Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 26
Í ferðinni heimsóttum við að minnsta kosti fjórar af hinum svokölluðu Hansa- borgum. Hér á eftir fer smá fróðleikur um Hansaborgirnar og Hansakaupmennina sem Kristín fararstjóri tók saman. Samtök Hansakaupmanna, eða bandalag Hansaborga, voru hagsmunasamtök um verslun, tolla, menningu, varnir og pólitík. Það má segja að þetta hafi verið Evrópu- samband þess tíma. Þetta var gríðarlega mikilvæg og öflug samvinna sem náði frá Bremen suður til Balkanskaga. Þegar veldi Hansaborganna stóð sem hæst voru 70 borgir í samtökunum og aðrar 130 með ein- hverskonar samninga og hagsmunatengsl við þau. Hansakaupmenn rekja sögu sína til 1250. Það sem flýtti fyrir uppbyggingu á umsvif- um og veldi Hansakaupmann var að flestir þeirra höfðu mikilvæg embætti í bæjar- og borgarstjórnum við hlið verslun- arrekstursins. Samtök Hansakaupmanna áttu upptök sín í Norður-Þýska- landi, í og við Lübeck og Hamborg. Nauðsyn viðskipta sam- vinnunar verður til með auknum útflutningi til fjarlægari staða. Menn komu sér saman um hver seldi hvað og með tilkomu betri skipa, kugga (Koggen), var farið að flytja söluvarning sjóleiðina í staðinn fyrir landleiðina. Afar mikilvægt hlutverk Hansa-samvinnunnar var varnar- bandalag sem gætti skipa og farma þess á úthöfunum. En nafnið Hansa er einmitt rakið til forn-norður-þýsku og þýðir vopnaður hópur. Hansakaupmenn ferðuðust um höfin í hópum, vel vopnaðir og tilbúnir að verjast sjóræningjum, sem voru mikil ógn kaup- skipa á miðöldum. Eitt mikilvægasta hlutverk Hansa- bandalagsins var að verja kaupskipin og koma þeim öruggum á leiðarenda yfir hafið. Hansakaupmenn skiptu einnig á milli sín mörkuðum og gættu að því að óboðnir kaupmenn kæmu ekki með varning sinn inn á þeirra markaðssvæði. Mikilvægasta söluvara Hansakaupmanna var salt. Salt var á miðöldum ómissandi til að auka geymsluþol hinna ýmsu matvæla. Á miðöldum var árleg saltnotkun 15 kíló á mann. Besta saltið á svæðinu kom frá nám- um við Lüneburg. Lüneburgarsaltið og síld úr Norðursjónum voru verðmætustu af- urðirnar, sem fluttar voru frá Norður- Þýskalandi til Suður-Evrópu. Sagan segir að á miðöldum hafi oft á tíðum verið svo mikið af síld í Norð- ursjónum að skip hafi átt erfitt með að komast leiðar sinnar í gegnum síldartofurnar. Lübeck, sem oft er kölluð drottning Hansaborganna var höfuðstaður Hansaveldisins. Þar voru hinir svokölluðu „Hansa- dagar“ haldnir þar sem fulltrúar Hansaborga hittust og sömdu um tolla og verslun. Aðrar mikilvægar Hansaborgir voru Ham- borg – „hliðið að umheiminum“ – og Bremen – „lykillinn að umheiminum“. Til Hansaborga töldust einnig Lüneburg, Wismar, Rostock, Stralsund, Greifswald, Stettin, Danzig, Riga, Tallin, Visby Brügge og fleiri borgir. Blómaskeið Hansaveldisis var 1370- 1669. Eftir það fluttust hlutverk og markmið Hansakaupmanna smám saman til borga og landsstjórna. 26 – Sjómannablaðið Víkingur Stralsund var Hansaborg Líkan af Hansakuggi er var beinn afkomandi hins norræna knarrar. Hamborg á 15. öld. Hliðið að umheiminum var hún kölluð og var ein aðal-Hansaborgin. Upphaf íslensku tilkynningarskyldunnar má reka til þess þegar Stígandi ÓF-25, áður Skagfi rðingur SK-1, fórst hinn 24. ágúst 1967, á leiðinni frá Svalbarða til lands með fullfermi af síld, eða um 240 tonn. Á forsíðu Tímans frá 29. ágúst 1967 kemur fram að ekkert hafði þá heyrst frá Stíganda frá 23. ágúst en þá var skipið á landleið með fullfermi af síld sem fékkst suðvestur af Svalbarða eða um 700 sjómílum norðaustur frá landinu. Þá um morgun- inn, eða um 5 sólarhringum frá því að síðast heyrðist frá skip- inu, hófst loks umfangsmikil leit sem í tóku þátt 79 skip og 4 flugvélar. Um borð í Stíganda var 12 manna áhöfn í þetta skiptið, en hefðbundin áhöfn á síldveiðum var 14 menn. Tveir voru í fríi að þessu sinni. Sú gleðifrétt birtist síðan, neðst á sömu forsíðunni, að áhöfn- in af Stíganda hefði fundist heil á húfi um kl. 22:00 á reki í tveimur samanbundnum gúmmíbjörgunarbátum um 180 sjó- mílur norður af Jan Mayen. Það var síldarskipið Snæfell SU-20 frá Reyðarfirði sem fann bátana og tók skipbrotsmennina um borð og sigldi með þá áleiðis til lands. Síldarkarlarnir tóku upp hjá sjálfum sér Í viðtali við Hannes Þ. Hafstein í Sjómannablaðinu Víkingi, 2. tbl. 1981, kemur fram að rekja megi upphaf tilkynningarskyld- unnar til þess þegar Stígandi ÓF fórst. Engu að síður sé rétt að halda því til haga að fyrst hafi verið minnst á nauðsyn þess að koma á tilkynningarskyldu skipa í framhaldi af því þegar Stuðlaberg NS-120 frá Seyðisfirði fórst í febrúar 1962, sennilega útaf Garðskaga. Í framhaldinu lagði Pétur Sigurðsson, alþingismaður, fram þingsályktunartillögu sem kvað á um að komið yrði á kerfi sem skyldaði stjórnendur skipa til þess að gefa upp stað skipsins samkvæmt nánari reglum þar um. Því miður lognaðist málið útaf í þinginu en þrátt fyrir það tóku skipstjórar síldarskipanna það upp hjá sjálfum sér að koma á fyrsta vísinum að tilkynn- ingarskyldu haustið 1967 sem mun jafnframt vera sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Það sem næst gerðist var að þáverandi sjávarútvegsráðherra Eggert Þorsteinsson kunngerði í ræðu á sjómannadaginn 1968 að komið yrði á fót tilkynningarskyldu fiskiskipa sem Slysa- varnafélaginu yrði falið að skipuleggja og annast um og komst Tengsl tilkynningaskyldunnar við Stralsundarana hefur fært sig um set í Hafnarfirði Nýtt heimilisfang: ÍSHELLA 7 Mun betri aðkoma ásamt bættu og stærra húsnæði mun skila sér í betri þjónustu.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.