Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47
austar og talsvert dýpra en hokinn.
Tannfiskurinn er stór fiskur, um 8-12 kg
– stærstur um 15 kg – og gefur afar vel
af sér. Japanir og Kínverjar eru brjálaðir í
hann og borga 30 dollara fyrir kílóið af
hausuðum og sporðskornum fiski sem
þeir nota í alskonar sushi-rétti. Engu var
þó hent; úr hausnum komu kinnar,
gellur og hnakkastykki en afgangurinn
fór í mjöl. Og þetta fékk ég í hvert mál á
meðan túrnum stóð, sushi og aftur sushi,
og er síðan orðinn forfallinn sushi-karl.
Enda fátt sem fer betur í maga en hrár
fiskur, nýveiddur.
Aðdragandinn að þessari seinni ferð
minni var sá að japanski skipstjórinn
neitaði að trúa því að ATW sjálfvirka
vindukerfið okkar réði við aðstæðurnar
þarna. Skiljanlega, segi ég. Fiskurinn er á
1000 metra dýpi, í miklum straumi sem
liggur þvert á togstefnuna, togað er í
miklum halla og á vondum botni þar
sem mikið er um festur. Sjaldan næst því
að toga lengur í einu en 90 mínútur en
afli komst í allt að 35 tonn í einu hali.
Og ég held að logn sé varla til á þess-
um slóðum, stífur vindur eða rok var að
minnsta kosti ríkjandi veðurlag á meðan
ég var þarna. Tortryggni skipstjórans var
því skiljanleg. En það eru engar ýkjur að
eftir tvö fyrstu togin var skipperinn bú-
inn að skipta alveg um skoðun á ATW
kerfinu. Þegar verst var sáum við um 25
metra mismun á lengd togvíra, þótt við
værum á beinu togi og trollið var um
100 metrum grynnra í landgrunns kant-
inum en sjálft skipið, þar sem trollið
kastaðist undan straumnum upp í kant-
inn. Kerfið virkaði mjög vel á togi, en
einnig þar sem þurfti að hífa úr festu –
sem var æði oft – og til að gæta þess að
trollið slitnaði ekki frá í þungum sjón-
um. Japaninn var jafn undrandi og hann
var glaður að sjá og upplifa það sem
honum fannst ganga kraftaverki næst.
Sjálfvirka vindukerfið frá Íslandi hafði
staðist þá erfiðustu prófraun er hann gat
hugsað sér.
www.ishusid.is
S: 566 6000
Smiðjuvegi 70
200 Kópavogi
FREON
Hágæða
Framleiðendur kælikerfa hafa varað við óvönduðum
framleiðendum en mikið hefur verið um efni á markaðnum
sem geta eyðilagt kerfi vegna lélegra grunnefna og raka í
freoninu.
Íshúsið býður upp allar gerðir hágæða freons frá Koemans.
Skiptiefnið í staðinn fyrir R-22 er væntanlegt.