Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 28
hún til framkvæmda 13. júli sama ár. Fyrstu lögin um tilkynn- ingarskylduna voru aftur á móti ekki sett fyrr en á árinu 1977, lög nr. 40. Sefur ekki hjá mér Skipstjórar skipanna voru mispassasamir að tilkynna sig eins og gengur sem leiddi til þess að oft mátti heyra í úvarpinu lýst eft- ir þeim skipum sem ekki höfðu gert vart við sig á tilsettum tíma. Á þessum árum starfaði hjá Slysavarnafélaginu sem erindreki Ásgrímur Björnsson skipstjóri. Hann tók sig gjarnan upp við og við og fór um borð í skipin til þess að brýna skipstjórana til þess að sinna þeim skyldum sem skyldan lagði þeim á herðar. Eitt sinn þegar Ásgrímur var á ferð á Suðurnesjum þeirra erinda að hvetja skipstjórnarmenn til að mæta vel í Tilkynn- ingarskyldunni, vildi svo til að hann hitti fyrir í brúnni skip- stjórafrúna en ekki skipstjórann er hafði brugðið sér frá. Frúin spurði hverra erinda erindrekinn væri og sagði Ásgrímur henni það. Spurði þá frúin hvort karlinn sinn mætti ekki vel í „skyld- unni“ og kvað erindrekinn svo vera. Þá sagði frúin þessi eftir- minnilegu orð. „Látið þið mig bara vita ef hann mætir ekki í skyldunni, hann sefur þá ekki hjá mér þá nóttina.“ Áttin kom þeim ekki við Annað atvik tengt skyldunni var eitthvað á þá leið að síldarbátur, sem var að koma austan úr hafi, var tilkynntur í hádeginu og sagt að hann væri á leið fyrir Langanes og til Akureyrar. Á vaktaskiptunum um miðnættið vaknar skipstjórinn, við þann vonda draum að skipið er á leiðinni til Vopnafjarðar og komið vel inn í fjörðinn í stað þess að stefna fyrir Langanesið. Nú voru góðu ráðin dýr þar sem nú þurfti að gefa upp stað og stund til skyld- unnar. Skipstjórinn, sem var gamall í hett- unni og ráðagóður, leysti málið á farsælan hátt. Hann kallaði í skylduna og sagði þeim að skipið væri svo og svo margar sjómílur frá Langanesi. Síðan sleppti hann fjöðr- inni á tólinu sem skiptir á milli tals og hlustunar og sagði við þá sem hjá honum stóðu: „Í hvaða átt, það kemur þeim bara ekkert við.“ Sjóborgin Önnur lítil saga af síldarmiðunum fyrir Austfjörðum, sem mun hafa átt sér stað í kringum 1960, en þá var nýkominn í flotann endurbyggður um 160-70 tonna eikarbátur. Körlunum á 60-70 tonna bátunum þótti þetta nú engin smá fleyta og ekkert síður skipstjóranum þar um borð. Einhverju sinni í brælu þegar þetta hafskip var einskipa á miðunum fyrir austan kallaði einhver á minni bátunum í það til þess að grennslast fyrir um veðurútlit. Skipstjórinn ansaði og þegar spurt var um veður og sjólag svaraði sá á stóra skipinu: „Viltu aðeins hinkra á meðan ég fer út og gái að því.“ Þvílík sjóborg var nú þetta 160-70 tonna eikarskip að það fannst ekki á hreyfingum þess hvernig sjólagið var heldur þurfti að rýna í ölduna. Stígandi; Sjómannablaðið Víkingur sagði frá hvarfi skipsins og leitinni. 28 – Sjómannablaðið Víkingur Níu skip fengu ATW kerfi á árinu 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.