Fréttablaðið - 26.08.2022, Side 16
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
„Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er
að styðja við rannsóknir og þró-
unarstarf sem miðar að nýsköpun
í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn
er opinn fyrir nýsköpunarverk-
efni úr öllum atvinnuvegum og er
svokallaður „bottom-up“ sjóður,
það er að segja að verkefnin þurfa
ekki að falla innan ákveðins þema
til að hægt sé að sækja um styrk,“
útskýrir Svandís Unnur Sigurðar-
dóttir, sérfræðingur hjá Rann-
sóknamiðstöð Íslands – Rannís.
Þetta árið hefur Tækniþróunar-
sjóður um 3,5 milljarða til úthlut-
unar.
„Einstaklingar, lítil og meðalstór
fyrirtæki, opinber fyrirtæki, rann-
sóknastofnanir og háskólar geta
sótt um styrk úr Tækniþróunar-
sjóði, en í gildi eru mismunandi
reglur á milli styrktarflokka. Sem
dæmi má nefna fyrirtækjastyrkinn
Fræ (/Þróunarfræ) þar sem ein-
ungis einstaklingar eða fyrirtæki
yngri en fimm ára geta sótt um.
Styrktarflokkurinn Fræ er sniðinn
að verkefnum á hugmyndastigi og
það er algengt að verkefni sem fá
styrk í Fræi fái til dæmis styrk úr
flokknum Sprota eða Vexti í kjöl-
farið, en þeir styrktarflokkar eru
ætlaðir fyrir verkefni sem komin
eru af hugmyndastigi,“ greinir
Svandís frá.
Metfjöldi umsókna barst 2020
Alls bárust 417 umsóknir um
styrk til Tækniþróunarsjóðs í vor
og ákvað stjórn sjóðsins að ganga
til samninga við 91 verkefni fyrir
ríflega 1,7 milljarða króna. Þess má
geta að stuðningur sjóðsins getur
verið frá einu ári til allt að þriggja
ára.
„Þar sem Tækniþróunarsjóður
er samkeppnissjóður fá ekki allir
sem senda inn umsókn og uppfylla
kröfur úthlutað styrk. Árangurs-
hlutfall styrktra verkefna fer
eftir ýmsu, meðal annars fjölda
umsókna og fjárlögum hvers árs.
Það er aftur á móti ánægjulegt að
segja frá því að árangurshlutfall
styrktra verkefna af heildarfjölda
umsókna sem bárust í vor var 22
prósent, sem er hærra en hefur
verið undanfarin ár,“ upplýsir
Svandís Unnur.
Árið 2020 barst sjóðnum met-
fjöldi umsókna.
„Það skýrist að miklu leyti af
því að umsóknir í Fræ voru nánast
tvöfalt fleiri en árið áður. Á þessum
tíma var aðeins hægt að sækja um
styrk í Fræ einu sinni á ári, í byrjun
apríl, en brugðist var við auknum
áhuga á Fræ með því að hafa alltaf
opið fyrir umsóknir í þann flokk.
Markmiðið með þessu breytta
fyrirkomulagi var að ná að mæta
þörfum stærri markhóps og ekki
láta frumkvöðla þurfa að bíða í
heilt ár eftir að senda inn umsókn
vegna nýsköpunarhugmyndar
sinnar,“ segir Svandís.
Skattfrádráttur nýtist vel
Það getur skipt sköpum að hljóta
styrk úr Tækniþróunarsjóði.
„Svo sannarlega. Þetta eru
umtalsverðar upphæðir og í tals-
vert langan tíma. Á reynsludögum
styrkþega höfum við heyrt um þó
nokkur dæmi þar sem tekið hefur
verið fram að fyrirtækið væri ekki
þar sem það er í dag ef ekki hefði
orðið af styrkveitingum Tækniþró-
unarsjóðs, og einnig skattfrádrætti
vegna rannsókna- og þróunar-
kostnaðar,“ greinir Svandís frá.
Skattfrádráttur vegna rann-
sókna- og þróunarkostnaðar veitir
fyrirtækjum sem eru eigendur
rannsókna- og þróunarverkefna
rétt til skattfrádráttar vegna
kostnaðar við nýsköpunarverkefni
sín.
„Fyrir lítil og meðalstór fyrir-
tæki er endurgreiðsluhlutfallið
35 prósent og fyrir stór fyrirtæki
er það 25 prósent, séu öll skilyrði
uppfyllt. Fyrir ný verkefni er
umsóknarfrestur til 1. október
ár hvert, nema þegar fyrsti dagur
mánaðarins lendir á helgi, eins og
í ár; þá er fresturinn fyrsta virka
dag mánaðarins. Þau verkefni sem
hafa nú þegar fengið staðfestingu
Rannís á umsókn sinni hafa kost á
að senda framhaldsumsókn fyrir
1. apríl,“ upplýsir Svandís.
Liðsinni við alþjóðlegt samstarf
Frá og með 1. janúar 2021 fluttist
umsýsla með Enterprise Europe
Network á Íslandi til Rannís, frá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Þjónustan er hluti af stuðnings-
umhverfi nýsköpunar á Íslandi og
er öll þjónustan gjaldfrjáls.
„Enterprise Europe Network
(EEN) veitir fyrirtækjum ráðgjöf
sem stefna í alþjóðlegt samstarf.
EEN getur hjálpað fyrirtækjum að
skoða evrópska styrki eins og Hori-
zon Europe og aðstoðað við leit
að erlendum samstarfsaðila fyrir
verkefnið sitt,“ útskýrir Svandís.
Öll fyrirtæki sem huga að sókn
á erlenda markaði geta nýtt sér
þjónustu EEN, en markhópurinn
er lítil og meðalstór fyrirtæki.
„Á vegum EEN eru til dæmis við-
burðir eins og fyrirtækjastefnumót
sem veita fyrirtækjum tækifæri til
að efla tengslanetið sitt og má klár-
lega segja að EEN sé góð lyftistöng
fyrir nýsköpunarfyrirtæki í vexti,“
segir Svandís.
Markmið Enterprise Europe
Network er að styðja metnaðarfull
fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðleg-
um vexti, og að upplýsa, fræða og
leiðbeina íslenskum fyrirtækjum
varðandi tækifæri á alþjóðamark-
aði, án endurgjalds.
„EEN getur aðstoðað þegar
kemur að spurningum um fjár-
mögnun í gegnum styrki ESB,
lög og reglugerðir, CE-merkingar,
tolla og virðisaukaskatt á innri
markaðnum, ásamt öðrum málum
tengdum alþjóðavæðingu og evr-
ópska markaðnum. Sérfræðingar
EEN bjóða einnig upp á nýsköp-
unarþjónustu sem greinir núver-
andi ástand og tækifæri fram-
tíðar. Í boði eru þrjár mismunandi
greiningar, með fókus á stjórnun
nýsköpunar, stafræna nýsköpun og
sjálfbærni.“
Fyrirtæki geta haft samband
við Enterprise Europe Network í
gegnum vefsíðuna een.is.
Rík áhersla á jafnréttissjónarmið
Talið berst að konum í nýsköpun
og hvort þeim hafi fjölgað á
undanförnum árum.
„Konur hafa alltaf verið í
nýsköpun, og það má enn finna
kvenfrumkvöðla á flestum sviðum
nýsköpunar, en eins og sjá má af
umræðu í samfélaginu eru færri
konur að fá fjármögnun, bæði
þegar kemur að styrkjum og fjár-
festingu,“ segir Svandís Unnur.
Hjá Rannís sé rík áhersla lögð á
jafnréttissjónarmið.
„Með aukinni umræðu tel ég að
kynjahlutfallið muni jafnast. Yfir
allt síðastliðið ár var árangurshlut-
fall kvenna ívið hærra í Tækniþró-
unarsjóði en karla, eða 24 prósent
hjá konum á móti 22 prósent hjá
körlum, þrátt fyrir að vera enn
í minnihluta bæði umsókna og
styrktra verkefna,“ upplýsir Svan-
dís.
Ráðgjöf og vinnustofa í Grósku
DAFNA er stuðningur sem Tækni-
þróunarsjóður býður styrkþegum
í samstarfi við KLAK – Icelandic
Startups.
„Stuðningskerfið var upphaf-
lega aðeins í boði fyrir styrkþega
í Sprota en nú hefur það verið
stækkað og er í boði fyrir bæði
styrkþega í Sprota og Vexti. Með
þessari aukningu er okkur kleift
að styðja við verkefni á breiðara
bili nýsköpunarkeðjunnar, allt frá
útfærslu hugmyndar að verkefnum
sem eru langt komin með þróun
afurðar sinnar,“ útskýrir Svandís
Unnur.
Stuðningurinn fer fram í formi
vinnustofu í Grósku og ráðgjafar.
„Þátttakendur í DAFNA fá sinn
eigin ráðgjafa og þau hittast og
vinna saman í verkefnismiðuðum
markmiðum. Ágúst Hjörtur Ing-
þórsson, forstöðumaður Rannís,
og Kristín Soffía Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri KLAK – Icelan-
dic Startups, hittust í Grósku á
dögunum til að undirrita þriggja
ára samning um DAFNA og tryggja
framhald stuðningskerfisins til
næstu ára.“ n
Rannís er í Borgartúni 30. Sími
515 5800. Nánari upplýsingar um
Tækniþróunarsjóð eru á rannis.is
Frá vinstri: Mjöll Waldorff, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís og hluti af alþjóðateymi sviðsins. Hún leiðir Enterprise Europe Network-verkefni Rannís. Sigþrúður Guðnadóttir er
sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði sviðsins. Svandís Unnur Sigurðardóttir er sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði og hluti af nýsköpunarteymi sviðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Með aukinni
umræðu tel ég að
kynjahlutfallið muni
jafnast. Yfir allt síðasta ár
var árangurshlutfall
kvenna ívið hærra í
Tækniþróunarsjóði en
karla, þrátt fyrir að vera
enn í minnihluta bæði
umsókna og styrktra
verkefna.
2 kynningarblað 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN