Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 64
64 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ aði manna við atvinnuleit. Þar eru líka fréttir úr skipaheiminum og margar voru það skemmtilegar að ég var um það bil að bæta einhverjum þeirra inn í pistilinn Utan úr heimi. Geri það bara næst. Störf eru líka í boði á síðunni gCaptain sem slóðin http://gcaptain.com leiðir okkur að. Það er nú ekki víst að ykkur verði mjög ágengt með störf þar sem hér er um bandaríska síðu að ræða og því aðallega fyrir Kana. Það er þó alltaf hægt að kanna málið. Á síðunni er boðið upp á Podcast sem er netspjallþáttur sem hægt er að hlaða niður á iPod eða iPhone fyrir þá sem þau tæki eiga og fara síðan út í göngutúr með heyrnartæki í eyrunum. Þær eru margar gönguleiðirnar sem ég hef farið um Reykjavík hlustandi á þætt- ina frá gCaptain síðunni sem mér finnast mjög fræðandi og skemmtilegir. Nú sígur á seinni hlutann því næst síðasta síðan að þessu sinni kemur frá Skotlandi. Hún fjallar um skipasmíðar líkt og síða Árna Björns en að vísu ekki úr Eyjafirðinum heldur Clyde firði. Slóðin www.clydesite.co.uk/ mun leiða okkur að miklum fróðleik um þær miklu skipasmíðar sem þar voru stundaðar árum saman og meðal annars hafa nokk- ur skip sem komist hafa í íslenska eigu verið þar smíðuð. Ekki nema von enda voru yfir 20.000 skip smíðuð í firðinum. Nú er fara að fara í leitina að áhugaverð- um skipum. Lokasíðan verður að þessu sinni http:// www.geocities.com/uksteve.geo/marine. html sem er síða með ómældum upplýs- ingum um hinar ýmsu gerðir kaupskipa. Þar eru skýringar á skipagerðum auk sagna um sjóslys sem hafa orðið á síðustu árum. Við að fara inn á síðuna kom upp íslenski fáninn sem gerði það að verkum að ég eyddi lengri tíma í síðuna. Hér læt ég staðar numið að þessu sinni og ekki eftir neinu að bíða með að hrynja inn á netið og efla þekkinguna enn frekar eða þá bara að skemmta sér á netinu. Ljósmyndir: Jan Bowie Rasmussen Panamaskurðurinn stækkar Panamaskurðurinn er 82 kílómetra langur og meira en 14.000 skip sigla um hann árlega á milli heimshafanna tveggja, Kyrrahafs og Atlantshafs. Þetta er vissulega gott fyrir efnahag Panama og sparar útgerðum stórfé­ að þurfa ekki að senda skip sín fyrir Hornhöfða. Svo stórt og mikið er vægi þessa skurð- ar fyrir siglingaheiminn að löngu er til orðinn mælikvarðinn, Panamax. Ef skip er post-Panamax er það einfaldlega of stórt til að komast yfir Panamaeiðið. Vandamálið er að sífellt fleiri skip verða post-Panamax og er áætlað að árið 2011 verði 37% allra gámaskipa í heiminum orðin svo stór að þau komist ekki um Panamaskurðinn að öðru óbreyttu. Nú þegar eru skipastigarnir í skurðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.