Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 6
Tæknin getur ekki gert togara að
öruggum vinnustað nema upp að
vissu marki. Þegar öllu er á botninn
hvolft, felst vandamálið í því að breyta
viðhorfi sjómanna og annarra, sem að
fiskveiðum koma, til slysa og kenna
þeim að meta mikilvægi öryggismála.
Forlagatrú gagnvart hvers konar slysum
er sérstakt vandamál. Margir fiskimenn
líta á slys sem óhjákvæmilegan fylgifisk
sjómennskunnar. Auðvitað verða lítil
skip á opnu hafi aldrei hættulaus
vinnustaður, en í rannsóknum okkar
höfum við rekizt á margt, sem bendir
eindregið til þess, að flest slys um borð
í fiskiskipum verði að meira eða minna
leyti vegna mannlegra mistaka, og við
þeim megi reisa skorður.1“
Bætur þekktust ekki
Ólafur: Ofangreind tilvitnun er úr
skýrslu brezkrar rannsóknarnefndar, sem
sett var á stofn eftir sjóslysin við Íslands-
strendur 1968, þegar 3 brezkir togarar
fórust. Og hér er grein úr Ægi2. Þar er
rætt um slysið í togaranum Röðli árið
1963, þegar kælivökvi lak út og eitraði
andrúmsloftið í lúkarnum. Á annan tug
háseta veiktist og einn um borð lézt; var
fyrst talið ölæði, vímuefnaáhrif eða mat-
areitrun, en að lokum methylklóríðeitr-
un. Loftræstingin í lúkarnum var biluð,
og ekki var hirt um viðhald á kælikerf-
inu, þótt vitað væri, að það læki. Læknar
rannsökuðu afleiðingar slyssins, skrifuðu
um það í fræðitímarit, rannsökuðu lengi
þá, sem höfðu orðið fyrir eitruninni,
voru enn að því áratug eða áratugum
eftir slysið. Niðurstaða læknisrannsókn-
anna var, að þeir, sem veiktust af methyl-
klóríði, hefðu allir orðið fyrir varanlegu
heilsutjóni og það svo, að flýtti fyrir
dauða nokkurra þeirra. Ekki er að sjá, að
þessir sjómenn hafi fengið bætur, þrátt
fyrir rannsóknarniðurstöðurnar. Alla
vega ekki Jón Eðvard C. Helgason, sem
viðtal er við. Aðstoðuðu þessir háttsettu
læknar þá ekkert við það ... þeir, sem
höfðu svona mikinn vísindaáhuga á efn-
inu? (ein stærsta hópeitrun af völdum
methylklóríðs, sem þá þekktist).
6 – Sjómannablaðið Víkingur
„Bætur fyrir þá!
Blessaður vertu, ekki frekar en
fyrir heyrnarlausa ömmu þína...“
- Rætt við Benedikt Brynjólfsson, togarasjómann
- Aðrir þátttakendur: Haukur Brynjólfsson og Ólafur Grímur Björnsson
– Annar hluti –
Bv. Ólafur Jóhannesson BA 77; smíðaður hjá Hall, Russell & Co. Ltd. í Skotlandi árið 1951; 681 brl. með
1000 ha. gufuvél; eigandi Gylfi hf., Vatneyri, Patreksfi rði. Myndin er af skipinu nýju að koma til heima-
hafnar. - Ljósmynd: Þráinn Hjartarson. Varpan bætt. - Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson.