Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 13

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 13
1956 Norrœn tíðindi Ur dagbókinni 1 desember 1954. Aðalfundur var haldinn 3. desember 1954. 1 stjórn voru kjörin: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, formaður; Vilhjálmur f>. Gíslason, útvarpsstjóri, vara- formaður; Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur, ritari; Arnheiður Jónsdóttir, kennari, gjaldkeri; Páll Isólfsson, tónskáld; Sigurður Magnússon, kennari; Thorólf Smith, blaðamaður. Eins og undanfarin ár, var efnt til Lúcíu- hátíðar í Þjóðleikhúskjallaranum 13. desem- ber. Undirbúning hátíðarinnar önnuðust þau frú Arnheiður Jónsdóttir og Sveinn Ásgeirs- son. Til skemmtunar var: Upplestur, Glunta- söngur og danS. Lúcia var frú Anna Stina Oddssón. Félagsritið Norræn jól kom út undir rit- stjóm Guðl. Rósinkranz og dr. Sigurðar Þór- arinssonar. 1 lok mánaðarins var það tilbúið til útsendingar. I jan.—febr. 1955. Félagsritinu dreift milli félagsmanna. Dreif- ingu ritsins og innheimtu árstillaga annaðist Njáll Breiðdal. Stjóm félagsins réð Magnús Gíslason, náms- stjóra, framkvæmdastjóra félagsins. Hann var þá staddur í Svíþjóð. Félaginu var boðið að senda áheyrnarfulltrúa á 3. þing Norður- landaráðsins, sem haldið var í Stokkhólmi dagana 29. jan. — 2. febr. Magnúsi Gísla- syni var falið að sitja þingið fyrir hönd N.F. Þar voru allir framkvæmdastjórar og aðal- ritarar Norrænu félaganna mættir: Arne F. Andersson, framkvæmdastjóri og vera þar á vinabæjamóti. Ég hafði fána meðferðis frá vinabænum hér. Ekki gekk mér greiðlega að fá sam- band við Áánekoski. Bærinn var langt frá alfaraleiðum. Vissulega er hægt að hafa samband við bæina bréflega, skiptast á kveðjum, fréttum eða bókagjöfum, en beztu kynn- in verða hin persónulegu kynni, en til þeirra verður varla stofnað að neinu ráði, ef það er miklum erfiðleikum bundið að efna til gagnkvæmra heim- sókna. Slíkar heimsóknir eru mun auð- veldari milli skandínavísku landanna. Pjarlægð okkar lands frá öðrum lönd- um gerir hér allt erfiðara um vik. Þar sem vel hefur tekizt til um val vinabæja eru þessi samskipti orðin vin- sæll liður í félagsstarfi bæjanna. Efnt er til gagnkvæmra heimsókna, m. a. fyr- ir skólafólk. Skipti á bréfum, myndum, bókum, blöðum, fánum og skjaldar- merkjum. fþróttakappleikir ýmisskonar eru háðir milli bæjanna og kennara- skipti eiga sér einnig stað. Nú stendur til að auka vinabæjatengsl milli íslenzkra bæja og annarra nor- rænna bæja. Það er mikilsvert að vera vel á verði, svo að engin tilviljun ráði því, hvaða bæir verða fyrir valinu sem vinabæir íslenzku bæjanna. Vinabæjamót verður haldið hér á landi sumarið 1957. Norrænu félögin vinna, undir forystu norsku félagsdeild- arinnar, að undirbúningi hópferðar hing- að til lands, þar sem fulltrúum allra norrænna bæja, sem eiga vinabæi á íslandi, gefst kostur á hentugri ferð hingað. Norræna félagið hér mun að sjálf- sögðu gera allt sem í þess valdi stend- ur, til þess að þetta fyrsta allsherjar- vinabæjamót, sem haldið er hér á landi, takist sem bezt. En hvernig það tekst, getur haft mikla þýðingu fyrir þróun þessara mála í framtíðinni. Arnhei&ur Jónsdóttir. 9

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.