Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur
run/ The lazy, lazy river in noon-day sun
...“ — stríðnislegt bros Bensa sailors sést
vel á myndinni af honum7.
Hafliði Þórður Magnússon, höfund-
ur Togarasögunnar, og Hafliði Þórður
Stefánsson, 1. stýrimaður á Júlí, voru
systkinasynir, hétu báðir eftir Hafliða
Þórði, syni Snæbjarnar í Hergilsey. Annar
Benedikt var þarna, Benedikt Þorbjörns-
son, háseti, kallaður Bessi. Hann var
bróðir Péturs Þorbjörnssonar, skipstjóra
á Pétri Halldórssyni, sem slapp heim úr
þessu sama veðri með laskað skip, en
fullfermi. Á Pétri Halldórssyni fylltu þeir
skipið á 2–3 sólarhringum, töfðust þó í
10 tíma við að losa togvír, sem þeir
fengu í skrúfuna8. Hvað, ef tekið hefði
lengri tíma að losa togvírinn, eða þeir
verið enn að baksa við það, þegar
óveðrið skall á?
Hörður Kristinsson hafði lengi verið á
Júlí, var áður á Þorkatli mána. Auk loft-
skeytaprófs var hann lærður útvarpsvirki
og símvirki. Gylfi Guðmundsson, skóla-
stjóri, var á Júlí sumarið 1958. Hann
minnist þess enn, hve þessi loftskeyta-
maður tók nýliðunum vel, hvað hann
nennti að tala við þá; á stímvaktinni
sýndi hann þeim loftskeytaklefann og
hvernig tækin virkuðu. Stundum drakk
hann með þeim kaffi á næturvaktinni,
settist þá við undirmannaborðið. Minn-
ingarnar um sumardvölina á Júlí eru
góðar9.
Aðalsteinn Júlíusson, háseti, var einn
margra sona Júlíusar Jónssonar, bónda í
Hítarnesi í Kolbeinsstaðarhreppi; allir
dugnaðarmenn, þeir bræður. Aðalsteinn
hafði bæði unnið í landi og verið til sjós,
en á Júlí var hann að leysa kunningja
sinn af, sem var fjölskyldumaður og vildi
vera í landi. Aðalsteinn var einhleypur
og hafði þá undanfarið verið dyravörður
á Borginni10. Annar háseti var Björgvin
Jóhannsson. Hann kom beint frá prófi í
læknadeild hjá prófessor Niels Dungal;
hafði ekki gengið sem skyldi; fyrsta sinn,
sem hann fór á togara. Fór líklegast fyrir
áeggjan kunningja síns og nábúa, Ragn-
ars Guðjóns Karlssonar, sem var neta-
maður á Júlí. Faðir Björgvins var Jóhann
Axel Jóhannsson, skipstjóri og eigandi
togarans Gudrun, sem gerður var út frá
Nýja Englandi. Jóhann Axel fórst með
þessu skipi sínu og allri áhöfn sunnan
við Nýfundnaland í janúar 195111.
Björgvin var hljóðlátur, lét lítið yfir sér,
orti ljóð og þýddi William Saroyan; enn
Trollið kemur upp óklárt, rifi ð og fl ækt. Bakstroffurnar í hlerann sjást vel. – Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson.