Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 33
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 33 Viðarhöfði 6 / 110 Reykjavík / Sími 577 1444 / Fax 577 1445 / Email frystiker@frystiker.is / www.frystiker.is sundur, hark mikið varð og skipið nötr- aði allt til. Dregg, lítið akkeri, var neðan í strengnum og festi sig í botninum. Þar hékk skipið yfir legutímann. Mikil þrek- raun var að draga stjórafærið upp í vondu og gekk öll skipshöfnin að því verki á víxl. Stundum tók afar langan tíma að spila inn stjórafærið. Veiðarfæri voru þessi: Vaður, hákarlakrókur, hákarlasókn, hákarladrepur og hákarlaskálm. Fjórar talíur voru á öllum skipum, aftur- og framtalía á hvort borð. Neðan í talíunni hékk krókurinn. Fjórir lifrarlassar voru í hverju skipi, tveir á hvora hlið, framkassar og aft- urkassar. Lítil lúga með hring í var á miðjum kassanum. Var tekið í hringinn og lúgunni kippt upp og lifrarskíðunum rennt niður í kassann um þetta litla op. Þegar kassarnir voru allir orðnir fullir var skipið orðið hlaðið. Þeir tóku um 200 tunnur. Vaðurinn var svert snæri með hákarla- sókn í endanum. Hann þurfti að vera nokkur hundruð faðma langur. Komið gat fyrir að legið var við hákarl á 200 faðma dýpi og ef straumur var mikill lá vaðurinn langt út í sjó frá borði. Þá varð að gefa út 300 – 400 faðma. Við slíkar aðstæður þurfti mikla nákvæmni til að fylgja botninum vel eftir, og taka rétt grunnmál, en það var 3 – 4 faðmar. Erfitt gat verið að draga upp vaðinn á svona dýpi, jafnvel með stórum hákarli á, þegar skipið veltist í kviku og dekkið var orðið blóðugt og slorugt. Tveir menn drógu vaðinn, stóðu þeir hvor á móti öðrum við borðstokkinn og tóku sitt handtakið hvor neðar á vaðnum á víxl. Reyndi það á handleggi og allan líkamann. Og svo kom að því að „hæsa“ þann gráa og ekki var það minni aflraun. Ekki stóðu allir við vaðinn. Tveir voru hafðir lausir og til taks að hjálpa þegar vaðarmaður festi í hákarl og þurfti að fá skjóta hjálp til að draga vaðinn upp. Viðvaningar voru ævinlega hafðir til þess, ef þeir voru á skipi. Þeir þurftu ekki að sitja auðum höndum. Ef mikill var hákarl fengu þeir aldrei augnabliks frið. Alltaf var kallað í þá af vaðarmönnum á víxl og þá stundum ekkert blíðlega. Aflinn Þegar hákarlinn kom upp að skips- hlið var gripið til hákarlakróksins. Vaðarmaður bar krókinn í hákarlinn og þurfti til þess lagni og snarræði því sá grái vildi velta sér og vaðurinn vefjast utan um hann. Menn voru misjafnlega fljótir að bera í hákarlinn, og ef illt var í sjóinn fengu menn oft illar skvettur við þetta verk þar sem þeir héngu hálfir niður með borðstokknum. Svo þegar hákarlinn var hæfilega hátt hæsaður upp svo hægt var að ná til kviðar hans og ná út lifrinni, var skálminni brugðið í kjaft- inn á honum og skorið niður svo hægt væri að ná sókninni og lifrarskíðunum, sem voru tvö. Hákarladrepurinn var notaður á stóra hákarla. Voru þeir stungnir í brjóstið eða í rönd neðan til við hrygginn. Blaðinu á drepnum var stungið á kaf inn í hákarl- inn um leið og hann kom upp úr sjónum. Þurfti til þess snarræði og handlagni líka. Þegar búið var að ná lifrarskíðunum úr kviði hákarlsins var honum fírað aftur niður í sjóinn og þá fór sá lausi að ná úr honum króknum og hala svo upp talíuna og festa hana. En vaðarmaður fór að beita sóknina. Sá lausi lét lifrarskíðin svo renna ofan í kassana. Aðeins lifrin var hirt. Þó kom það fyrir, sérstaklega í seinasta túr ef lítið var um afla að formaður leyfði háset- um sínum að hirða hákarl. Skiptu þeir honum þá á milli sín er í land kom. Ekki var stærð lifrarskíðanna samkvæm stærð hákarlsins. Til eru hákarlar með einni tunnu lifrar en þeir eru sjaldgæf- ir. Um hálf tunna af lifur var í mörgum hákarli á djúpmiðum og það voru falleg og stór skíði. Úr vænum hákarli eru skíðin löng, frá einni til tveimur álnum og jafnvel lengri. Þau eru ljómandi falleg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.