Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 26.08.2022, Qupperneq 2
Hlaupið með hundana Það var mikið stuð og stemning í Hundahlaupi UMFÍ sem fram fór á Seltjarnarnesi í gær. Hundar af öllum stærðum og gerðum hlupu með eigendum sínum og veðrið lék við hlauparana. Í boði voru tvær hlaupaleiðir fyrir hundana og eigendur þeirra, fimm kílómetra leið og tveggja kílómetra leið fyrir þá sem vildu heldur rólegra hlaup með hundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tiltekt íslensku drengjanna Ísaks Bergmanns Jóhannes­ sonar og Hákonar Arnar Haraldssonar, eftir leik FCK og tyrkneska liðsins Trabzon­ spor í Meistaradeildinni, vakti heimsathygli. Mamma Hákonar varð stolt af gutt­ anum þegar hún sá myndina. benediktboas@frettabladid.is FÓTBOLTI „Ég varð stolt þegar ég sá myndina. Mér finnst líka alltaf gott þegar lið skilja við klefann með sómasamlegum hætti. Það er rétt og fallegt að gera það,“ segir Jónína Halla Víglundsdóttir, móðir Hákonar Arnar Haraldssonar, leik­ manns FCK, en mynd af guttanum að skrúbba klefa Trabzonspor eftir viðureign liðanna í Meistaradeild­ inni fór eins og eldur um sinu um heima samfélagsmiðlanna. Fá þeir almennt klapp á bakið fyrir að gera slíkt, meira að segja frá Tyrkjunum sem kalla nú yfirleitt ekki allt ömmu sína þegar kemur að fótbolta og samfélagsmiðlum. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2016 sem lið FCK fer í Meistaradeildina en með liðinu leika Hákon og Ísak Berg­ mann Jóhannesson. Það var mikið fagnað í leikslok og bjór og annað flaug um klefann. Það var því mikið sem drengirnir ungu þurftu að þrífa. Jónína, sem var valin besti leik­ maður Íslandsmótsins 1992 og 1993, lék 134 leiki í efstu deild fyrir ÍA og skoraði í þeim 40 mörk, en hún á einnig að baki 11 A­landsleiki. Hún og eiginmaður hennar, Haraldur Ingólfsson, eiga svo marga Íslands­ meistaratitla með ÍA að hún man ekki töluna á þeim. Þau horfðu á leikinn gegn Trab­ zonspor en yngsti sonurinn, Haukur Andri, var að fagna 17 ára afmæli sínu. Það var því mikið fagnað á heimilinu. Haukur Andri skoraði einmitt sigurmark ÍA gegn ÍBV og elsti bróð­ irinn, Tryggvi Hrafn, hefur verið magnaður með Valsliðinu í sumar. Það hefur því verið í mörg horn að líta fyrir Jónínu og Harald. „Það hefur verið svolítið um stórar stundir að undanförnu en reglulega gaman.“ Hún segir að Kaupmannahafnar­ liðið haldi vel utan um son sinn og hún hafi verið með annan fótinn þarna úti en hann er 19 ára gamall og búinn að vera þar í þrjú ár. „Hann er búinn að fara í gegnum akademí­ una og ég tók strax eftir því að það er ekki bara verið að kenna þeim fót­ bolta heldur líka verið að horfa í aðra hluti og frágang og annað, hegðun og framkomu, sem er mjög gott. Þegar ég hef farið út að horfa á þessa leiki í yngri flokkunum finnst mér hegðun leikmanna alltaf góð. Bæði gagnvart mótherjum og dóm­ urum. Mér fannst það ákveðinn munur þar og hér á Íslandi. Þeir kom­ ast ekkert upp með að vera með ein­ hverja stæla – það er ekkert í boði.“ Hún segist fylgjast vel með þegar börnin hennar spila. „Við reynum að sjá allt. Mann langar alltaf á alla leiki og verður órólegur ef maður kemst ekki. Það er því miður ekki hægt að vera á tveimur stöðum sam­ tímis en við höfum verið með tvo skjái í sjónvarpsherberginu. Einu sinni náðum við þremur leikjum sama daginn,“ segir fótboltamóðir­ inn Jónína. n Skagaguttarnir hreinsuðu til eftir leikinn í Tyrklandi Myndin af þeim Tryggva og Ísak fór víða um heima internetsins í gær og var þeim hrósað í hástert fyrir að skilja vel við klefann hjá Trabzonspor. MYND/FCK Jónína Víglundsdóttir bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Dæmi virðast um að fyrrverandi ráðherrar sem forseta­ embættið hefur sagt að hafi verið boðið til hátíðarhalda í dag vegna 30 ára sjálfstæðissögu Eystrasalts­ ríkjanna hafi ekki fengið boðskort. Mikið hefur verið fjallað um skamman fyrirvara á útsendingu boðsbréfanna, dagskrá, ræðumenn og fleiri álitaefni. Júlíus Sólnes, sem gegndi starfi umhverfisráðherra 1990­1991, segir í athugasemd við umræðu um málið á Facebook­síðu Þorvaldar Gylfa­ sonar prófessors: „Ég virðist vera í sama skammar­ krók og Jón Baldvin, því að ekki hefur mér verið boðið á þessa ráð­ stefnu. Í fréttatilkynningu frá For­ seta Íslands kemur fram, að öllum ráðherrum í ríkisstjórnum 1988­ 1991 og 1991­1995 hafi verið boðið. Ég var einn þeirra, en mér hefur ekki verið boðið,“ segir Júlíus. n Júlíusi ekki boðið Júlíus Sólnes, fyrrverandi ráðherra birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Matarbanki Fjölskyldu­ hjálpa Íslands var opnaður fyrir hálfum mánuði og segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl­ skylduhjálparinnar, að ekki hefði verið hægt að úthluta öllum þeim fjölskyldum, sem til þeirra leita eftir aðstoð, mat ef ekki væri fyrir bankann. En líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur orðið gríðarleg aukning í aðsókn í mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálpinni það sem af er ári. „Við höfum verið að úthluta mat á hverjum virkum degi núna til við­ bótar við stóru úthlutunardagana okkar því þörfin er svo mikil. Matar­ bankinn auðveldar okkur þetta á sama tíma og hann dregur úr mat­ arsóun,“ segir Ásgerður Jóna. Matarbankinn er þannig upp­ byggður að fyrirtæki gefa Fjölskyldu­ hjálpinni mat sem er að nálgast síðasta söludag og fólk sem á þarf að halda getur komið og valið sér það sem það langar í. „Við hefðum ekki getað staðið straum af þessum kostn­ aði ef það væri ekki fyrir fyrirtækin sem gefa matinn. Hann er góður til manneldis og þarna fær fólk að koma og velja sér mat eins og það sé að versla en þarf ekki að borga.“ Þau sem þurfa á aðstoð að halda skulu skrá sig hjá Fjölskylduhjálp. n Margir sækja mat í Matarbankann Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl- skylduhjálpar- innar 2 Fréttir 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.