Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 46
Maðurinn í öllu sínu
veldi hefur verið minn
eilífi brunnur á sköp-
unarferlinum.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@
frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar
Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK
OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Höggmyndasýningin framan
við Hallgrímskirkju, þar sem
brynjur og naktar fígúrur
standa hvorar á móti öðrum,
hefur slegið í gegn og nú um
helgina verður efnt til lista-
spjalls með listakonunni sem
segir frá hugmyndum sínum
og sýningunni.
ser@frettabladid.is
Brynjurnar hennar Steinunnar
Þórarinsdóttur á torginu framan við
Hallgrímskirkju hafa vakið mikla
athygli frá því þær voru settar upp í
tilefni af Listahátíð fyrr í sumar.
Hefur verið haft á orði að þær séu
mest mynduðu höggmyndir lands-
ins nú um stundir, enda virðast
erlendir ferðamenn vera heillaðir
af þessum verkum listakonunnar
og láta festa sig á filmu fyrir framan
þær í alls konar stellingum.
Sjálf er Steinunn vitaskuld sátt
við þessa athygli – og það í meira
lagi. „Jú, algjörlega, maður fær ekki
svona athygli í bunkum á hverjum
degi,“ segir hún glöð í bragði þegar
Fréttablaðið tekur hana tali.
Listaspjall um helgina
Og nú er komið að því að rýna í þessi
verk á Skólavörðuholti, en í lista-
spjalli nú á sunnudaginn mun Stein-
unn segja frá hugmyndum sínum og
sýningunni, en boðskapurinn talar
inn í tíma stríðs og ófriðar í álfunni.
Verkin á holtinu sýna þrjú pör,
brynjaða fígúru andspænis kyn-
lausri og nakinni veru og eru tákn-
mynd valds og átaka, en einnig
undirokunar, „þessarar eilífu áráttu
mannsins að ráðast hver á annan,“
útskýrir listakonan, „og taktu eftir
því,“ bætir hún við, „að nakta fígúr-
an passar líka inn í brynjuna sem
stendur gegnt henni, en kannski er
hún að bjóða henni byrginn,“ segir
Steinunn.
Samveran á sunnudag hefst í
forkirkjunni eftir messu, klukkan
12.20. Síðan verður gengið út á torg
og brynjurnar skoðaðar og ræddar.
Svo verður haldið í Suðursal þar
sem Steinunn, Vigdís Jakobsdóttir,
framkvæmdastjóri Listahátíðar, og
séra Sigurður Árni Þórðarson ræða
þessa sýningu og gestir bera fram
spurningar og álit yfir ilmandi kaffi-
bolla í boði hússins.
Löng saga fígúranna
Fígúrur Steinunnar hafa vakið
mikla athygli um heim allan, en
þær eiga sér líka langa sögu, flestar
steyptar í ál eða járn. „Þetta hefur
fylgt mér frá því á skólaárum
mínum úti í Bretlandi á miðjum
áttunda áratugnum,“ rifjar Stein-
unn upp, svo sagan spannar bráðum
hálfa öld.
Má því heita að styttur Stein-
unnar varði alla hennar listabraut.
„Og meira og minna eru allar þeirra
byggðar á einu og sömu fyrirmynd-
inni,“ segir listakonan og á þar við
son sinn og sjónvarpsmannsins Jóns
Ársæls Þórðarsonar, Þórarin Inga,
en hann hefur verið fyrirmyndin
að fígúrunum allar götur frá því
hann var fjórtán ára pjakkur, en
hann er að verða fertugur um þessar
mundir.
„Ég er búin að pína hann ansi
lengi,“ segir móðirin, en þykir, svona
eftir á að hyggja, afskaplega vænt
um samvinnuna. „Fyrir vikið hefur
þetta verið fjölskyldusaga,“ bætir
hún við, „og hugmyndafræðin að
baki verkunum hefur hverfst um
hana, okkar eigin sögu.“
Hundrað styttur eða fleiri
Stytturnar er núna að finna um
allan heim, í einkasöfnum, opinber-
um söfnum og auðvitað úti undir
beru lofti, á torgum og görðum. En
Steinunn hefur ekki hugmynd um
hvað þær eru orðnar margar. „Lík-
lega upp undir hundrað, en ef til vill
f leiri,“ segir hún íbyggin, en kveðst
engan veginn hafa nákvæma tölu á
hreinu.
„Á einni sýningunni minni, sem
nefnist Borders, sem enn stendur
yfir, eru 22 verk, en hún er núna
fyrir utan höfuðstöðvar Samein-
uðu þjóðanna í New York og hefur
ferðast um Bandaríkin frá 2011,“
bendir Steinunn á, en verk hennar
eru gjarnan á ferðinni.
„Oft eru þetta innsetningar með
mörgum styttum,“ heldur hún
áfram, „en alltaf manneskjur, það
er leiðarstefið. Maðurinn í öllu sínu
veldi hefur verið minn eilífi brunn-
ur á sköpunarferlinum,“ segir Stein-
unn og kveðst ekki getað kvartað
yfir viðtökunum í gegnum tíðina.
„Þetta hefur gengið ævintýra-
lega vel og fyrir það er ég afskaplega
þakklát,“ segir hún og minnir að
lokum á að sýningin á brynjunum
framan við Hallgrímskirkju hefur
verið framlengd til loka september.
Nema hvað. n
Mest ljósmynduðu
höggmyndir borgarinnar
Efnt verður til listaspjalls í Hallgrímskirkju á sunnudag eftir messu þar sem listakonan rýnir í inntak verka sinna ásamt
framkvæmdastjóra Listahátíðar og sóknarpresti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
18 Lífið 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
frettabladid.is
Þú finnur allar nýjustu fréttir
dagsins á frettabladid.is.
Innlendar og erlendar fréttir,
léttar fréttir, íþróttafréttir,
viðskiptafréttir, skoðanapistla,
spottið og auðvitað blað
dagsins ásamt eldri blöðum.
Hvað er
að frétta?