Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 6
Norrcen tíðindi
1962
Stefán Jóhann Stefánsson, sendiherra (t.h.), afhendir Bjarna M. Gíslasyni rithöfundi
riddarakross hinnar íslenzku Fálkaorðu.
Myndin hér að ofan var tekin á heimili Stefáns Jóhanns Stefánssonar,
sendiherra í Kaupmannahöfn, þegar hann afhenti Bjarna M. Gíslasyni
rithöfundi riddarakross íslenzku Fálkaorðunnar. Sendiherrann hélt ræðu
við það tækifæri og bar mikið lof á Bjarna fyrir kynningarstarf hans í
Danmörku, ekki sízt í sambandi við handritamálið. Bjarni þakkaði með
stuttri ræðu. Því næst flutti Jorgen Bukdahl, rithöfundur, kveðju frá
Dönum. Meðal gesta við athöfnina voru S. Haugstrup-Jensen, skólastjóri
við Grundtvigs Hojskole í Hillerod, Edv. Henriksen, bókaútgefandi, A.
Richard Moller, málafærslumaður og Bent A. Koch, aðalritstjóri við
Kristeligt Dagblad.
4