Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 34
þegar þau eru dregin úr hákarlinum, á
þeim eru himinbláar slikjur eða litir og
stundum sem bregði fyrir ýmsum fögrum
himinlitum á þau sums staðar, en þetta
hverfur undra skjótt þegar skíðin skilja
við hákarlinn.
Lífið um borð
Tvö pláss voru fyrir menn á skipi, káeta
og lúkar. Káetan var aftarlega í skipi en
lúkarinn fremst. Lág yfirbygging var á
þeim báðum sem nefnd var kappi, káetu-
kappi og lúkarskappi, ekki hærri en svo
að hægt var að sitja á þeim. Formaður
og stýrimaður voru í káetu, stundum sá
þriðji líka er hélt þá til í félagi við stýri-
mann, og svaf í koju hans, en formaður
hafði sér koju.
Kaldranalegt var að fara upp úr volgum
„kojum“ eða svefnbólum í vondu veðri,
kannski frosti og hríð í svarta myrkri kl.
12 að nóttu og taka við vakt. Var það
harðvítugur skóli fyrir viðvaninga en
góður til hreysti og dugnaðar. Enda var
aðeins um tvennt að velja fyrir viðvaning
í hákarlalegum – annað hvort að duga
eða drepast. Millivegur var þar enginn.
Kl. 12 – 4 að nóttu var nefnd langa-
vakt, henni stjórnaði formaður. Kl. 4 – 6,
kl, 6 – 9 og kl. 9 – 12 voru vaktirnar.
Vanalega skiptust menn á að standa
við stýrið á vaktinni, klukkutíma í einu.
Þegar kalt var og sama sem enginn byr
leiddist mönnum það. En strax og fór að
gola og vindur fyllti seglin varð stýrimað-
ur glaður og fór að kveða, oftast sigl-
ingavísur eins og þessar:
Þenjast voðir, reiði, rá,
rísa dætur Unnar,
freyða boðar breiðum á
brjóstum Hafsúlunnar.
Sailor skríður sílajörð
sveipaður þýðum voðum
inn á fríðan Eyjafjörð
undan stríðum boðum.
Stóra mastrið stend ég við,
storminn fast í góni,
aflið rastar út á hlið
öldu- kastar ljóni.
Hinir á vaktinni hagræddu seglum.
Menn reyndust misjafnlega byrsælir sem
kallað var.
Meðan siglt var eða ef legið var inni á
höfnum tóku menn lífinu glaðir og gerðu
sér margt til skemmtunar; ræddu saman,
sögðu sögur, spiluðu á spil, sungu, kváðu
o.s. frv.
En þetta glaða líf breyttist skjótt í
stranga alvöru ef lent var í hákarlahrotu
og líka ef skall á óveður eða ef mikið var
af ís er þurfti að varast. En allt hákarlalíf-
ið var spennandi og ævintýraríkt, og fyrir
það varð það öllum svo minnisstætt og að
öllu leyti ógleymanlegt.
34 - Sjómannablaðið Víkingur
Hákarl skorinn um borð í nútíma skuttogara. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson