Fréttablaðið - 26.08.2022, Page 20

Fréttablaðið - 26.08.2022, Page 20
Það er ekkert hugbúnaðartól til sem gerir fólki kleift að herma hljóð með þeirri nákvæmni og hraða sem við bjóðum upp á. Jafn- framt er ekkert annað tól til sem leyfir notendum hreinlega að upplifa hljóðið meðan á hönnun stendur. Finnur Pind Nýsköpunarfyrirtækið Treble Technologies þróar hugbúnað til hljóðhönnunar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur fyrirtækið náð miklum árangri á alþjóðavísu og hafið samstarf við mörg af fremstu fyrirtækjum heims í tækni-, byggingar- og bíla- geiranum. Tæknin sem fyrirtækið byggir á gerbyltir því hvernig hægt er að hanna hljóð og skapa hljóð­ upplifanir á afar breiðu sviði. Finnur Pind og Jesper Pedersen, stofnendur Treble Technologies, kynntust í DTU fyrir rúmlega ára­ tug, þar sem þeir lærðu hljóðverk­ fræði. „Síðan við kláruðum námið unnum við báðir við hljóðhönnun, hann einblíndi á heyrnartæki og ég var í byggingargeiranum. Að endingu skellti ég mér svo í doktorsnám árið 2016 í DTU og í því rannsóknarstarfi voru stigin fyrstu skrefin í þróun tækni Treble. Árið 2020 leiddum við Jesper svo hesta okkar saman og hófum að snúa afurðum rannsóknarstarfs­ ins í hugbúnaðarvöru. Á þessum tveimur árum höfum við vaxið frá tveimur stofnendum og erum nú 23 sem störfum hjá fyrirtækinu,“ segir Finnur. Ný tækifæri Fólk hefur lengi reynt að líkja eftir hegðun hljóðs í tölvum og til er einhver tækni til þess á markaðnum í dag. Treble Techno­ logies er þó einstakt á sínu sviði. „Okkar sérstaða er sú að við höfum þróað tækni sem gerir fólki kleift að herma hljóð mun hraðar og nákvæmar en áður hefur verið hægt. Þetta er hægt vegna nýrra stærðfræðiaðferða og nýrrar tækni í tölvuútreikningum í skýinu. Þessi nýja tækni og þeir möguleikar sem henni fylgja, opna svo fjölmörg ný markaðstækifæri. Má þar til dæmis nefna við hönnun bygginga, vöru­ hönnun, gerð tölvuleikja, í sýndar­ veruleika og margt fleira. Okkar tækni og sú hugbúnaðar­ vara sem við erum að þróa er algjörlega ný á markaðnum. Það er ekkert hugbúnaðartól til sem gerir fólki kleift að herma hljóð með þeirri nákvæmni og hraða sem við bjóðum upp á. Jafnframt er ekkert annað tól til sem leyfir notendum hreinlega að upplifa hljóðið meðan á hönnun stendur. Með okkar lausn geta hönnuðir til dæmis bygginga, bíla eða tækni­ búnaðar, hreinlega heyrt og upp­ lifað nákvæmlega hvernig varan þeirra kemur til með að hljóma, í stafrænni sýndarveruleikaupp­ lifun, áður en varan er byggð. Þetta gerir notendum kleift að komast mun lengra í hönnunarferlinu áður en þeir þurfa að búa til frumgerð hlutar eða annað sem á að hanna.“ Raunheimar og sýndarheimar Notagildið á tækninni sem er að baki Treble Technologies er tví­ þætt. Annars vegar nýtist tæknin í raunheimum og hins vegar í sýndarheimum. „Í raunheimum nýtist tæknin við hönnun á hverju því sem hefur með hljóð eða titring að gera, hvort sem það er bygging, hönnun á umhverfi, hönnun á bílum og öðrum farar­ tækjum, vörur sem nýta hljóð eins og sjónvörp, heyrnatól, eða annað. Okkar tækni býður þá upp á möguleikann á því að hanna og besta vöruna og prófa prótótýpur á stafrænan máta. Í hönnunar­ geiranum hafa digital twin, eða stafræn þrívíddarmódel, verið mjög mikið notuð. Okkar tækni bætir þá hljóði og hljóðupplifun við þannig módel. Hin hliðin á peningnum er sú að tæknin nýtist í sýndarheiminum. Í því samhengi býður tæknin upp á mjög spennandi notkunarmögu­ leika í tilfellum þar sem hljóð­ upplifun á að líkja eftir raunveru­ leikanum. Heilinn okkar er vanur því að hljóð hegði sér á ákveðinn hátt í raunveruleikanum og býst við ákveðinni hegðun þegar komið er í ákveðnar aðstæður, til dæmis með tilliti til stærðar rýmis, efnis­ vals og fleira. Ef hljóð hegðar sér óeðlilega í stafrænum veruleika fer fólki að líða illa. Þetta getur verið umhverfi í tölvuleik, sýndarveru­ leika, stafrænum fundum, jafnvel símtali og fleira. Teams og Zoom eru til dæmis orðin mjög vinsæl fyrirbæri og næsta skref hjá slíkri þjónustu gæti verið að bjóða upp á fundaraðstöðu í sýndarupplifun. Þá þarf hljóðið að vera í lagi.“ Þessi tækni nýtist eins og sést í mjög mörgum mismunandi geirum og sviðum. „Þrátt fyrir ungan aldur erum við nú þegar í samstarfi við fjölda fyrirtækja um allan heim sem nota tæknina okkar. Þetta eru nokkur af stærstu tæknifyrirtækjum í heimi, stórir bílaframleiðendur, þekktar arki­ tektastofur og fleira. Öll þessi fyrirtæki eru í vandræðum með að vinna með hljóð. Það er kostnaðar­ samt ferli og oftar en ekki er loka­ niðurstaða þeirra ófullnægjandi. Okkar tækni leysir mörg þessara vandamála. Í haust munum við svo opinberlega gefa út okkar fyrstu vöru, sem byggir á okkar tækni sem og prófunum fyrirtækjanna sem við vinnum nú með. Þessi vara er hugsuð fyrir raunheimahlutann: byggingahönnun, vöruhönnun og bílahönnun.“ Hljóðvist og Treble Technologies Hljóðvist í byggingum er eitthvað sem snertir hvað flest mannfólk enda hefur hún mikil áhrif á heilsu og vellíðan fólks. „Tæknin okkar gerir hönnuðum, arkitektum og hljóðvistarsérfræðingum kleift að greina mjög snemma í ferlinu hvernig bygging muni hljóma. Það er hægt að hugsa um hljóðvistina mun fyrr í ferlinu en vanalegt er og til dæmis er hægt að endurskoða efnisnotkun, lögun á byggingunni og fleira, til þess að besta hljóð­ vistina í samræmi við hlutverk byggingar. Með öðrum orðum þá geta aðilar fundið á eigin skinni hvernig hljóð muni haga sér í bygg­ ingunni. Margir halda að tæknin sé fyrst og fremst hjálpleg við að hanna tónleikasali, en raunin er sú að þetta snýst jafnvel enn meira um að hanna skóla og leikskóla, sjúkrahús og skrifstofuhúsnæði og þannig betrumbæta þær byggingar sem fólk eyðir mestum sínum tíma í.“ Framtíðin á milli stjarnanna „Okkar markmið er að f lest það sem hannað verður í framtíðinni, með tilliti til hljóðs, muni fara í gegnum hugbúnað Treble Techno­ logies. Eitt dæmi um spennandi framtíðarþróun sem er í gangi núna, er að stóru tæknifyrirtækin vinna nú að því að búa til staf­ rænt þrívíddarmódel af heim­ inum, sem gerir okkur kleift að ferðast hvert sem er í heiminum og eiga þar upplifun. Hljóð mun verða stór hluti af því að gera þá upplifun eins raunverulega og/ eða eftirminnilega og hægt er, og þar smellpassar okkar tækni inn. Skalinn og tækifærin á því sem tæknin getur fært okkur er í raun langt fyrir utan það sem okkur dreymir um. Það verður því spennandi að sjá hvað framtíðin færir okkur.“ Treble Technologies hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar á stórum alþjóðlegum ráðstefnum sem snúa meðal annars að byggingahönnun. „Við erum líka þakklát Tækniþróunarsjóði fyrir að styrkja okkur í upphafi verk­ efnisins sem og öðrum fjárfestum og samstarfsaðilum sem hafa verið með okkur í þessari ævintýralegu vegferð,“ segir Finnur að lokum. n Hljóðveruleiki framtíðarinnar Finnur Pind er framkvæmda- stjóri og annar stofnenda ný- sköpunarfyrir- tækisins Treble Technologies, sem staðsett er í Grósku. Hann segir tæknina bjóða upp á glænýja og spennandi möguleika fyrir fjölmörg svið. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR 6 kynningarblað 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.