Norræn tíðindi - 01.05.1956, Page 16

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Page 16
Norrcen tíðindi 1956 Akureyri skildust leiSir. Hópurinn dreifðist til ýmissa dvalarstaða. 1 lok júlimánaðar hittust svo dönsku kennararnir aftur í Reykja- vík og nutu þar fyrirgreiðslu sömu kennara og áður. Forstöðunefnd heimboðsins var skipuð eftir- töldum fulltrúum: Frú Arnheiður Jónsdóttir og Magnús Gísla- son frá Norræna félaginu, Pálmi Jósefsson og Arngrímur Kristjánsson frá Sambandi islenzkra barnakennara og Steinþór Guð- mundsson frá Landssambandi íslenzkra fram- haldsskólakennara. Amgrímur og Steinþór voru fararstjórar kynnisferða hér og áttu þeir drýgstan þátt í þvi, hve vel og giftusamlega tókst til, en dönsku kennaramir voru mjög ánægðir með ferðalagið og dvölina hér. 1 ágúst. Fjögur mikilsverð norræn mót voru haldin í Reykjavík á timabilinu 4. ágúst til 4. sept- ember: 1. Fundur forseta og aðalritara Norður- landaráðsins (4.—5. ágúst). 2. Fulltrúafundur Norrænu félaganna (26. —28. ágúst). 3. Fundur norrænu menningarmálanefndar- innar (29.—31. ágúst). 4. Fundur norrænu menntamálaráðherr- anna (1.—3. sept.). Fulltrúafundur Norrænu félaganna hefur tvisvar áður verið haldinn hér á landi, 1939 og 1949. En helztu forráðamenn og fulltrúar félaganna hafa einn slíkan fund á ári og þá sitt árið í hverju landi. Á öðrum stað í þessu riti er nánar sagt frá fulltrúafundinum 1955. 1 september. Fjórtán nemendur fengu ókeypis skólavist á norrænum lýðháskólum fyrir milligöngu Norræna félagsins skólaárið 1955—1956. Flest- ir þeirra fóru utan í lok septembermánaðar: Danmörk. GuðlaugBenediktsdóttir, Eskifirði, Grundt- vigs hojskole, Frederiksborg. Finnland. Sigurður Óskarsson, Seljavöllum, Eyjafjöll- um, Ábolands folkhögskola, Pargas, Noregur. Guðný Klara Aradóttir, Eskifirði, Marmar folkehögskole, Öyslebö. Hálfdán Björnsson, Hraunkoti, Aðaldal, Torshus folkehögskole, Fannrem. Svala Halgadóttir, Hveragerði, Ringerike folkehögskole, Hönefoss. Svíþjóð. Ásrún G. Óladóttir, Villingaholtsskóla, Árn., Kungalvs folkhögskola, Kungálv. Björn Daníelsson, Garðshorni, Svarfaðard., Eyjaf., Jara folkhögskola, Malmback. Heba Guðmundsdóttir, Reykjavík, Gamleby folkhögskola, Gamleby. Matthildur Einarsdóttir, Vík í Mýrdal, Fom- by folkhögskola, Borlánge. Rannveig Sigurbjörnsdóttir, Reykjavík, Sig- tuna folkhögskola, Sigtuna. Ólöf Stefania Eyjólsfdóttir, Eskifirði, Ma- lungs folkhögskola, Malung. Samúel Ösvald Steinbjörnsson, Syðri Völl- um, Húnavatnss., Tárna folkhögskola, Tárna. Sigurveig Kristjánsdóttir, Reykjavík, Ka- trinebergs folkhögskola, Vessingebro. Sigrún Karlsdóttir, Akranesi, Kungálvs folk- högskola, Kungalv. Þorgeir Ö. Elíasson, Reykjavík, naut fyrir- greiðslu félagsins viðvíkjandi námsdvöl á Magle&s höjskole í Danmörku. Birgitta Persson fcá Ljusdal í Sviþjóð dvel- ur á héraðsskólanum að Laugarvatni í vetur og nýtur þar ókeypis skólavistar fyrir at- beina Norræna félagsins. í október. 1 lok októbermánaðar höfðu formenn Nor- rænu félaganna fund með sér í Stokkhólmi, (Sjá mynd á forsíðu ritsins). Auk þeirra sátu framkvæmdastjórar og aðal- ritarar félaganna fundinn. Af hálfu Norræna félagsins sóttu fundinn, auk Gunnars, þeir Sveinn Ásgeirsson og Magnús Gíslason. Þrjú aðalmál lágu fyrir fundinum: 1. Norrænn dagur 1956. 2. Væntanleg hópferð til Islands 1957. 3. Tillögur um samnorrænan menningar- sjóð. Ákveðið var: 1) að Norrænn dagur skyldi haldinn þriðjudaginn 30. okt. 1956; 2) að fela Norræna félaginu norska, í samvinnu við Bennetts ferðaskrifstofuna í Osló, að imdir- 12

x

Norræn tíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.