Fréttablaðið - 26.08.2022, Síða 1

Fréttablaðið - 26.08.2022, Síða 1
Í Vatnsmýri og Skerja- firði er fermetraverðið 976 þúsund krónur. 1 9 3 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 2 Sló met á 265 kílómetra hraða Lífið ➤ 16 Sérblaðið Nýsköpun fylgir Fréttablaðinu í dag Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur Škoda Kodiaq Vinsæli ferðafélaginn! Verð frá 7.590.000 kr. Eigum nokkra lausa bíla á lager! Fjórhjóladrifinn, mjög vel útbúinn með 2.5 tonna dráttargetu Litlar fjölbýliseignir á höfuð- borgarsvæðinu hafa hækkað um 27 prósent á einu ári. Þrátt fyrir merki um viðsnúning í verði stærri eigna halda þær minnstu áfram að hækka. kristinnhaukur@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Ólíkt stærri íbúðum halda íbúðir undir 80 fermetrum á höfuðborgarsvæðinu áfram að hækka í verði. Í júlí mældist meðal fermetraverð í fjölbýli í þessum stærðarf lokki nærri 826 þúsund krónur, miðað við 819 þúsund í júní. Þetta kemur fram í fasteignamæla- borði Deloitte. Fyrir ári síðan var fermetraverðið tæplega 651 þúsund og hefur það Litlar íbúðir halda áfram að hækka því hækkað um tæplega 27 prósent. Mest var hækkunin í marsmánuði, 70 þúsund krónur. Vatnsmýrin og Skerjafjörðurinn eru dýrasta hverfið fyrir litlar íbúð- ir. Þar er verðið farið að nálgast eina milljón, var í júlí 976 þúsund krón- ur. Smára-, Linda- og Salahverfi í Kópavogi eru ekki langt undan með 970 þúsund króna fermetra- verð en Grafarholtið og Úlfarsár- dalurinn eru í þriðja sæti með 918 þúsund. Ódýrustu litlu íbúðirnar finnast í Breiðholtinu, þar sem fer- metraverðið er 639 þúsund krónur. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að fasteignaverð muni fara lækkandi með haustinu og vísað í þróun erlendis og hækkandi vaxta- stig því til stuðnings. Samkvæmt mælaborði Deloitte á það við rök að styðjast þegar kemur að stórum og millistórum íbúðum. Í júlímánuði hrapaði fermetra- verð stórra íbúða, yfir 120 fermetra, úr 704 þúsund krónum í 660. Það er lækkun um rúmlega 6 prósent. Eftir stanslausar hækkanir síðan um áramót lækkaði fermetraverð meðalstórra íbúða á höfuðborgar- svæðinu, 80 til 120 fermetra að stærð, örlítið. Fór það úr 689 þús- undum í 687. Þetta þýðir að í heildina er lækkun á verði fjölbýliseigna en sérbýli heldur áfram að hækka. Í júlí mældist fermetraverðið 645 þúsund krónur og skipti þar mestu hækkun lítilla sérbýliseigna, undir 200 fermetrum. n MENNTAMÁL Samkvæmt Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjöl- brautaskólans á Suðurlandi (FSu), stendur til að móta nýtt fyrirkomu- lag námsráðgjafar á Kvíabryggju í byrjun annar. Er það gert með því markmiði að nýta fjármagnið, sem skólinn fær frá ríkinu, sem best og auka möguleikann á meiri skil- virkni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur 10 prósenta staða náms- ráðgjafa frá Fjölbrautaskóla Snæfell- inga á Kvíabryggju verið lögð niður. Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu, gagnrýndi FSu harðlega fyrir það og kallaði eftir stöðvun fjárveitingar til skólans og heildarendurskoðun á mennta- málum fanga. SJÁ SÍÐU 4 Nýtt fyrirkomulag á Kvíabryggju Opinber heimsókn forseta Eystrasaltsríkjanna til Íslands hófst í blíðskaparveðri á Bessastöðum í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid tóku á móti forsetahjónum Eistlands, Lett- lands og Litáen, en 30 ár eru liðin frá endurnýjuðu sjálfstæði ríkjanna. Gitanas Nauséda, forseti Litáen, og Diana Nausédiené, eiginkona hans, njóta á myndinni leiðsagnar Guðna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.