Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 21

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 21
1956 Norrœn tíðindi í samvinnu við samtök norskra kenn- ara. Tilgangur námskeiðsins er m. a. að gefa þátttakendunum tækifæri til að kynnast Norður-Noregi, landi og þjóð. Kostnaður vegna dvalarinnar á Trondarnes verður 150.00 norskar kr. Fræðslumót um kvikmyndir verður haldið á „Elingaard" á Onsoy við Fred- rikstad dagana 5.—ll.ágúst. Námskeið þetta er einkum ætlað kennurum og æskulýðsleiðtogum. „Elingaard“ er meðal elztu herragarða í Ostfold um 10 km frá Fredrikstad. Hann er að mörgu leyti áþekkur Hindsgave. Þaðan er aðeins 15—20 mín. gangur til bað- strandar. Kostnaður vegna námskeiðs þessa verður alls 150.00 norskar krónur. I Svíþjóð. Námskeiðið, sem nefnist Norðurlönd í dag, verður haldið á Bohusgárden 1. —8. júlí. Bohusgárden er félagsheimili sænska félagsins skammt frá Udde- valle við vesturströnd Svíþjóðar. Nám- skeið þetta fjallar um ýmis norræn mál m. a. Norðurlandaráðið. — Kostnaður- inn verður 110.00 sænskar krónur. Norrænt æskulýðsnámskeið verður haldið dagana 8.—15. júlí á Bohusgár- den. Það er fyrst og fremst ætlað fólki á aldrinum 16—25 ára. Þátttökugjaldið er 85.00 krónur sænskar. Þátttakendum verður gefinn kostur á sjóböðum og útilífi, svo sem unnt er. Norrænt námskeið fyrir kennara í verzlunarfræðum verður dagana 15.— 21. júlí á Bohusgárden. Þátttökugjaldið verður 125.00 sænskar krónur. Kenn- arar mega gjarnan taka maka sína með sér. Farið verður í stutt ferðalög, m. a. um skerjagarð vesturstrandarinnar. Skoðuð verður Thordén-skipasmíðastöð- in í Uddevalla. Norrænt kennaranámskeið, sem nefn- ist „Att skriva“, verður haldið í Bohus- gárden dagana 5.—11. ágúst. Á nám- skeiðinu verður fjallað um listina að skrifa, bæði frá tæknilegu sjónarmiði og þeirri hlið, sem að andlegri sköpun snýr. Námskeið þetta verður þannig hliðstæða námskeiðsins „Att lása och förstá“, sem haldið var í Bohusgárden í fyrra sumar. Kennaranámskeið verður í ár, eins og að undanförnu, haldið uppi í fjöllum í Lapplandi í lok júlímánaðar. Námskeið þetta nefnist „De nordiska fjállens na- tur.“ Norrænt blaðamannamót verður í Svíþjóð í septemberbyrjun. Gert er ráð fyrir að það hefjist í Gautaborg. Síðan verður farið í ferðalag um Götakanal, Öster-Götland og Södermanland til Stokkhólms, en um þær mundir verður undirbúningur vegna væntanlegra þing- kosninga í algeymingi í Svíþjóð. NORDISK KONTAKT er nafn tímarits, sem út er gefið af Norðurlandaráðinu. Það kemur út tvisv- ar í mánuði þá mánuði, sem norrænu þingin starfa, en verkefni ritsins er að flytja yfirlit um helztu þingmál, sem ástæða er til að ætla, að íbúar fleiri en eins lands hafi áhuga á að kynnast. Ritið er gefið út í Svíþjóð, en einn rit- stjóri er fyrir hvert Norðurlandanna og eru þrjú Norðurlandamál notuð, danska af Dönum og Islendingum, sænska af Svíum og Finnum og norska af Norðmönnum, en auk þess er stutt yfirlit á finnsku. Ritstjórn af Islands hálfu annast Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri. 17

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.