Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 57
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 57 lystisemdum að bráð þar sem hún telst ekki lengur uppfylla þær væntingar sem farþegar gera til siglinga í dag. Mun hún nú hverfa af heimshöfunum en nafnið mun þó brátt prýða nýtt skip því útgerðin tilkynnti í október að búið væri að leggja inn pöntun fyrir 92 þúsund tonna skipi sem muni fá nafnið Queen Elisabeth III. Þá verða þrjár drottningar á ný hjá Cunard en nýlega varð sá einstaki atburður að allar drottn- ingarnar, Elisabeth, Mary og Victoria voru samtímis í höfn í Southampton. Aldrei áður hafa þessi skip verið öll í sömu höfn á sama tíma áður. Fölsun Netið er til margs nýtilegt en það getur einnig orðið fólki að falli ef ekki er rétt með farið. Nýlega uppgötvaði breska siglinga- og strandgæslustofnunin (MCA) falsað skipstjórn- arskírteini fyrir seglskútu (yachtmaster) sem kona ein hafði útbúið fyrir sjálfa sig. Hún hafði fundið mynd af slíku skírteini á netinu og breytti því þannig að það leit út fyrir að hafa verið gefið út á hennar nafn. Falsaða skírteinið notaði hún síðan til að leigja sér skútu til skemmtisiglinga. MCA hefur nú gefið út aðvörun til réttindamanna að setja ekki myndir af atvinnu- skírteinum sínum á Internetið. Konunnar bíður nú dómur fyrir svikin. Gámakranarnir fallnir í Felixstowe. Hrundu niður Það var heldur dökkur dagur í höfninni í Felixstowe í Englandi þann 1. mars s.l. Fyrir þá sem ekki þekkja til Felixstowe þá er þetta stærsta gámahöfn þar í landi og tók á sínum tíma við af London sem umskipunarhöfn. Skip Eimskipafélagsins sigldu til margra ára á þessa höfn. En nú að fyrsta degi marsmánaðar. Mikið óveður gekk þá yfir Suffolk hérað og náði vindhraði allt að 27 metrum á sekúndu. Í höfninni lá þá stundina all sérstakt skip sem er hannað sérstaklega til flutninga á gámakrönum. Hafði skipið, Zen Hua 23, komið deginum áður eftir tveggja mánaða siglingu frá Kína með fimm risavaxna gámakrana. Aðeins þrír þessa krana voru ætlaðir höfninni í Felixstowe og fögnuðu menn mjög svo komu skipsins enda orðinn hörgull á gámakrönum við höfnina. Í óveðrinu vildi ekki betur til en að landfestar skipsins slitnuðu með þeim afleiðingum að skip- ið rak meðfram bryggjunni sem það lá við og er talið að einn krananna um borð hafi rekist í krana í landi með þeim afleið- ingum að hann hrundi. Skömmu síðar hrundi svo annar krani sem var næstur þeim sem hafði áður fallið. Í valnum lágu sem sagt tveir risavaxnir gámakranar en lánið í óláninu var þó að enginn slasaðist þar sem öll vinna lá niðri sökum veðurs. Víst er að hafnaryfirvöld þurfa að bíða nokkuð til viðbótar eftir gámakrönum enda eru slík verkfæri engin smá- smíði og tímafrekt að flytja þá milli heimsálfa. Nýtt hlutverk Hraðskreiðasta farþegaferja allra tíma, Finnjet, hefur nú verið seld frá Finnlandi en hún var í eigu Silja Line skipafélags- ins. Hin 32 þúsund tonna ferja sem smíðuð var árið 1977 var búin gastúrbínum sem gáfu henni ganghraða upp á 33 hnúta. Eitthvað kostaði síðan sopinn á skipið því árið 1981 voru gast- úrbínurnar teknar í land og hagkvæmum diesel vélum komið fyrir í þeirra stað. Var þá ekki lengur sama hraða náð og áður en skipið sigldi á þessum árum milli Helsinki, Travemunde og síðar Rostock. Árið 2005 hélt skipið reyndar úr Eystrasaltinu yfir til Bandaríkjanna þar sem því var lagt í Baton Rouge sem húsnæði fyrir háskóla í kjölfar fellibylsins Katarínu. Nú hefur skipið verið selt til Ítalíu og fengið nafnið Da Vinci’s. Ekki er vitað hvað á að gera við skipið annað en að það er komið til Genúa þar sem búist er við að umtalsverðar breytingar verði gerðar á því. Hugsanlega mun það breytast í skemmtiferðaskip sem mun lenga líftíma skipsins svo um munar. Klettháls 15 - 110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: jonbergsson.is - E-mail: orn@jonbergsson.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.