Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31
sjóðsins þar sem allir virðast á einu máli
um að kaup sjóðsins á dótturfélagi
Landsbankans Vestia, sem felur í sér
100% eignahlut í farlit stórfyrirtækjum,
fellur undir þá skilgreiningu að vera
meiri áhættufjárfesting en svo að ásætt-
anlegt sé fyrir venjulega sjóðfélaga.“
Stjórn Gildis hefur því frestað að auka
hlutafé sitt í Framtakssjóðnum uns búið
er að skoða til hlýtar innviði Vestia;
hversu góð kaup eru þarna í raun á
ferðinni?
Að lokum skýrði Árni frá beiðni
Jóhanns Páls Símonarsonar, sjóðfélaga í
Gildi, til ríkislögreglustjóra um rannsókn
á sjóðnum í aðdraganda hrunsins.
Skemmst er frá því að segja að ríkislög-
reglustjóri hefur svarað og segir ekkert
tilefni til frekari sakamálarannsóknar.
*
Ýmis önnur mál bar á góma á formanna-
ráðstefnunni. Oddvitum félaganna kom
saman um að afnám sjómannaafsláttar
væri hrein og bein vanvirðing við sjó-
mannastéttina. Fagnað var endurskoðun
laga um lögskráningu, er tryggir að lög-
skrá verður alla sjómenn, og skorað var
á stjórnvöld að banna leiguframsal innan
fiskveiðiársins.
Við viljum heldur ekki sjá skiljuhólf á
miðum við landið, sögðu fundarmenn
ákeðnir, en leyfum veiðar með 35 mm
pokum. Svo eigum við að hætta þessum
eilífu deilum um fiskverð. Látum mark-
aðinn ráða, bjóðum fiskinn upp og eyð-
um þannig allri annarlegri verðlagningu
aflans.
Enn og aftur var rætt hið grátlega
ástand kaupskiptaflotans – sjá nánar hjá
Hilmari í þættinum, Utan úr heimi. Um
kaupskipadrauminn voru að vísu sett lög
(nr. 38/2007) er áttu, að áliti þingmanna,
að vera mikil hormónagjöf fyrir farskipa-
flotann. Staðreyndin er hins vegar sú að
lögin eru handónýt. Verri en engin, sagði
einhver. Þau eru ekki til annars en að
friða samvisku þingmanna sem ótrúlega
oft telja réttara að veifa röngu tré en
öngu. Ef þessum lögum fæst ekki breytt,
svo þau þjóni þeim tilgangi er skapaði
þau, á hreinlega að eyða þeim, afmá og
ógilda. Eru della sem ekki á að líða
alþingismönnum, var samdóma álit
ráðstefnugesta.
*
Maður þarf sag með, sagði maðurinn
þegar honum þótti þrettándinn gerast
heldur þunnur. Jóhannes, og félagar hans
í Vísi, vita þetta öðrum betur og höfðu
undirbúið ráðstefnuna í þaula. Þeir buðu
upp á heimsóknir í fyrirtæki sem voru
bæði til gagns og gleði. Í Stakkavík hf.
stóðu þau vaktina, Hermann Ólafsson
forstjóri, Margrét kona hans og Guðbjörg
dóttir þeirra. Boðið var upp á ljúffenga
rækju- og sjávarréttasúpu, meðlæti og
drykk.
Tvö mjög svo fróðleg erindi voru
flutt á ráðstefnunni. Pétur Pálsson,
framkvæmdastjóri Útgerðarfélagsins
Vísis, kynnti fyrirtækið, umfang þess á
Íslandi og ítök í Kanada þar sem það
hefur haslað sér völl í útgerðarfyrir-
tækjum.
Og hinir sögulega sinnuðu bræður,
Eiríkur og Gunnar Tómassynir, fóru í
saumana á fyrirtæki sínu, Þorbirni í
Grindavík, og útskýrðu þróun þess frá
upphafi til vorra daga.
Hélt svo hver heim til sín, reynslunni
ríkari.
Formannaráðstefnan
- haldin í Bláa lóninu
SVALASTA
ÆVISAGAN!
Sveinn Sigurbjarnarson
ævintýramaður á Eskifirði
hefur oft komist í hann
krappann, ekki síst uppi á
jöklum. Hér segir hann frá
mögnuðum ævintýrum þar
sem oft var stutt á milli feigs
og ófeigs, en horfir jafnframt
á björtu hliðarnar og skortir þá
ekki kímnina.
Jóhannes Jóhannesson, formaður Vísis, spennir greipar, hugsandi á svip. Kannski er hann að velta fyrir sér
framsali afl aheimilda en á ráðstefnunni urðu menn sammála um eftirfarandi: „Leiga á afl aheimildum innan
ársins er ein megin ástæðan fyrir misferli við launauppgjör sjómanna. Eins ættu sjómenn sem ráða sig í
skipspláss að geta treyst því að hafa a.m.k. tekjur í samræmi við útgefnar veiðiheimildir skipsins.“
Guðbjörg Hermannsdóttir fylgdi hópnum um húsa-
kynni Stakkavíkur og fræddi um starfsemina þar.