Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur Undir lok nóvember hittust formenn félaganna er standa að Farmanna og fi skimannasambandi Íslands (FFSÍ). Innan þeirra vébanda er Félag skip- stjórnarmanna stærst. Önnur félög sem áttu fulltrúa á ráðstefnunni voru Félags ísl. loftskeytamanna (FÍL), Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi og Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Vísir Suð- urnesjum er bauð til ráðstefnunnar að þessu sinni. Og svo það fari nú ekkert á milli mála, þá funduðu menn ekki í sjálfu lóninu bláa heldur við það. En vissulega gripu fundargestir – eða fl estir þeirra – tækifærið, stungu sér í lónið og mökuðu botnleðjunni í andlit sér og urðu eins og afrískir stríðsmenn á leið til mannvíga og kvenrána. Ráð- stefnan sjálf var þó tiltölulega friðsöm þótt þungt væri í mönnum. Árni Bjarnason, forseti og formaður, gaf tóninn. Sáttanefndin svokallaða var skipuð, útskýrði Árni, er skilaði tillögum sem sjávarútvegsráðherra „hreinlega gefur skít í“. Afleiðingin er áframhaldandi al- gjör óvissa sem leiðir til þess að allir halda að sér höndum. Forstjórarnir verða í hugsun eins og óvirkir alkar er taka einn dag fyrir í einu en horfa aldrei til framtíðar – forsetinn notaði ekki nákvæmlega þessi orð en merkingin er söm. Niðurstaðan verður kyrrstaða. Engin framtíðarhugsun, engin fjárfesting. Bara dauði og djöfull og svo á að ganga til kjarasamninga í þessu andrúmslofti þar sem menn hugsa um það eitt að þreyja þorrann og góuna. Heldur lyftist brúnin á forseta vorum þegar talið barst að Greiðslumiðlunar- sjóðnum – en hert hefur verið á útgerð- arfyrirtækjum að standa sína pligt og greiða í sjóðinn – og 19% verðmæta- aukningu er orðið hefur á sjávarafurðum á árinu. Þetta tvennt hefur bætt afkomu FFSÍ verulega. Við höfum líka rekið á eftir dóms- málaráðherra að útvega þriðju þyrluna, útskýrði Árni. Hann hefur tekið okkur vel en ekkert gerst ennþá. Staðreyndin er sú að við núverandi aðstæður flýgur Gæslan ekki lengra út frá landi en 20 til 30 sjómílur ef ekki er til staðar klár þyrla sem baktrygging. Þetta er óásætt- anlegt, samþykktu fundarmenn, úr þessu verður að bæta. Lífeyrissjóðirnir hafa líka verið í brennidepli, benti Árni á, og ekki frítt við að málatilbúnaðurinn í kringum þá kveiki áhyggjur. Látið er eins og þeir eigi að leggja til bensínið og olíuna í hagkerf- ið, eða jafnvel vera sjálfur mótorinn – eða stórseglið – er rífur þjóðarskútuna upp úr djúpum öldudalnum. Framtaks- sjóðurinn er þessi hugsun í verki. Nú gerðist Árni þungorður á ný og talaði tæpitungulaus: „Skemmst er frá því að segja að stjórnendur sjóðsins hafa frá upphafi þverbrotið þær reglur sem honum var gert að vinna eftir og í raun sætir það furðu að ekki hafi verið tekið í taumana af hálfu stjórna þeirra lífeyris- sjóða sem stóðu að stofnun Framtaks- Formannaráðstefnan - haldin í Bláa lóninu Fundarmenn á formannaráðstefnunni. Talið frá vinstri: Harald S. Holsvik, Friðrik Höskuldsson, Skarphéðinn Gíslason, Axel Jóhann Ágústsson, Vignir Traustason, Jóhann Ingi Grétarsson, Ólafur Pétur Steingrímsson, Sigþór H. Guðnason, Árni Bjarnason, Páll Steingrímsson, Birgir Sigurjónsson, Ægir Steinn Sveinþórsson, Jóhannes Jóhannesson, Gunnar Gunnarsson, Reynir Björnsson, Guðjón Ármann Einarsson, Bergur Páll Kristinsson og Sæmundur Halldórsson. Guðjón Ármann Einarsson í ræðupúlti en hann stjórnaði fundarstörfum. Kannski eru menn að velta fyrir sér sjómannaafslættinum en í greinargerð um hann sögðu fundarmenn: „Með afnámi sjómannaafsláttar eru íslensk stjórnvöld að lýsa vanvirðingu við sjómannastéttina þar sem við blasir að sérstaða starfa íslenskra sjómanna er einskis metin. Þetta viðhorf gengur þvert á það sem viðgengst meðal stjórnvalda þeirra þjóða sem Íslendingum er tamast að bera sig við. Þetta gerist þrátt fyrir að viðurkennt er að hafsvæðið umhverfi s Ísland er með þeim viðsjárverðari á norðurhveli jarðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.