Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 4

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 4
Norrœn tíðindi 1962 tekið kristna trú og játazt undir boðskapinn um bróðurkœrleik og fyrir- gefningu. Tæpar tíu aldir eru liðnar í aldanna skaut, síðan er hið sögulega bón- orð átti sér stað á Konungahellu. Á þeim öldum hefur á ýmsu gengið með norrœnum þjóðum. Hver styrjöldin rak aðra milli þeirra sjálfra. Öld eftir öld sannaðist það á norrœnum mönnum, að bræður mundu berjast og að bönum verðast. Þó lifði jafnan hin norræna hugsjón um brœðralag, frið og sam- heldni. Oft sáust bláar vakir á dökkum himni. En yfir þyrmdi aftur og aftur. Fyrir hálfri annarri öld tók að rofa til og birta upp að marki. Síðan 181ý hafa þjóðir Norðurlanda ekki borið vopn hver á aðra. Og árið 1856 er svo komið málum, að Óskar Sviakonungur mœlir hin eftirminnilegu orð: ,Jléðan í frá er styrjöld milli bræðraþjóðanna á Norðurlöndum óhugs- andi.“ Á 19. öld hófst sigurganga norrænnar samvinnu, og sú ganga hefur haldið áfram á 20. öld, enn markvissari og meiri að vöxtum. En fjarri fer því, að það hafi verið óslitin sigurför. Braut hins norræna samstarfs er vörðuð vonbrigðum og mistökum. Oft hafa góð mál strandað og árekstrar orðið. Og því er það stundum, þegar slíkt kemur fyrir, að hljóð heyrist úr horni hinna efagjörnu: „Þarna sjáið þið norrœna samvinnu í verki! Ekkert annað en orða- gjálfur og glasaglaumur!“ En eitt visnað tré má ekki skyggja á allan skóginn. Og % sársauka vonbrigða út af einu og einu máli, mega menn ekki loka augunum fyrir öllu því, sem áunnizt hefur og vel er gjört. Ekki viljum við leysa upp Sameinuðu þjóðirnar, þó að þeim hafi ekki tekizt að friða alla hina herskáu heimsbyggð. Hið norræna samstarf er nú orðið svo viðtækt, að það nœr svo að segja til allra sviða þjóðlifsins og allra þjóðfélagsstétta. Fá eru þau félög, stéttarsamtök eða starfshópar, sem hafa ekki samband við hliðstœða hópa annars staðar á Norðurlöndum. Á sviði löggjafar, menningar- og skólamála, félagsmála, — alls staðar gætir þessa norrœna samstarfs. I alþjóðlegum samtökum bera Norður- lönd saman ráð stn og standa oftast sem einn maður. Það veitir þeim meira en fimmfaldan styrk. „Það er þetta þéttriðna net af þráðum vináttu og samstarfs um öll Norðurlönd, sem Ijær norrænni samvinnu styrk, sem er einstakur i sinni röð. I þessu er fólgin ástæðan til þess, að norrænu þjóðirnar hafa i friði og eindrægni leyst gagnkvœm vandamál, sem á stundum hafa virzt tor- leyzt.“ Svo mælti einn merkasti frömuður norrænnar samvinnu, Hans Hedtoft. Það á að vera auðkenni og aðalsmark norrænnar samvinnu, að sá, sem sterkari stöðu kann að hafa hverju sinni, neyti ekki aflsmunar, heldur 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.