Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 36
hélt hann sjó eða gaf skipun um dálitla
ferð áfram, hann breytti sífellt um stefnu
eftir sjólagi. Honum varð litið út um
stjórnborðsglugga, klukkan var ellefu
mínútur gengin í tíu. Allt í einu birtist
meir en sextíu feta risaalda á ógnarhraða,
grængolandi var hún og eins og ókleif-
ur veggur, engin tök voru á að komast
undan henni. Hún skall á skipinu stjórn-
borðsmegin, braut björgunarbátana,
rúður tvístruðust og allt lauslegt í skip-
inu fór af stað undan höggi þessarar
risakrumlu. Allt þetta gerðist á innan við
hálfri mínútu. Flying Enterprise lagðist á
bakborða og rétti sig ekki aftur. John
Crowder, einn vélstjóranna, sagði: „ ...
skipið rétti sig aldrei og ljósin fjöruðu
út.“ Reyndar sökk skipið æ dýpra og
hallinn óx. Flying Enterprise barðist í
öldurótinu eins og helsært dýr, sem
hefur mætt ofjarli sínum og bíður enda-
lokanna. Breska skipið Sherborne, sem
var skammt frá, tilkynnti um fárviðri,
ekkert skyggni, ölduhæð 30-40 fet og
13 sek. öldutíma. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir lét skipið ekki að stjórn, stýrið
virtist farið.
Í vélarúminu, sem var á stærð við
meðal einbýlishús, en miklu hátimbr-
aðra, fór allt úrskeiðis, sem farið gat.
Innan skamms var mikið vatn kom-
ið inn, bæði sjór eftir
brotið og svo sprungu
leiðslur, bæði tengdar
gufukötlunum þremur
og einnig olíu- og
þrýstivökvaleiðslur.
Auk þess var hallinn
það mikill, að vélstjór-
arnir þurftu að halda
sér í hvaðeina, sem
hendi var næst til að
geta athafnað sig. Sjór
komst í ljósavélarnar og
notast varð við vara-
vélar.
Carlsen lét senda út
neyðarskeytið XXX, ósk
til nærstaddra skipa að vera við öllu
búin. Hann sá fram á að flytja þyrfti alla
farþega frá borði, kannski alla áhöfnina.
Hvernig átti að framkvæma það, björg-
unarbátarnir stjórnborðsmegin ónýtir og
hallinn í bak það mikill og heldur vax-
andi, að ekki kom til greina að reyna að
nota bakborðsbátana. Farþegunum tíu
var komið fyrir á efstu göngunum, þeir
klæddir í björgunarvesti og reynt að hlúa
að þeim þar eftir föngum.
Um fimmleytið síðdegis voru fyrstu
skipin komin á vettvang, fyrst gufuskipið
Southland, þá flutningaskipið War Hawk
og Sherborne.
Skömmu síðar fór
allt rafmagn af Fly-
ing Enterprise, sem
byltist nú hjálpar-
vana og ljóslaust í
öldurótinu.
Að morgni laug-
ardagsins 29. des-
ember hafði lægt
mjög, allt niður í
fjögur vindstig og
sólin gerði sitt besta
til að brjótast í
gegnum skýjahuluna, en sjólagið var enn
mjög óreglulegt. Farþegarnir, sem höfðu
hafst við á göngunum í um sextán tíma
og án nokkurrar næringar annarrar en
gosdrykkja og brauðs, því auvitað var
ekki kostur á að vera með matseld, voru
fluttir út á bátadekk, þar sem þeir voru
bundir fastir, en Carlsen hafði ákveðið,
að allir skyldu stökkva frá borði og reyna
að ná björgunarbátunum frá nærstödd-
um skipum. Farþegarnir tóku þessu með
æðruleysi þrátt fyrir sjóveiki og ótta;
þetta var eina leiðin til að komast af.
Fimm skip voru á staðnum, auk fyrr-
nefndra Westfal Larsen, sem dældi olíu í
sjóinn til að reyna að lægja öldrunar og
tundurspillirinn General A. W. Greely.
Skipstjórinn á Greely, Nils Olsen, sem
var Dani, Carlsen til óblandinnar
ánægju, hafði verið nær tuttugu tíma
á staðinn. Hann skrifaði í dagbókina: „ ...
Enterprise hallaðist um sextíu til sjötíu
gráður á bakborða og byltist hjálparvana
í öldurótinu ... Það var augljóst að skipið
gat ekki haldist á floti miklu lengur og
skylli annað fárviðri á, hvolfdi því og
það sykki.“
Það var frú Müller, sem stökk fyrst
Herskip sveimar í kring. Dráttarbáturinn Turmoil mættur á staðinn.
FJÖLMIÐLAR
Það er ekki alveg víst, að á þessum árum hafi einn einstakur at-
burður vakið eins mikla athygli og hetjudáð þeirra félaga, Carlsens
og Dancy. Sagt var, að í sumum fjölmiðlum hefði Kóreustríðið orðið
að víkja af forsíðunum. Um leið og fyrstu fréttir bárust, var frá þeim
skýrt í útvarpi og blöðum, ekki þó alltaf af nákvæmni eða þekkingu.
Íslensku blöðin og Ríkisútvarpið sögðu vel frá og íslenska þjóðin
fylgdist með, bar sterkar taugar til þessarar dönsku hetju hafsins.
Erlendir fjölmiðlar, þeir sem nær voru vettvangi og í sterkari
tengslum við útgerð og ólgandi Atlantshafið, fóru stundum offari.
Agnes Carlsen og dæturnar urðu fyrir svo óskaplegu áreiti, að þær
urðu með, hjálp Isbrandtsens, útgerðarmanns, að fara í felur.
Fávíslegar og nærgöngular spurningar dundu á þeim, sú alvitlausasta
var, þegar franskur blaðamaður hringdi alla leið frá París og spurði
hvort heimilishundurinn saknaði ekki húsbónda síns!
Carlsen varðist ágangi fjölsmiðla af hógværð. „Ég óska ekki, að
gera heiðarlega tilraun skipstjóra til að bjarga skipi sínu, að
verslunarvöru“ sagði hann í móttöku í London.
36 – Sjómannablaðið Víkingur