Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 9
leynir sér ekki, menn vita, hvað má
bjóða skipinu. Þá er hættuástand, allir
sendir út að berja. Leggist hann á hlið-
ina, þá er farið að styttast í það og betra,
að ekkert klikki niðri í vélinni, ef keyra
þarf skipið upp (og skrúfan er ekki upp
úr!). Fossi sjór inn um skorsteininn, eða
frekar inn um loftventlana og skælettið,
þá gæti hann verið flatur. Hefur gerzt.
Ekki góðar aðstæður. Á ísinn voru not-
aðar brunaaxir, spannar og allur and-
skotinn; gilsum var slegið utan um
vantana og látið skralla upp, þrepin í
vöntunum tóku á sig mikinn ís.
Þessir Selby togarar voru góð sjóskip
... þetta var alveg úrvals skipshöfn, sem
fór þarna niður með Júlí, Hafliði Þórð-
ur Stefánsson, stýrimaður, Bensi sailor,
Benedikt Sveinsson, netamaður, Búturinn
og fleiri frægir togaramenn. Búturinn,
Sigmundur Finnsson hét hann, fóstur-
faðir hans var líka þarna, Magnús Guð-
mundsson, og Jón Geirsson úr Borgar-
nesi, man eftir honum. Annar stýri-
maður, Þorvaldur (Valdi Benna) var
sonur Benedikts Ögmundssonar, skip-
stjórans á Júní. Skipstjóri á Júlí var
Þórður Pétursson. Þekkti Þórð ekkert,
en í gegnum árin vissi ég, hver hann var;
hann hafði verið með togarann síðan
1952, aflamaður og harðsækinn. Var á
gamla Gylfa frá Patreksfirði á stríðsár-
unum og sigldi þá til Bretlands. Hvort
skipinu var boðið of mikið, of lengi
dregið að venda eða að skipið hafi verið
keyrt niður eða lensazt niður og ekki
verið við neitt ráðið, enginn veit það.
Ólafur: Benedikt Sveinsson, neta-
maður, kemur fyrir í togarasögu Hafliða,
í kaflanum um stúlkuna í græna kjóln-
um, byggt á atburði í Þórscafé. Bensi
sailor var stríðinn húmoristi, meistari
smásögunnar og lygasögunnar. Atburðir
á dekki, sem höfðu farið framhjá mönn-
um, urðu sprenghlægilegir, þegar hann
sagði frá þeim eftirá inni í messa. „Upp
kom leisið rifið og hlerarnir frá ...“
sungu þeir á flotanum undir lagi Carmi-
chels, „Up the lazy river by the old mill
Júpíter á siglingu á stríðsárunum. Víkingur hafði ekki nema rétt lokið við að kvarta yfi r skorti á myndum af
Júpíter þegar Hafl iði Óskarsson, á Húsavík, sendi honum þessa stórkostlegu ljósmynd er hann fékk hjá Boða
Björnssyni. Myndin hefur ekki áður birst á prenti.
VERÐ TVENNUTILBOÐ VÉLAR ÞÚ
SPARAR
ROOMBA 520
RYKSUGA 69.900 + 520+385 10.486
ROOMBA 555
RYKSUGA 84.900 + 555+385 11.536
ROOMBA 564
RYKSUGA 92.900
ROOMBA 581
RYKSUGA 99.900
SCOOBA 385
SKÚRINGAVÉL 79.900
RYKSUGU- OG SKÚRINGAVÉLMENNI
Sjómannablaðið Víkingur – 9