Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Helgi Krisjánsson, sölustjóri hjá Naust Marine, segir hér frá tveim- ur túrum er hann fór til Argentínu í febrúar og ágúst síðastliðnum með reynslu og íslenskt hugvit í farteskinu, nefnilega hið magnaða togvindukerfi sem fyritækið Naust Marine hefur þróað. ATW Winch Control kallast það og er sjálfvirkt togvindustjórnkerfi . Árið 1981 fékk togarinn Ottó N. Þor- láksson fyrstu útgáfu kerfi sins sem hefur síðan verið í stöðugri þróun. Í dag er kerfi ð að fi nna í um 80 togurum, allt frá hinum minnstu til hinna stærstu er veiða á veraldarhafi nu. Fylgjum Helga til Argentínu. Undirritaður hafði nokkru áður skoðað skipið að ósk útgerðarinnar og kom í framhaldinu með tillögur um end- urbætur. Þetta var 95 metra langur frystitogari, Echizen Maru, smíðaður í Japan, líklega 1985 eða þar um bil. Um borð var aðeins ein vinda sem sá um allar hífingar, svona rétt eins og á gömlu síðutogurunum. Ég sá að þarna gátum við heldur bet- ur látið til okkar taka, bæði til fækkunar mannskaps og til að gera vinnuna mun öruggari fyrir áhöfnina, og auðvitað til að auka aflann á hvern togtíma. Í kjöl- farið keyptu þeir togvindur með ATW sjálfvirka togvindu stjórnkerfinu okkar og 18 aðrar rafdrifnar vindur fyrir ýmsar hífingar og meðhöndlun á trollinu, ásamt netstýribúnaði frá Famtaki fyrir netvind- urnar. Einnig keyptu þeir AutoGen kerfi fyrir sjálfvirka álagsstjórnun á rafölum um borð. Teikningar og niðursetning var í höndum Navis ehf. Þegar haldið var í fyrstu veiðiferðina eftir breytingarnar var umsamið að ég færi á sjóinn með þeim til að leiðbeina áhöfninni um það hvernig best væri að nota kerfið, þar sem áhöfnin á dekki hafði ekki áður unnið með grandara- vindur og slíkt. Skipstjórinn hafði held- ur aldrei unnið með sjálfvirkt togvindu- kerfi, líku ATW kerfinu. Skipið er í eigu Pesantar S.A. í Argen- tínu sem er ein fjölmargra greina hins japanska stórfyrirtækis Nissui. Fyrir vik- ið er fiskiskipstjórinn japanskur, líka bátsmaðurinn og yfirvélstjórinn. Að öðru leyti er hin 65 manna áhöfn frá Argen- tínu og talar lítið annað en spænsku sem er ekki uppáhaldsmálið mitt. Svo má ekki gleyma því að japönsku yfirmenn- irnir hafa sérkokk sem heldur þeim uppi á alskonar Sushi réttum, sem framleiddir eru úr þeim fiski sem þarna veiðist, og maður verður að koma í munninn á sér með prjónum. Alveg frábær matur, en það var samt ágæt tilbreyting frá öllum fiskinum að fá argentískt nautakjöt um helgar sem var grillað úti á dekki – enda sumar hjá þeim í febrúar. Ég flaug nánast eins langt suður og hægt er eða til Ushuaia, heimahafnar skipsins, syðst í Argentínu. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá er Ushuaia mikill ferðamannastaður og markaðsett- ur sem „Fin del Mundo“ eða Endi jarðar. Þaðan er stutt á miðin eða á milli 5 til 10 klst sigling – og innan við sólarhrings sigling til Suðurskautslandsins. Á þeim slóðum þar sem við vorum er lítið landgrunn svo að skipin mega fara nokkuð nálægt landi, eða um það bil 4 sml. Það er líka ekki verra að geta skift um veiðislóð og leitað skjóls þegar hann rýkur upp. Þetta er skammt austan við Hornhöfða og stormasamt eftir því og stríðir hafstraumar. Þarna veiddum við hoki, allt upp í 60 tonn í hali eftir aðeins einnar klukkustundar tog. Eitthvað kom líka upp af saborin en lesendur Víkings verða að hjálpa mér með íslenska nafnið á þeim fiski. Hokinn er hausaður og frystur, mest fyrir Suður-Ameríku markað, en eitthvað var líka flakað af honum í fiskblokk til Evrópu. Seinni túrinn minn var á tannfisk, eða Patagonian Toothfish en hann veiðist Hann trúði okkur ekki Heildar tannfi skkvóti Argentínu er aðeins um 2.500 tonn á ári og fengum við um 20% af þeim hlut á um það bil 10 dögum. Myndin sýnir vel miðin sem um ræðir en þetta er vafalítið með erfi ðari veiðisvæðum veraldar. „Á þessum slóðum er mikið um hval og sáum við nokkra búrhvali,“ segir Helgi, „sem virtust elta skipið, en einnig mikið af smærri hvölum sem líktust helst háhyrningum.“ Echizen Maru er 95 metra langur frystitogari. Í upphafi var aðeins ein togvinda um borð. Þessu breyttu Helgi og félagar hjá Naust Marine og settu í skipið fjórar grandaravindur, tvær netvindur og netstýringu, tvær gilsvindur, fjórar bobbingavindur, tvær pokavindur, tvær úthalaravindur og tvær aukavindur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.