Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur
BÓKATÍÐINDI
Út er komin bókin „Saga Útvegsbænda-
félags Vestmannaeyja 1920 – 2010“ en
félagið var stofnað 20. október 1920 og er því
nírætt um þessar mundir. Aðalhöfundur er Sig-
urgeir Jónsson en auk hans sá Benedikt Gests-
son, blaðamaður, um að taka allmörg viðtöl
sem birtast í bókinni. Rakin er saga útgerðar í
Vestmannaeyjum, frá upphafi vega og til okkar
daga en hvað mest fjallað um síðustu öld og
upphaf þessarar aldar. Bókin er tæpar 200 bls.
í stóru broti og prýdd fjölda ljósmynda.
Útgefandi er Útvegsbændafélag Vestmannaeyja
sem jafnframt sér um sölu og dreifi ngu á
bókinni. Er hægt að hafa samband við Hafdísi
í síma 481-1330 og 696-7059 vegna þess en
einnig verður bókin til sölu hjá Eymundsson
og Oddinum í Vestmannaeyjum.
– Kíkjum á Landhelgiskafl ann.
Landhelgisveiðarnar á sjöunda áratugnum
Landhelgismálum bátaflotans á sjöunda áratug
aldarinnar mætti hvað helst líkja við farsa-
kenndan gamanleik. Í raun var það grátbroslegt
að heil atvinnugrein skyldi um nokkurra ára
skeið byggjast upp á lögbrotum.
Fram eftir öldinni höfðu Íslendingar horft á
Breta og fiskimenn annarra þjóða moka upp
fiski uppi í landsteinum á togurum sínum.
Baráttan fyrir útfærslu landhelginnar féll ekki í
góðan jarðveg hjá þeim fiskimönnum en fyrir
íslenska fiskimenn jafngilti hún sjálfstæði
landsins. Fyrst í stað voru það einkum stórir
togarar sem af íslenskum skipum voru við
togveiðar og sjálfsagt þótti að þeir virtu land-
helgina. Framan af var stærð skipa í bátaflot-
anum slík að ekki var viðlit að stunda togveiðar
á þeim. En með stærri skipum og kraftmeiri
jókst að bátarnir sneru sér að togveiðum, ekki
síst þar sem mun færri þurfti í áhöfn við þann
veiðiskap en t.d. við línu- og netaveiðar.
Breytt hugarfar
Smám saman breyttist hugarfarið til landhelg-
innar. Togararnir notuðu stórvirk veiðarfæri,
þunga hlera og bobbingatroll og því talið eðli-
legt að þeir héldu sig á dýpra vatni við sínar
veiðar. Aftur á móti voru veiðarfæri bátanna allt
önnur, hlerarnir léttir og í stað bobbinga var
nær alls staðar verið með fótreipistroll. Þá gátu
bátarnir ekki stundað sömu veiðislóð og togar-
arnir og þótti eðlilegt að þeir fengju heimildir
til veiða innan landhelginnar.
Svo fóru menn að skilja hvers vegna togar-
arnir höfðu seilst til að veiða eins nærri landi og
kostur var, fyrr á öldinni. Málið var nefnilega að
mun meiri aflavon var innan þriggja mílnanna
en utan þeirra og með tímanum kom að því að
þessar veiðar voru lítt arðbærar nema skjótast
öðru hverju inn fyrir og ná í gott hal. Hjá sum-
um snerist þetta við, þannig að þeir skutust út
fyrir línuna endrum og sinnum, svona rétt
meðan varðskip sigldu hjá. Samkeppnin og
metnaðurinn sögðu líka til sín, þeir sem veiddu
innan landhelgi lönduðu margfalt meiri afla en
hinir og sá sem ekki fiskaði á borð við hina átti
ekki á góðu von. Ekki var að því spurt hvar
fiskurinn hefði fengist, heldur hve mikill aflinn
væri. Þess vegna tóku menn áhættuna.
Smám saman breyttist hugsunarhátturinn og
viðhorfið til landhelgisveiðanna,
það sem áður hafði verið pukr-
ast með, varð nú opinbert og
þeir jafnvel ekki álitnir með
réttu ráði sem héldu sig utan
línu. Ekki þótti fréttnæmt þótt
bátur væri staðinn að veiðum
í landhelgi og þeir sem urðu
fyrir slíku ypptu bara öxlum,
rétt eins og um hvert annað
óhapp væri að ræða, á borð
við að slíta vír eða rífa illa.
Þar sem lengi vel var ekki
gengið ríkt eftir innheimtu
sekta, ýtti það undir menn
að halda áfram þessari iðju
sinni. Menn litu á þetta ekki
ósvipað og umferðarlögin, meðan ekki komst
upp um þá, önduðu þeir rólegir og samviskan
nagaði þá á engan hátt.
Slöttungur í hali
Auðvitað höfðu menn vara á sér og héldu sig
utan línu ef hætta var á að varðskip væri í nánd.
Fljótlega komu skipstjórar sér upp viðvörunar-
kerfi til að láta vita ef varðskip var á leiðinni.
Fyrst í stað byggðust þær viðvaranir upp á ein-
földu kerfi í talstöðinni og tengdust afla sem
upp var gefinn. Afli var gefinn upp í ákveðnum
einingum, tveir pokar, einn poki, slöttungur og
skaufi. Um nokkurt skeið hafði það aðeins eina
merkingu ef bátur gaf upp að afli í síðasta hali
hefði verið slöttungur. Þar með flýttu þeir sem
voru í námunda við hann sér að hífa
eða toga út fyrir. Það brást
nefnilega ekki að skömmu síðar
sigldi grátt skip meðfram strönd-
inni. Auðvitað vissu varðskips-
menn af þessu kerfi enda varla
eðlilegt að hvert einasta skip við
suðurströndina skyldi fá slöttung í
hali sama daginn. Þurft hefði meira
en meðalgrunnhygginn mann til að
skilja ekki í hverju slöttungurinn
fólst.
Bjarnhéðinn Elíasson, skipstjóri
á Elíasi Steinssyni, var ekki í nokkr-
um vafa um hvenær „slöttungsvið-
vörunin“ hefði endanlega verið
eyðilögð. Hann var þá að toga við
Ingólfshöfðann, að sjálfsögðu innan við línu.
Guðmundur Guðlaugsson (Gvendur Eyja) var
að toga nokkru vestar, kallaði allt í einu í Bjarn-
héðin og sagði án nokkurra vífilengja: „Þetta
var slöttungur, Bjarnhéðinn, og vertu fljótur að
hífa.“ Þetta sagði Bjarnhéðinn að hefðu verið
endalok kerfisins, með þessu hefði Gæslan
endanlega fengið fullvissu um hvað í slöttungi
fólst.
Saga Útvegsbænda í Eyjum
Komin er út hjá Bókaútgáfunni Hólum
bókin, Af heimslóðum – brot af sögu
Helgu og Árna Péturs í Miðtúni á Melrakka-
sléttu og samfélagsins við Leirhöfn. Margir sjó-
menn hafa fi skað og legið undir Rauðanúp og
sumir siglt inn á Leirhöfnina og virt fyrir sér
byggðina þar en hún er að verulegu leyti
sögusvið bókarinnar. Eitt býlanna er Nýhöfn
þar sem Kristinn Kristjánsson, vélsmiður og
hugvitsmaður starfrækti járn- og vélaverkstæði
frá byrjun 20 aldar og fram undir 1960. Fjöl-
margir bátar komu til viðgerða í Nýhöfn og
viðgerðirnar af öllum toga. Í bókinni rekur
höfundur að nokkru sögu Kristins sem var afi
hans í móðurætt og nokkrum þeim viðgerðum
sem hann fékkst við.
1
„Gufuskip er á siglingu fyrir Öx-
arfjörð – snýr stefni allt í einu og
beinir því að Leirhafnartang-
anum. Siglt er í náttmyrkrinu
eins nærri landi og skipstjóri
þorir og þá settur út léttabátur
með átta menn. Taka þeir land
í Byrgjafjöru skammt sunnan
Stóru-stekkjarhæðar, axla
byrði sína og halda heim í
Nýhöfn. Þar er vakið upp
og veitingar settar á borð.
Kristinn í Nýhöfn fer á fætur
og gengur til smiðju sinnar.
Hann segir svo frá í endurminningum sínum:
Þeir voru af gufuskipi og hafði forskrúfast
hjá þeim krani, sá sem gaf gufu á vélina. Þeir
sögðu skipið berast fyrir straumi og vindi og
töldu sig illa stadda, ef veður breyttist. Ég sótti
mér lampa, því dimmt var, setti koparstykkið í
rennismiðju og skar upp skrúfurnar í því og lét
þá snúa rennismiðjunni. Þá setti ég mótorinn í
gang og renndi nýjan bolta, skar á hann tils-
varandi skrúfur og fellti á gangsetningarhjólið.
Var ég búinn að þessu um fótaferðartíma.“
2
Eitt sinn var Kristinn staddur á Raufarhöfn að
sumarlagi og kemur til hans skipstjóri á báti frá
Þórshöfn og segir honum að það sé ónýt olíu-
dælan hjá sér og spyr hvort Kristinn geti smíðað
nýja. Þannig lýsir Kristinn þessu:
„Ég fór niður í bátinn og var svo heppinn að
hafa með mér málstokk. Dælan
var úr kopar og sögðu þeir, að
það væri feyra í henni, sem
gæfi um. Ég rissaði upp dæl-
una í vasabók mína og skrifaði
alls staðar málið við. Ég gat
rennt dæluna alla, skar skrúfur
á stúta í rennismiðjunni og
meira að segja smíðaði botn-
rærnar, þéttikraga og stálstimpil.
Ég held að þetta hafi verið með
því vandasamasta, sem ég lagði út
í og sólarsögur bárust um, hvað
hún væri vel smíðuð. En sagan er
ekki búin. Nokkrum dögum
seinna strandaði báturinn og
ónýttist. Var þessi fyrirhafnarsami
smíðisgripur því aldrei notaður.“
Af heimaslóðum