Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Síða 31
Það sem hé­r fer á eftir er tekið upp úr endurminningum Baldvins Bárðdal sem hann lé­t eftir sig í handriti. Baldvin fæddist 27. júlí 1859 í Sandvík í Bárðardal. Foreldrar hans voru hjón- in Bergvin Einarsson og Friðbjörg Ingjaldsdóttir. Þau bjuggu í Sandvík og á Halldórsstöðum í Bárðardal, Grjótárgerði í Fnjóskadal og víðar. Heimili þeirra leystist upp þegar þau seldu allt sitt og ákváðu að fara til Brasilíu, ferð sem aldrei var farin. Þau voru á hrakhólum eftir það og var Baldvin alinn upp ýmist hjá öðru hvoru þeirra eða hjá vandalausum, oft við illan kost. Um fermingu gerðist hann vinnumað- ur hjá Jóhanni bróður sínum, fyrst á Halllandi á Svalbarðsströnd og síðar Gautsstöðum og kynntist þá sjómennsku á litlum árabátum. Um tvítugt var Baldvin ráðinn af sóknarnefnd til að fara til Húsavíkur til að læra söng og spila á orgel hjá Magnúsi Einarssyni organista gegn því að spila endurgjaldslaust í kirkj- unni í þrjú ár. Þar var hann um veturinn og lærði söng og orgelspil. Námið fékk snöggan endi um vorið þegar Jóhann réði þennan vinnumann sinn á hákarlaskip. Hann varð að hætta, sárnauðugur þó. Hann var bara vinnumaður og varð að gera eins og húsbóndanum bróður hans hentaði. Á þessum árum höfðu bændur hvað mest upp úr því að senda vinnu- menn sína í hákarlalegur. Tónlistarnám var harla fánýt iðja í samanburði við það. Eftir þetta var Baldvin meira eða minna á sjó allt til 1890, ýmist við fiskiróðra eða í hákarlalegum. Ekki gerði hann sjó- mennskuna að ævistarfi, hann fékkst við ýmislegt um dagana, nýtti kunnáttu Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 31 Björn Ingólfsson Í hákarlalegum Úr fórum Baldvins Bárðdal Hákarlaskipið Ófeigur, smíðað veturinn 1875, var tíróinn áttæringur. Hákarl dreginn um borð í nýsköpunartogara snemma á 7. áratugnum. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.