Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45 3 Kunnastur er Kristinn fyrir uppgötvun sína, línurennuna. Fyrir daga hennar þurftu sjómenn að standa við línubjóðin og kasta línunni út. Það var hættuverk og kostaði mörg mannslíf. Þótt sú renna sem Kristinn smíðaði í upphafi sé æði frábrugðin þeim sem í dag eru notaðar byggjast þær á sömu hugmyndinni sem er svo einföld að það nægði hverjum manni að sjá verkfærið einu sinni til að geta smíðað hana sjálfur. Níels Árni rekur sögu línurennunnar í bókinni og baráttu Kristins fyrir að koma henni á framfæri við ráðamenn og fá uppgötvun sína viðurkennda. 4 „Bryggju vantaði tilfinnanlega en það var ekki fyrr en 1973 að fyrsta bryggjan sem heitið gæti svo leit dagsins ljós þótt eitthvað hafi áður verið lagað til á klöppunum að norðan. Kristinn bróðir minn gefur mér eftirfarandi lýsingu: Fyrst var þetta stuttur stubbur ofan á stóru steinana sem þá var búið að ryðja upp á gömlu steinana norðan við vörina. Við fengum að eiga gamla síldarplanið sem stóð norðan við lækinn hjá Skor og Hafsilfri, á Raufarhöfn. Náðum í brautarteina sem voru undir síldarvögnunum sem síldinni var landað í og dreift í síldarkörin hjá síldarstúlkunum. Við settum upp staur og löndunarbómu og gátum híft beint upp úr bát- unum og ýtt vagninum síðan upp í enda varar- innar þar sem við höfðum gert aðstöðu til að sturta fiskinum beint ofan í kerru sem við fór- um svo með inn á Kópasker í fiskmóttökuna þar. Þessi bryggja brotnaði niður einn veturinn og nýjar voru byggðar. Þeir bræður mínir og fleiri áttu oft eftir að brasa við þessa bryggju. Straumurinn kemur inn með austurhlið hafnarinnar og leitar þá til vest- urs í víkinni, í Borgarkrókinn og þaðan út með tanganum norður með skerjunum. Einnig barði aldan úr norðri stanslaust á og lítil bryggja beint út í þessi átök sagði lítið, ekki síst þegar ís blandaðist í málið og var lítið herfang fyrir Ægi konung. Bryggja var hins vegar nauðsynleg og átti ég þess kost að blanda mér þar í málin. Er ég tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður veturinn 1980, beitti ég mér fyrir því að fjár- laganefnd sem þá hét fjárveitinganefnd veitti 50 þús. kr. fjárveitingu í höfnina í Nýhöfn. Náði það fram að ganga en varð þó að vera skráð á lið til hafnarframkvæmda á Kópaskeri en sér- merkt í Nýhöfn. Fyrir þennan pening var ágæt- lega unnið og sú bryggja dugði einhver ár. Þá var það rétt fyrir jólin, líklega árið 1994, er Halldór Blöndal var landbúnaðarráðherra, að ég var samferða honum í bíl hans úr Borgartúni í ráðuneytið. Halldór var að velta fyrir sér í hvað hann ætti að setja hluta af ráðherrafé sínu. Nefndi ég þá höfnina í Nýhöfn og leist Halldóri vel á og var fljótur að afgreiða þetta eins og annað sem hann tók ákvörðun um. Upphæðin var 400 þús. kr. að mig minnir sem var töluvert fé og fyrir það unnið með stórvirkum krönum og tilheyrandi timburkaupum. Þetta opinbera fjármagn nýttist fyrst og fremst til kaupa á vélavinnu og efni en vinnuframlag heimamanna lítið eða ekkert greitt. Þeir þurftu hins vegar ekki að leggja fram beinharða peninga og það skipti sköpum. Ekki veit ég um frekari framlög ríkisins til hafnarinnar í Nýhöfn og er ókunnugt um hvort og þá hvernig aðrir fjármunir feng- ust.“ grunnur þar sem Rigel var við veiðar og ókyrrð- ist sjórinn hratt og varð úfinn. Doríunum var róið hverri af annarri heim að Rigel til að láta taka sig inn. Það hafði sést til Jacobsons og félaga hans reyna að ná til skútunnar. Án nokk- urs fyrirvara gerði brot sem gekk yfir doríu þeirra og steypti henni á hvolf. Báðir mennirnir voru góðir sundmenn og Jacobsen náði að grípa í stafnbogann á doríunni og Johnson í skut- bogann. Það sást til þeirra frá Rigel þar sem þá rak óðara að skútunni. Dixon skipstjóri gerði sér vel grein fyrir þeirri hættu sem þeir voru í. Það voru miklir erfiðleikar sem mennirnir máttu þola þarna í ísuðum sjónum. Hvað eftir annað munaði litlu að ofurefli vinds og öldufall sjávarins kipptu handfestu þeirra lausri þegar doríunni var skyndilega lyft upp og hún vó salt á öldutoppi stórrar brimöldu á meðan menn- irnir héngu niður hvor í sinn öldudalinn. Aftur og aftur misstu þeir tökin en í baráttunni fyrir lífi sínu náðu mennirnir handfestum sínum á doríunni á nýjan leik. Þessu hélt áfram í heila klukkustund. Að því kom að Jacobson kallaði upp yfir sig að hann héldi þetta ekki út öllu lengur. Þá kallaði Johnson til hans að hann skyldi halda hugrekki sínu því hann sæi til Rigel og að vindurinn bæri þá hratt í átt að skútunni og innan stundar yrði þeim borgið. En það var einmitt á þessum tímapunkti að akkerisfesti Rigel brast. Ofsi stormsins var svo sterkur að hann náði að slíta öfluga akkeris- taugina sem hélt skútunni. Taugin slitnaði næstum eins og pípuleggur og mennirnir tveir, sem voru á reki, tóku eftir því. Jacobson kallaði þá til félaga síns á ný „ég er að deyja,“ þar sem hann varla hélt sér á lífi. Hann var þá búinn að þrýsta höndunum upp að olnboga inn í lykkju stafnstrengsins og bregða henni alla leið upp í axlarkrikann. En þrátt fyrir það sótti hrollkald- ur dauðinn að honum. Félagi hans sá að hann varð hreyfingarlaus og hinn ljóshærði ungi maður frá Gullholman gaf upp öndina. Hann hélt samt fast, dauðagripið var traust en höfuðið féll fram og ofan í sjóinn. Á þessum tímapunkti missti Jacobson meðvitund en hélt sér þó enn föstum. Jafnskjótt og skútan var komin undir stjórn á ný kallaði Dixon skipstjóri, sem hafði staðið uppi á framránni og fylgst með mönnunum í sjónum, eftir sjálfboðaliðum til að ná mönn- unum inn. Og þrátt fyrir að sjólagið væri afar viðsjárvert buðu þrír menn sig þegar fram. Það voru þeir Charles Eckhoff, John Raymond og Irving Finney. Doría þeirra náði svo aftur til skonnortunnar með báða doríumennina alveg rænulausa eftir erfiða björgun. Er um borð var komið náðist að endurlífga Johnson þegar í stað. Höfuð Jacobsons hafði lengi legið á grúfu í sjónum, eða í meira en hálfa klukkustund. Reyndist ekki hægt að lífga hann. Í meira en fjórar klukkustundir var allt gert sem hægt var af Gullholmanmönnunum til að reyna að endurlífga hann en án þess að nokkuð dygði. Hann var víst án alls vafa látinn þegar hann var tekin upp úr sjónum. Bókin, Undir miðnætursól, segir sögu amerískra lúðuveiðara við Íslandsstrendur 1884 til 1897, af sjónarhóli fi skimannanna sjálfra, ekki Íslendinga. Einmitt vegna þessa óvenjulega sjónarhorns fáum við einnig skemmtilega og í sumu nýstárlega mynd af íslensku samfélagi. Lúðuveiðimennirnir fl uttu með sér margar nýjungar svo sem gúmmístígvél og olíugalla. Þeim fylgdu framandi krydd, ávextir og sápur til daglegs brúks. Sem dæmi um hreinlæti hinna erlendu sjómanna fékk enginn Íslendingur að fara undir þiljur, niður í káetu né heldur í hásetalúkarinn, nema taka af sér yfi rhafnir og skófatnað ofanþilja. Um leið var honum boðin sápa og vatn í fötu til að þvo sér. Höfundur bókar- innar er Jóhann Diego Arnórsson. * Eftirspurn eftir lúðu óx jafnt og þétt eftir því sem inn- flytjendum til Bandaríkjanna fjölgaði. Um 1880 fór eitthvað að draga úr Grænlandsveiðinni og var enn reynt að finna ný mið. Það var 1884 að þrjár skonnortur héldu til tilraunaveiða á mið- unum við Ísland, með þeim árangri að á næstu 14 ár vöndu Ameríkanar (frá Gloucester í Massaschusetts) komur sínar til lúðuveiða hér við land. * Skipstjórarnir sem sigldu hvað oftast og þekktu aðstæður hvað best sigldu jafnan til Íslands með aðeins hálfa áhöfn en réðu svo Íslendinga í laus rúm. Þann 14. apríl 1890 segir í dagbók Bushie stýrimanns á Concord: „Í morgun var öll okkar áhöfn komin um borð. Í áhöfn með okkur í sumar verða átta Íslendingar, einn á hverri doríu. Við drógum um það hver þeirra reri með hverj- um okkar.“ Veiðar Ameríkana voru ekki hættulausar. Menn tók út í illviðrum, doríur týnd- ust í þoku og þeim hvolfdi. Það var að morgni dags 29. apríl. Olof John Jacobson og félagi hans, Oscar Johnson, annar tveggja Johnsonbræðra frá Gull- holman sem komu með Jacobsen og einn margra Gullholmannanna sem sigldu á Rigel, lögðu af stað út til að draga lóðirnar sínar. Rigel var um 40 mílur frá landi. Klukkan um ellefu þennan morgun hvessti skyndilega af norðaustri. Sjór var fremur Undir miðnætursól

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.