Norræn tíðindi - 01.05.1956, Qupperneq 5

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Qupperneq 5
Oi'O Ji frf NORRÆN TIÐINDI FÉLAGSRIT NORRÆNA FÉLAGSINS REYKJAVlK RITSTJÓRI: MAGNIJS GÍSLASON 1. tbl. Maí 1956 1. árgangur Fylgt iir hlaði. Norrœn tíöindi hefja göngu sína með þessu hefti. Tilgangur þeirra er sá að vera tengiliður milli hinna mörgu meðlima norrœna félagsins og flytja þeim fregnir af starfi félagsins og frásagnir af norrænu samstarfi í margbreyti- legum myndum þess. Að undanförnu hefur félagatala norræna félagsins á íslandi aukizt. Nýj- ar deildir hafa verið stofnaðar á þessu ári á Akranesi, Selfossi, í Hveragerði og Keflavík. Undirbúningur er hafinn miklu víðar. Vaxandi áhugi Islendinga á norrœnni samvinnu er fagnaðarefni, því að norrœn samvinna er hvorttveggja í senn: hugsjónamál og hagnýtt mál. Þjóðir Norðurlanda eru runnar af sömu rót, menning þeirra svipuð, viðhorfið hið sama til mennhelgi og mannréttinda. Samstarf síðari ára í sífellt rikara mœli um samrœmda löggjöf og framkvæmdir á fjölmörgum sviðum, um fyrirgreiðslu námsmanna og ferðamanna, hefur mikla hagnýta þýðingu, ekki síst fyrir fá- mennustu þjóðina, tslendinga. Norræn tíðindi eru með svipuðu sniði og félagsblöð hinna norrœnu félag- anna. Stjórn norrœna félagsins væntir þess, að þetta litla blað fái góðar við- tökur og geti orðið lesendum til fróðleiks og örvunar í starfi fyrir norræna samvinnu. OUNNAR THORODDSEN. 1 .AIvOSBGK ASA.FN „\í 20»24 2 |- ISXA.s

x

Norræn tíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.