Gyðugerði í
Flatey og saman komu þau 9 börnum
til fullorðinsára. Ólafur hafði lifibrauð
af sjómennsku, einkum síldveiðum á
sumrin og netagerð á veturna og stofnaði
netaverkstæði á Akureyri. Honum hefur
hlotnast sá heiður, að vera með elsta
syni sínum á stórri mynd í netaskúrnum
á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Allir
synir hans, fjórir talsins, fetuðu í fótspor
hans og tveir tengdasonanna. Síldin varð
því lífsuppspretta þessara fjölskyldna eins
og svo fjöldamargra annarra. Skrásetjari
man það úr bernsku sinni er faðir hans
fór á síld, en þó miklu betur er hann fór
sumar eftir sumar að vinna við netagerð-
ina á Siglufirði meðan síldarvertíðin
varði. Veiddist lítið, var vetrarvinnan oft
rýr, veiddist vel, lék allt í lyndi. Svona var
lífið. Umræðan bræðranna var um síld
og aftur síld, afkoman byggðist á þessum
silfurlita, sprettharða fiski. Sjálfur man
greinarhöfundur vel vorvinnuna, sem
hann fékk sem unglingur á netaverkstæð-
inu, lyktaði af tjöru, því þetta var í þá
daga, var síðar sjálfur svolítið á síld, vann
á síldarplani á Siglufirði, var þrjú sumur
í „nótabrúki“ á innanverðum Eyjafirði,
veiddi smásíld til niðursuðu í hringnót,
það var fyrir daga kraftblakkarinnar og
komst síðar að því, að það var síldin, sem
var uppspretta tilveru hans.
Öll umgerð verksins er vönduð, ríku-
legt myndefni og aragrúi innskotsgreina
gefa því góðan svip. Að baki því liggur
áratuga vinna, sem ekki verður í tímum
talin. Verkið kostar margar krónur út úr
búð, en þegar það hefur verið lesið, sést
hvað það er í raun ódýrt, því SILFUR
HAFSINS-GULL ÍSLANDS er sannarlega
þrekvirki.
Höfundur var skólameistari
Verkmenntaskólans á Akureyri.
30 - Sjómannablaðið Víkingur
Með fullfermi. Mynd: Síldarsaga Íslendinga