Norræn tíðindi - 01.05.1956, Page 18

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Page 18
Norrœn tíðindi 1956 Stjórn Norræna félagsins. Fremri röð frá vinstri: Arnheiður Jónsdóttir, Gunnar Thoroddsen og Vilhjálm- ur Þ. Gíslason. Aftari röð frá vinstri: Sveinn Ásgeirsson, Páll ísólfsson, Thorolf Smith, Slgurður Magn- ússon og Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins. M.-gymnasterna og Svenska folkdansens vánn- er. Sá fyrrnefndi kom hingað til lands 1938 og var þá hér á vegum N.F. Síðar í sumar er von á skólabörnum frá Osló, sem félaginu hefur borizt ósk um að veita fyrirgreiðslu hér. Ekki er enn ákveðið hvenær þau koma. Um miðjan febrúar barst félaginu höfðing- legt boð frá Norræna félaginu í Danmörku, þar sem íslenzkum kennurum er boðin mán- aðardvöl í Danmörku, sem sé ókeypis dvöl allan ágústmánuð. Er hér um að ræða lið í þeim gagnkvæmu kennaraskiptum, sem átt hafa sér stað milli Islands og Danmerkur og áður er minnzt á. 1 marz. Tvær nýjar félagsdeildir voru stofnaðar í márzmánuði, á Akranesi og á Selfossi. Undir- búningur deildarstofnunar var hafinn í Borg- amesi, Hveragerði og Keflavík. Fleiri stofn- fundir félagsdeilda ráðgerðir i apríl. — Sjá nánar „Þátt félagsdeildanna“. Eins og undanfarin ár bauð Osby lant- mannaskola á Skáne í Svíþjóð íslenzkum ung- lingum ókeypis vist á sumarnámskeiðum skól- ans 1956. Að þessu sinni fengu 14 nemar skólavist þar. Nöfn þeirra eru: Ágústa Sigurðardóttir, Reykjavík, Björn Gunnarsson, Reykjavík, Hólmfríður Sigurðar- dóttir, Reykjahlíð, Mosfellssveit, Þórunn Jóns- 14

x

Norræn tíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.