Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 19

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 19
1956 Norrœn tíðindi dóttir, Akranesi. — Árni Bergur Sigurbjörns- son, Reykjavík, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hraungerði, Árn., Jóhanna Steinþórsdóttir, Hæli, Árn., Ljótunn Indriðadóttir, Reykjavík, Margrét Gísladóttir, Reykjavík, Oddný Vil- hjálmsdóttir, Reykjavik — Emilía Jónsdóttir, Reykjavík, Erla Þórðardóttir, Laugarvatni, Guðlaug S. Jónsdóttir, Reykjavík og Hulda Ingvarsdóttir, Reykjavík. Plest fóru utan um miðjan apríl. 1 apríl. Nokkur undanfarin ár hefur Svend Haug- aard, skólastjóri, Store Restrup Husmands- skole á Norður-Jótlandi boðið íslenzkum stúlkum skólavist, og hafa þær notið sér- stakrar fríðinda, þannig að þær hafa að- eins þurft að greiða helming eða þrjá fjórðu hluta dvalarkostnaðar. Norræna félagið hefur hér annazt fyrirgreiðslu. Sjö stúlkur hlutu skólavist í Store Restrup að þessu sinni: Auður Kristjánsdóttir, Reykja- vík, Hanna ólafsdóttir, Húsavik, Hlíf Theó- dórsdóttir, Reykjavík, Inga Herbertsdóttir, Reykjavík, Nonný Björnsdóttir, Reykjavík, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Reykjaskóla, Sig- ríður Jónsdóttir, Reykjavík. Hér er um fjögurra mánaða sumarskóla fyrir stúlkur að ræða, sem stendur frá maí- byrjim til ágústloka. Föstudaginn 13. apríl var stofnuð deild i Norræna félaginu í Hveragerði. t maí. Kaupmannahafnardeild Norræna félagsins efnir til vinabæjamóts í júnílok í sumar, þar sem fulltrúum frá höfuðborgum Norðurland- anna er boðin þáttaka. Slík mót hafa verið haldin til skiptis í norrænum höfuðborgum í undanfarin 10 ár. Hingað til hafa mót þessi ekki staðið yfir nema í 2—3 daga, en nú er ráðgert að mótið standi í 6 daga, frá mánu- degi 25. júní til laugardags 30. júní. Hér er um vel skipulagða og viðburðaríka dvöl að ræða, þar sem þátttakendum gefst kostur á að heimsækja ýms fyrirtæki, stofn- anir, söfn og skemmtistaði fyrir mun lægra verð, heldur en ferðafólk að jafnaði á kost á. Þátttökugjaldið er 95 danskar krónur. Fyrir þá upphæð er m. a. boðið upp á ferðalag um Norður-Sjáland og nágrenni Kaupmanna- hafnar. Kynnisferðir verða farnar innan borg- arinnar, þar sem skoðuð verða ýms fyrirtæki, stofnanir og nafnkunnir staðir. Leitast verður við að gefa þátttakendum sem heilsteyptasta mynd af Kaupmannahöfn, en þeim mun einnig gefast kostur á að velja um fleira en eitt. Gert er ráð fyrir 200 gestum, 50 frá hverri höfuðborg auk Kaupmanna- hafnarbúanna, en flokknum mun verða skipt í minni hópa. Alla dagana verður boðið upp á mat, eina eða tvær máltíðir. Mótið hefst í þingsal Christianborgar-hall- arinnar og þann dag fer fram móttaka í ráð- húsi borgarinnar. Mótinu lýkur með sérstökum hátíðahöldum í Tívoli, og gert er ráð fyrir að útvarpað verði og endurvarpað yfir norræn- ar útvarpsstöðvar, nokkrum hluta af dagskrá hátiðahaldanna. Einnig verður gengizt fyrir mótum og samkomum þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að kynnast nánar og tengj- ast böndum kunningsskapar og vináttu. Föstudaginn 4. maí 1956 var stofnuð deild innan Norræna félagsins í Keflavík. Hér hefur verið stiklað á stóru, lauslega minnzt á nokkra helztu viðburði í starfi fé- lagsins á hálfu öðru ári. Ýmislegt fleira hefði mátt nefna. Það hefur verið leitað til félagsins um ýmiss konar fyrirgreiðslu og beðið um upp- lýsingar um margvísleg efni, t. d. má nefna vinnumiðlun, fyrirgreiðslu um bréfaskipti nor- rænna barna og ungmenna, skipti á frímerkj- um, útvegun á teikningum skólabama vegna samnorrænnar sýningar, og félagið hefur út- vegað sýnishorn tígulsteina fyrir Hallgríms- kirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, — svo nokkrir fjarskyldir hlutir séu nefndir. 15

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.