Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 11
Sjómannablaðið Víkingur – 11 minnistæður þeim, sem voru með hon- um í háskólanum12. Ragnar Karlsson var frægur sjómaður, sagður hafa verið á málmgrýtisbáti í Noregi á stríðsárunum, fékk ásamt öðrum sjómanni leyfi Þjóð- verja til að fara frá Bergen með Esjunni í Petsamoförinni haustið 1940. Ásgeir Sig- urðsson, skipstjóri, tók við þeim, en Bretum þóttu þeir mjög grunsamlegir, þegar komið var til Reykjavíkur, og þeir voru fluttir til Bretlands, en þó sleppt fljótlega. Ragnar var einn þeirra, sem sóttu Langabar í Aðalstræti 8, Café Adlon, og það gerðu margir aðrir af Júlí13. Kristján Ólafsson (Kiddi kokkur), 1. matsveinn á Júlí, var líklegast með Guð- mundi Hallgrímssyni, vélstjóra, á Brim- nesinu frá Seyðisfirði, og þar var Sig- mundur Finnsson þá líka. Kristján var 2. kokkur á Brimnesinu, og ólíkt sumum í þeirri áhöfn var Kristján kurteis. Það var vinsælt á togara, ef kokkar sýndu lið- legheit, hann gerði það, góður togara- kokkur14. Yngstur um borð á Júlí var Jón Haraldsson, nýlega orðinn 16 ára, einka- barn foreldra sinna. Þetta var hans fyrsta ferð. Hann þekkti ég vel. Móðir hans sagði einmitt, að hann hefði verið svo hreykinn að hafa fengið plássið. Haukur: Þegar ljóst var að Júlí hafði farizt, var ekki mikið um það rætt í borðsalnum á Guðmundi Júní. Að flíka tilfinningum eða fjasa um orðinn hlut var ekki háttur þessara manna. Í því fólst þó örugglega hvorki virðingarleysi né Gott fi skirí á bv. Óla Jóh. Troðfullur belgurinn, og pokagjörðin sést vel. Blandaður fi skur. - Ljósmynd Bene- dikt Brynjólfsson. Bv. Júpíter RE 61; smíðaður í Englandi árið 1925, 394 brl. með 700 ha. gufuvél. Skipið var í eigu Júpíters hf. í Reykjavík (áður Belgaum hf. og Júpíter hf. í Hafnarfi rði). Árið 1951 var það selt Togarafélagi Dýrfi rðinga hf., Þingeyri og skírt Guðmundur Júní ÍS 20; selt Einari Sigurðssyni, útgerðarmanni 1955, og hélt óbreyttu nafni. Örfáar myndir eru til af Júpíter og því vel þegið ef einhver lesandi á slíka í fórum sínum. Sama gildir um bv Júlí GK 21 (og reyndar Hvalfellið líka); svo nú reynir á ykkur lesendur góðir, eigið þið myndir af þessum þremur skipum (nú eða öðrum sem þið hrífi st af) að senda Víkingnum? AIS CLASS-B 12 wött NÝTT FAJ Hvar sérð þú enska boltann Intellian móttökudiskur fyrir gervihnattasjónvarp. - Næmari en áður hefur þekkst, min EIRP 40dB - Innbyggður GPS móttakari - 3ja ása stöðugleikabúnaður - Intellian WRS og DBT leitunar og læsingartækni - Mjög vandaður frágangur á búnaði. - Sterkbyggt fyrir okkar aðstæður - Einfalt í uppsetningu - aðeins 4 coax kaplar - Afar einfalt í notkun - aðeins ein snerting til að - skipta á mill hnatta í stað flókinna innstimplanna - Læsingartíðnir uppsettar fyrir Ísland Talstöðvar Nú eru fáanlegar talstöðvar frá Simrad með þráðlausu símtóli Einnig eigum við hand talstöðvar með innbyggðum GPS og plotter Nú hefur Blue Traker aukið sendiorkuna á AIS Class-B úr 2 wöttum í 12 wött Líklega langdrægasta Class-B tækið í dagSIMRAD til sjós er skipstjórans ljós FRIÐRIKA. JÓNSSON EHF Akralind 2 - 201 Kópavogi - Sími: 552-2111 - Netfang: faj@faj.is - www.faj.is FAJ OlexSTENTOFON

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.